Són - 01.01.2011, Síða 106

Són - 01.01.2011, Síða 106
106 ÞÓRÐUR HELGASON Fríði Dofradóttur eftir Grím Thomsen, sem líklega voru ortar á áttunda tug 19. aldar eða snemma á hinum níunda.80 Það má lengi velta því fyrir sér hvað Grími Thomsen gekk til er hann orti Búarímur sínar. Grímur var rímnavinur eins og víða kom fram. Búarímur Gríms hafa flest einkenni rímna. Þær eru söguljóð með eins konar mansöng, um veröld hugaburðar, ævintýranna sem skáldin þurfa að vinna úr til hreinsunar af öllum „sora lífs og heimsins meinum“.81 Kenningar eru þar nokkrar og heiti og ekki sérlega vel farið með rím sem var náttúrlega eitt einkenni rímna. Rímnahættir koma ekki við sögu og því gætu menn komist að því að ekki væri um rímur að ræða. Rímunum lýkur þar sem Grímur ávarpar lesara og liggur ekki á því markmiði sínu með verkinu að skemmta fólki með efni frá fornum tímum þegar veröldin var líflegri:82 Þá var líf og fjör í fjöllum, fögnuður í dvergabólum, þá var kvikt í klettum öllum, kátt og skemtilegt í hólum, þá var nægt af trygðatröllum og töfrafróðum hringasólum; en jötnar sátu á tindum tignir, trúðu menn og voru skygnir. Nútíminn er hins vegar litlaus; engu er lengur trúað utan það sem sést og heyrist; „menn sjá illa og minna trúa, / í maganum flestra sálir búa.“83 Sveinn Yngvi Egilsson tekur sterkt til orða er hann segir í riti sínu Arfur og umbylting: „Sannleikurinn var sá að Búarímur Gríms voru alls engar rímur.“84 Að því áliti Sveins Yngva má finna. Það má allt eins líta svo á að Búarímur séu frábærar rímur, meðal hinna albestu, ef til vill tillaga að nýrri gerð rímna þótt vissulega séu rímnahættir víðs fjarri. Sveinn Yngvi telur að tilurð Búarímna Gríms megi, að minnsta kosti að nokkru, rekja til annarra rímna af Búa, Rímna af Búa Andríðar-syni 80 Sveinn Yngvi Egilsson (1999:139). 81 Grímur Thomsen (1934:143). 82 Grímur Thomsen (1934:194). 83 Grímur Thomsen (1934:194). 84 Sveinn Yngvi Egilsson (1999:147).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.