Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Qupperneq 35

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Qupperneq 35
33 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 framhaldsskólastiginu ekki fullnýttir og staða þeirra tiltölulega veik. Því var brugðið á það ráð að beina nemendum með stúdentspróf í styttra og hagnýtara nám en boðið var í háskólunum (Rinne, 2004; Kim, 2002; Finnska menntamálaráðuneytið, 2005). Árið 1992 voru því áttatíu og fimm starfsmenntabrautir á efri stigum framhaldsskólanna fluttar í tuttugu og tvo tækniskóla. Þetta markar upphaf tvíundakerfis í Finnlandi (Kyvik, 2004). Finnsku tækniskólarnir starfa samkvæmt sérlögum og eru greindir frá háskólunum. Kennarar eru ekki með háskólatitla og tækniskólarnir geta ekki sótt um stöðu háskóla (Lag om yrkeshögskola no. 351/2003). Nokkurs bóknámsreks hefur gætt í þróun tækniskólanna. Í fyrstu áttu kennarar einungis að vinna að þróunarverkefnum og námi lauk með diplómu sem gjarnan er kölluð „tækniskóla-bachelor“. Þróunin hefur verið sú að kennarar hafa í æ ríkari mæli farið að vinna að stuttum, hagnýtum rannsóknum og í ráði er að efla þann rannsóknarþátt enn frekar (Finnska menntamálaráðuneytið, 2005). Tækniskóla-bachelorinn á ekki langt í land með að fá fulla viðurkenningu sem fyrsta háskólagráða. Tækniskólarnir starfrækja nú einnig viðbótarnám ofan á tækniskóla-bachelor; svokallaðan „tækniskóla-master“. Erfiðlega hefur gengið að fá háskólana til að viðurkenna þá gráðu jafngilda meistaragráðu háskólanna.2 Í norska tvíundakerfinu eru annars vegar hefðbundnir háskólar (universiteter) og sérstakar stofnanir með stöðu háskóla og hins vegar millistofnanir, svokallaðir „ríkis-højskoler“(n. statliga højskoler). Hér er notað norska heitið højskoler. Í lok sjöunda áratugarins var við lýði umfangsmikið tvíhliða kerfi í Noregi þar sem starfræktir voru hlið við hlið tvenns konar starfsmenntaskólar (n. højskoler) sem tóku við af framhaldsskólastiginu. Annars vegar voru landshluta-højskoler (n. regionale højskoler) og hins vegar héraðs-højskoler (n. distrikt højskoler). Þessum skólum fjölgaði mjög á sjöunda og áttunda áratugnum og urðu einnig mun akademískari en upphaflega var ætlunin og á það sérstaklega við héraðs-højskoler. Árið 1994 voru níutíu og átta højskoler sameinaðir í tuttugu og sex ríkis-højskoler. Þessir ríkis-højskoler og hefðbundnu háskólarnir falla undir sömu lög (Lov om universiteter og højskoler no. 22/1995). Þessi lög mörkuðu upphaf tvíundakerfis í Noregi. Mikið bóknámsrek hefur átt sér stað innan norsku højskolanna síðastliðin fimmtán ár og er norska tvíundakerfið næst háskólunum þegar það er borið saman við við tvíundakerfi annarra landa (Kyvik, 2004). Kennarar í ríkis-højskoler eru með háskólatitla og eiga að stunda rannsóknir, en einkum þó hagnýtar og tengdar landshlutum. Námi lýkur með háskólagráðu.3 Ríkis-højskoler geta sótt um stöðu háskóla að hluta til, þ.e.a.s. heimild til að bjóða upp á doktorsnám, en þeir geta einnig sótt um fullgilda stöðu háskóla og hafa tveir þegar fengið hana og fleiri eru að undirbúa slíka umsókn. Þessi staða hefur orðið til þess að nú liggja fyrir tillögur um að sameina allar stofnanir í tvíundakerfinu í átta háskóla (NOU, 2008). Ef af verður tekur Noregur upp sameinað kerfi. Mikil andstaða ríkir gagnvart þessum hugmyndum. Þegar þetta er ritað hafa yfirvöld menntamála í Noregi nýlega lýst því yfir að stofnanir verði ekki þvingaðar til að sameinast. Þær geti þó unnið að sameiningu ef þær kjósa það og þá í samráði við yfirvöld. Ég tel þó allt benda til þess að Noregur taki upp sameinað kerfi í einhverri mynd í náinni framtíð og er það í samræmi við þróun bresku polytechnics-skólanna á tíunda áratugnum. Danskt tvíundakerfi samanstendur annars vegar af hefðbundnum háskólum og skólum með stöðu háskóla og hins vegar af milli- stofnunum, þ.e.a.s. professionshøjskoler, hér þýtt sem fagháskólar. Fram til ársins 2000 var við lýði í Danmörku tvíhliða kerfi sem átti sér langa sögu og var byggt á mjög sterkri hefð fjölmargra lítilla starfsmenntaskóla (d. seminar) vítt og breitt um landið sem hver fyrir sig bauð upp á menntun einnar starfsstéttar, svo sem menntun grunnskólakennara, hjúkrunar- kvenna, blaðamanna o.s.frv. 2 Gyða Jóhannsdóttir (2006) fjallar nánar um bóknámsrek finnsku tækniskólanna. 3 Gyða Jóhannsdóttir (2007) fjallar nánar um bóknámsrek norsku højskolanna. Leiðin liggur í háskólana – eða hvað?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.