Són - 01.01.2011, Side 106
106 ÞÓRÐUR HELGASON
Fríði Dofradóttur eftir Grím Thomsen, sem líklega voru ortar á áttunda
tug 19. aldar eða snemma á hinum níunda.80
Það má lengi velta því fyrir sér hvað Grími Thomsen gekk til er
hann orti Búarímur sínar. Grímur var rímnavinur eins og víða kom
fram. Búarímur Gríms hafa flest einkenni rímna. Þær eru söguljóð með
eins konar mansöng, um veröld hugaburðar, ævintýranna sem skáldin
þurfa að vinna úr til hreinsunar af öllum „sora lífs og heimsins
meinum“.81 Kenningar eru þar nokkrar og heiti og ekki sérlega vel
farið með rím sem var náttúrlega eitt einkenni rímna. Rímnahættir
koma ekki við sögu og því gætu menn komist að því að ekki væri um
rímur að ræða.
Rímunum lýkur þar sem Grímur ávarpar lesara og liggur ekki á
því markmiði sínu með verkinu að skemmta fólki með efni frá fornum
tímum þegar veröldin var líflegri:82
Þá var líf og fjör í fjöllum,
fögnuður í dvergabólum,
þá var kvikt í klettum öllum,
kátt og skemtilegt í hólum,
þá var nægt af trygðatröllum
og töfrafróðum hringasólum;
en jötnar sátu á tindum tignir,
trúðu menn og voru skygnir.
Nútíminn er hins vegar litlaus; engu er lengur trúað utan það sem sést
og heyrist; „menn sjá illa og minna trúa, / í maganum flestra sálir
búa.“83
Sveinn Yngvi Egilsson tekur sterkt til orða er hann segir í riti sínu
Arfur og umbylting: „Sannleikurinn var sá að Búarímur Gríms voru alls
engar rímur.“84 Að því áliti Sveins Yngva má finna. Það má allt eins líta
svo á að Búarímur séu frábærar rímur, meðal hinna albestu, ef til vill
tillaga að nýrri gerð rímna þótt vissulega séu rímnahættir víðs fjarri.
Sveinn Yngvi telur að tilurð Búarímna Gríms megi, að minnsta kosti
að nokkru, rekja til annarra rímna af Búa, Rímna af Búa Andríðar-syni
80 Sveinn Yngvi Egilsson (1999:139).
81 Grímur Thomsen (1934:143).
82 Grímur Thomsen (1934:194).
83 Grímur Thomsen (1934:194).
84 Sveinn Yngvi Egilsson (1999:147).