Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Síða 25

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Síða 25
23 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 framhaldsskólastigi og gefa þessar niðurstöður vísbendingar um það á hvaða aldursbili dragi úr áhuga á list- og verkgreinum. Bóklegu greinarnar sem spurt var um fylgja nokkuð öðru mynstri en list- og verkgreinar. Áhugi á stærðfræði breytist lítið milli 6. og 9. bekkjar en hann er reyndar ekki mikill í 6. bekk. Áhugi á erlendum málum helst nokkurn veginn hjá stúlkum en minnkar hjá piltunum í 9. bekk. Rannsóknir hafa bent til meiri áhuga stúlkna en pilta á tungumálanámi (Anderman og Midgley, 1997). Þess ber að geta að kennsla í erlendum málum er einkum í ensku en þegar komið er í 9. bekk hefur danska bæst við enskunámið. Minnstur áhugi 6. bekkinga virðist vera á íslensku en um 44% þeirra segjast hafa áhuga á að læra hana. Vinsældir íslensku minnka milli 6. og 9. bekkjar og það heldur meira hjá stúlkum en piltum. Það vekur athygli hve mikil samsvörun er á milli mats nemendanna og foreldra þeirra á sambærilegum spurningum um námsáhuga. Samkvæmt mati foreldranna kemur einnig fram mikill kynjamunur, þ.e. þeir meta námsáhuga drengja jafnan minni en stúlkna. Mikil umræða hefur verið á síðustu árum um slakt gengi og lítinn áhuga drengja á skólanámi. Það má velta því fyrir sér hvort sá mikli kynjamunur sem finnst í þessari rannsókn sé að einhverju leyti afleiðing þessarar umræðu, þ.e. að kennarar og foreldrar vænti ekki mikils áhuga og árangurs af drengjum, en eins og bent er á í skýrslu OECD (2000) skipta væntingar miklu máli um nám barna og unglinga. Það er alvarleg staða ef litið er á það sem sjálfsagðan hlut að piltar séu áhugalausir og lítt til þess fallnir að ná árangri í skóla. Ef viðhorf sem þessi eru ríkjandi er hætt við því að drengirnir missi trú á getu sinni til skólanáms. Sömu drengir geta aftur á móti verið áhugasamir og náð góðum árangri á ýmsum sviðum utan skólans þar sem þeir hafa trú á eigin getu. Niðurstöður þær sem kynntar eru í þessari grein eru fyrst og fremst lýsandi, þ.e. þær draga upp mynd af því hvað nemendum á ólíkum aldri finnst um námið og skólastarfið og hvað vekur áhuga þeirra. Hafa skal í huga að úrtakið er afmarkað við fjóra aldurshópa nemenda og foreldra þeirra í átta grunnskólum. Alhæfingargildi niðurstaðna er því ekki það sama og ef notað hefði verið slembiúrtak. Auk þeirra niðurstaðna sem kynntar hafa verið var safnað í rannsókninni upplýsingum um bakgrunn nemenda, bæði frá þeim sjálfum og foreldrum þeirra, auk upplýsinga um viðhorf kennara, foreldra og barnanna sjálfra til ýmissa þátta í skólastarfinu. Í frekari úrvinnslu á fyrirliggjandi upplýsingum verður forvitnilegt að kanna hvaða þættir í viðhorfum nemenda, kennara og foreldra tengjast námsáhuga nemenda. Abstract Motivation of students in eight basic schools in Iceland Student motivation is one of the premises for achievement and success. Green et al (2007), Nurmi and Aunola (2005), and Tempelaar et al. (2007) point out that relatively little research is available on changes in student motivation during elementary and high school levels, nor on motivation towards studying different subject areas. Similarly, very little research is available on Icelandic students and their motivation towards learning. Method In this study, the motivation of students in grades 1, 3, 6 and 9 in eight Icelandic basic schools (age 6–16) was examined towards schooling and studying different subject areas. Four of the schools were located in the greater Reykjavík area and four in rural areas. A contract was made with the eight schools regarding assistance in collecting permits from parents regarding their children’s participation in the study, as well as collecting questionnaires from parents. Questionnaires were devised and administered to students in grades 1, 3, 6 and 9, and to their parents. A review of the literature on student motivation served as the basis for conceptualizations and the construction of questions for the questionnaires. The questions Námsáhugi nemenda í grunnskólum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.