Són - 01.01.2011, Page 94
94 ÞÓRÐUR HELGASON
Þessum orðum hins „norðlenzka búandkarls“ svarar „Sunnlenzkur
búandkarl“ [Eggert Ó. Briem] í litlum bæklingi sem Einar Þórðarson
gaf út og tekur svari rímnanna. Eggert átelur þar hinn norðlenska
búandkarl fyrir alhæfingar og sleggjudóma og það að setja allar rímur
undir sama hatt, fordæma „rímur í sjálfu sjer“. Hann telur að Jónas
Hallgrímsson hafi í ritdómi sínum alls ekki beint orðum sínum gegn
rímum, einungis bent á galla sem þyrfti að lagfæra. Og notað Tristrans
rímur sem dæmi. Jónas hafi þannig ætlað dómi sínum að verða kennslu-
gagn handa íslenskum rímnaskáldum.45
Hinn norðlenzki svarar að bragði og ber af sér að hafa dæmt bók-
menntagreinina rímur sem heild, einungis þær sem þegar hafa komið
út [!] – nema e.t.v Núma rímur.46
En hvað eftir annað sést að rímur eru settar sem andstæða nýrra
bókmennta, og þá rímunum í hag, meðan margt er fundið að hinum
nýrri skáldum og verkum þeirra.
Dr. Jón Þorkelsson
Mikilsverðan málsvara rímna eignuðust rímnavinir með dr. Jóni
Þorkelssyni og bók hans (doktorsritgerð) Om Digtningen på Island i det
15. og 16. Århundrede. Jón lítur svo á í verki sínu að rímurnar séu svo
skyldar „folkepoesi“ að um hvort tveggja fjallar hann í sama kafla og
hlýtur sú skoðun að orka tvímælis. Skoðun hans er sú að rímurnar séu
ákaflega mikilvægar í bókmenntasögulegu tilliti, enda megingrein bók-
mennta Íslendinga öldum saman.47 Hann leynir því ekki þeirri skoðun
sinni að Jónas Hallgrímsson hafi farið offari gegn Sigurði Breiðfjörð og
ritað af vanþekkingu með stórum ýkjum „intetsigende kraft udtryk“:48
Dog må det ikke lades ubemærket, at forfatteren [Jónas Hallgríms-
son] i grunden er særdeles uretfærdig imod Sigurður Breiðfjörð (d.
1846), ti flere af hans rímur er netop noget af det allerbedste,
rimeliteraturen har at opvise, ligesom mange af hans övrige digte
har været og endnu er særdeles meget afholdte på Island. Selv
Jónas Hallgrímssons digte er ikke mere yndede end hans. Breið -
fjörð kommer således til at böde hårdt for de fejl og udskejelser,
som hans mange kolleger er langt mere skyldige i end ham selv.
45 Sunnlenzkur búandkarl [Eggert Ó. Briem] (1866:1).
46 Einn búandkarl norðlenzkur (1867:9–10).
47 Jón Þorkelsson (1888:123).
48 Jón Þorkelsson (1888:131).