Són - 01.01.2011, Síða 107
107RÍMNAMÁL
eftir Símon Dalaskáld, sem út komu árið 1872. Símon tileinkar séra
Matthíasi Jochumssyni verk sitt og lofar hann mjög. Með rímum
Símonar fylgdi „skálda-tal og hagyrðinga á Íslandi“ og þar er getið
hinna helstu. Grímur hefur vart sætt sig við vísuna sem lýsti honum.
Sveinn Yngvi lætur að því liggja að þar eigi hugmynd Gríms að Búa -
rímum sínar rætur.85 Rímur Gríms eru alls 260 erindi og við getum
spurt okkur hvort það sé ekki í of mikið lagt til að ná sér niðri á skáldi
sem nánast engrar hylli naut þeirra sem vit höfðu á fögrum listum.
Það er ljóst af dómum um rímur Gríms að rýnendur voru í vanda;
fyrir augu þeirra komu rímur sem engum öðrum voru líkar. „Engar
rímur eru þetta í venjulegum skilningi,“ ritar sá sem um verkið fjallaði
í Fjallkonunni, „bragarhátturinn allur annar. En söguljóð eru þetta“.86
Einhver, sem kallar sig L., ritar í Vestra: „Þar er mörg vísan vel kveð -
in, en það er sjaldan skemmtilegt að lesa mjög langt kvæði með einum
og sama bragarhætti, og undarlegur rímnaháttur er á þessu ljóði.“87
Sami bragur er á stuttum ritdómi í Lögréttu: „Þótt höfundur kalli
kvæði sitt rímur, þá er það ekki ort undir rímnalögunum, heldur eru
6 vísuorð í hverju erindi, og er alt kvæðið, sem er í IX köflum, með
sama bragarhætti, en formáli og eftirmáli með öðrum. En efnið er hið
sama og í rímunum: gömlu ævintýri er snúið í ljóð, og þó ýmsu við
aukið af skáldinu.“88
Allir þessir dómar eru örstuttir og ljóst að höfundar þeirra vita ekki
glöggt hvernig taka skuli á rímum Gríms – og sniðganga þær því að
mestu og raunar einnig formið utan það að minnast á bragarhætti.
Það er líka vandi að sjá af hverju Grímur kallar örstutt ljóð sitt, 5
erindi, um síðustu samskipti Gunnars á Hlíðarenda og Hallgerðar
„Gunnars rímu“. Kannski fyrir það eitt að skáldið leggur ekkert til
málanna sjálft annað en að koma efninu í form. Og hvað með kvæðið
sem Grímur kallar „Hemings flokk Áslákssonar“. Sjálft hugtakið
flokkur bendir til rímu en rímnaháttur er eingöngu á fyrsta hlutanum.
Kvæðið er eins og hluti af rímu.
Löng ljóð og stutt
Eins og hér hefur komið fram leynir sér ekki að margir sakna rímn -
anna og setja sig lítt inn í bókmenntahreyfingar samtímans eða hafna
85 Sveinn Yngvi Egilsson (1999:142–148).
86 Bækur (1906:269).
87 L. (1906:2).
88 Nýjar bækur (1906:182).