Són - 01.01.2011, Síða 86
86 ÞÓRÐUR HELGASON
Þjóðólfi sama ár, um sálmakveðskap eins og hann tíðkaðist fyrr: „Flest -
ir sem athugað hafa sálmakveðskap vorn að fornu og nýju, eins og
hann hefur birzt bæði í sálmabókum vorum og flestum sálmakverum,
hafa verið á einu máli um það að þar stæðum vjer hörmulega langt á
baki öðrum þjóðum að því, er allt form á honum snertir“. Ritdómarinn
hafn ar vitaskuld ekki sálmagerð en finnur að mörgum sömu atriðum
og Jónas, óvönduðum brag, röngum áherslum, óhæfu rími, hortittum
o.fl.28 Annar dómari um hina nýju sálmabók telur að miklar framfarir
hafi orðið með henni og skilji sálma hennar frá rímum: „Þessir menn
[skáldin] hafa sýnt það með sálmum sínum, að þeir yrkja sálma af
andagift, en yrkja engar andlausar hugvekju-rímur, sem alt of mikið
er til af í sálmakveðskap vorum“. Í þessari grein kemur fram sú skoðun
að eiginlega ætti ekki að setja sama mælikvarða á sálmakveðskap sem
annan skáldskap. Minnir það á það viðhorf til rímna að þær séu sérstök
grein skáldskapar sem ekki lúti sömu lögmálum og önnur skáldverk.
Ritdómarinn styður mál sitt með því að „… þau ljóðmæli, sem
eingöngu (eða einkanlega) eru ætluð til söngs, að það er alls ekki
nauðsynlegt, að þau sé í allra þrengsta skilningi skáldskapur.“29
Dómur Jónasar varð afdrifaríkur eins og allir vita. Rímur féllu í
ónáð hjá mjög mörgum, einkum þeim sem fengu færi á að kynna sér
það sem umheimurinn sýslaði á vettvangi skáldskapar. Fjölnismenn
létu ekki staðar numið með rímnadómi Jónasar. Árið 1839 birtist í
Fjölni grein um íslenskar bókmenntir þar sem fast er kveðið að orði
um niðurlægingu skáldskaparins:30
Það verður ekki varið – þó ljótt sje frá að seígja, að þær bækurnar
(af þeím sem árlega koma á prent) hafa nú um hríð átt mest láni
að fagna, er sumar hvurjar væru verst farnar, ef þær ætti að meta
eptir skinsamlegri og kristilegri upplísíngu. Þetta meína jeg til
rímnanna, hinna níu og hinna gömlu, og til gömlu guðræknis-
bókanna … og reínslan hefur sínt, að menn hafa metið mest rím -
urnar og þenna mikla grúa af gömlu guðræknisbókunum; og
vegna þess er varla annað prentað … Það er auðsjeð, að þetta
verður ekki álitið öðruvísi, enn til marks um smekkleísi og
vanþekkíng þeirra, sem lesa; því bækurnar eru ætlaðar til and -
legrar nautnar: enn hvurnig gjetur nokkur bók verið það, nema
28 J. (1886:62).
29 „Sálmabókin nýja” (1886:1–2).
30 Bókmentirnar íslendsku (1839:73–74 og 76).