Són - 01.01.2011, Síða 133
133ÞÝÐINGAR ÍSLENSKRA LJÓÐA Á ESPERANTO
finnast níu kvæði þýdd á Esperanto. Meðal þeirra eru: Mamma ætlar
að sofna, Hamraborgin, Abba labba lá og Rokkarnir eru þagnaðir.
Af öðrum þekktum íslenskum skáldum, sem fædd eru undir alda -
mótin 1900 og fram um 1930, hafa þessi verið kynnt með þýðingum
á Esperanto: Jóhann Jónsson (1896–1932), Jón Thoroddsen yngri
(1898–1924), Jón Helgason (1899–1986), Jóhannes úr Kötlum (1899–
1972), Tómas Guðmundsson (1901–1983), Halldór Laxness (1902–
1998), Guðmundur Böðvarsson (1904–1974), Snorri Hjartarson
(1906–1986), Guðmundur Ingi Kristjánsson (1907–2002), Steinn
Steinarr (1908–1958), Kristinn Reyr Pétursson (1916–1999), Jón úr
Vör (1917–2000), Einar Bragi Sigurðsson (1921–2005), Jón Óskar
(1921–1998), Hannes Sigfússon (1922–1997), Kristján Karlsson
(f. 1922), Sigfús Daðason (1928–1997) og Vilborg Dagbjartsdóttir
(f. 1930).
Af yngri skáldum sem kynnt hafa verið á Esperanto með einni eða
fleiri þýðingum á Esperanto má nefna: Hannes Pétursson (f. 1931),
nokkur ljóð; Ingimar Erlend Sigurðsson (f. 1933), eitt ljóð; Jóhann
Hjálmarsson (f. 1939), tvö ljóð; Ara Jósefsson (1939–1964), þrjú ljóð;
Ingibjörgu Haraldsdóttur (f. 1942), sex ljóð; Þórð Helgason (f. 1947),
eitt ljóð; Sigurð Pálsson (f. 1948), eitt ljóð, og Anton Helga Jónsson
(f. 1955), fjögur ljóð.
Hér að framan hafa ekki verið talin tvö skáld sem þýddar hafa verið
og gefnar út eftir heilar ljóðabækur á Esperanto en það eru þau
Þorsteinn frá Hamri (f. 1933) og Gerður Kristný (f. 1970). Bækur
Þorsteins, Tannfé handa nýjum heimi og Lifandi manna land komu báðar út
í þýðingu Baldurs Ragnarssonar í bókinni Sub Stelo rigida (Undir
kalstjörnu) hjá bókaforlaginu Stafeto í La Laguna á Tenerife 1963, og
þrjár bækur Gerðar Kristnýjar, Ísfrétt, Launkofi og Höggstaður, ásamt átta
óbirtum ljóðum skáldsins komu einnig út í þýðingu Baldurs Ragnars -
sonar undir nafninu Vundebla loko (Höggstaður) hjá Mondial í New York
árið 2009.
Eins og sjá má á þessari upptalningu þá hafa menn á rúmlega aldar -
skeiði þýtt giska gott sýnishorn íslenskra ljóða á Esperanto og hygg ég
jafnvel að telja megi á fingrum annarrar handar þær þjóðir sem eiga
rækilegra og betra úrval íslenskra ljóða þýtt á sína tungu.
Eftir þessa samantekt er ekki úr vegi að velta lítillega fyrir sér að
hvaða leyti þýðingar á Esperanto eru frábrugðnar þýðingum úr einni
þjóðtungu yfir á aðra.
Yfirleitt telja menn að ekki skipti síður máli að þýðandi hafi full -
komið vald á þeirri tungu sem hann þýðir á en þeirri sem hann þýðir