Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 37

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 37
35 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 Ísland virðist formlega færast frá háskólaráðandi kerfi yfir í sameinað kerfi án þess að taka upp tvíhliða kerfi og síðar tvíundakerfi eins og á sér stað víðast hvar annars staðar á Norðurlöndum. Íslenska þróunin virðist því mjög ólík þróun hinna landanna og þarfnast nánari skoðunar. Rýnt í þróun íslenska háskólastigsins Dulið tvíhliða kerfi? Þróunin í Finnlandi, Noregi og Danmörku sýnir að það er sterk tilhneiging til þess að færa þær stofnanir sem standa utan við háskólana á háskólastig, jafnvel þótt gerður sé skýr greinarmunur á stofnunum innan skólanna á háskólastiginu. Þessar stofnanir þrýsta mikið á að komast upp að hlið háskólanna hvað varðar öll þau viðmið sem nefnd hafa verið. Í Svíþjóð, þar sem búið var til heilsteypt kerfi, hefur aðgreiningunni samt verið haldið að talsverðu marki í reynd, þótt að forminu til sé sænska kerfið sameinað kerfi. Það eru því ákveðin atriði sem eru sammerkt þróuninni í öllum þessum löndum þótt umgjörðin sé ekki sú sama. Í þessu ljósi var þróunin hér á landi könnuð nánar. Við skoðun á íslensku þróuninni kom í ljós að bæði var erfitt að sjá frá hvaða kerfi var horfið og þá voru sumir háskólar sameinaða kerfisins nokkuð frábrugðnir almennum hugmyndum um háskóla hvað það snerti að þar væru stundaðar rannsóknir og að þeir veittu allar háskólagráður. Samkvæmt lögum um Háskóla nr.136/1997 virðist horfið frá því háskólaráðandi kerfi sem verið hafði við lýði fram að þeim tíma, þar sem stofnanir á stigi æðri menntunar voru annað hvort háskólar eða framhaldsskólar. Þegar betur er að gáð stóðst þessi einföldun ekki í raun þar sem nokkrir skólar sem á sjöunda áratugnum voru starfræktir samkvæmt lagalegum ramma mennta- og sérskólastigs (þriðja skólastig skv. lögum um skólakerfi og fræðsluskyldu nr. 221/1946) höfðu saman þróast frá sérskólastiginu sem þeir voru formlega á og í átt að Háskóla Íslands. Það sama á sér stað á níunda og tíunda áratugnum en þá þróast aðrir skólar sem starfræktir voru innan lagaramma framhaldsskólanna (skv. lögum um skólakerfi nr. 55/1974) í átt að háskólunum. Samkvæmt þessu var kerfið formlega háskólaráðandi kerfi fyrir 1997, en í raun var um að ræða óformlega breytingu í tvíhliðakerfi. Þetta bendir til þess að þótt lögin um háskóla frá 1997 hafi gert ráð fyrir sameinuðu kerfi í kjölfar lagasetningarinnar hafi í raun verið um dulið tvíhliðakerfi að ræða, í rauninni bæði fyrir og eftir lagasetninguna. Hér á eftir eru rakin nokkur dæmi þessu til stuðnings. Fyrsta dæmið er þróun Kennaraskóla Íslands. Í lögum um hann nr. 23/1963 er eins árs kennaradeild stúdenta viðurkennd en þar gátu stúdentar öðlast réttindi til kennslu í barnaskólum. Þessi deild hafði þó í raun verið starfrækt frá 1951 en þá var nemendafjöldi nægur í eina bekkjardeild. Í undirbúningi laganna 1963 var gert ráð fyrir að lengja deildina í tvö ár en því var frestað vegna kennaraskorts. Deildin var lengd í tvö ár árið 1969 (Sigríður Valgeirsdóttir, 1987). Þar sem skilgreining á háskóla fram til 1997 var fyrst og fremst bundin við inntökuskilyrði háskóla, þ.e.a.s. stúdentspróf, má leiða líkur að því að Kennaraskóli Íslands hafi að nokkru leyti starfað á háskólastigi allar götur frá 1951, en að minnsta kosti frá 1971. Tækniskólinn er annað dæmi. Hann var stofnaður 1962 og var starfræktur samkvæmt mennta- og sérskólastigi til 1971. Upp úr 1973 var hann hins vegar að nokkru leyti viðurkennd- ur með stöðu háskóla. Hann bauð upp á nám á framhaldsskólastigi en einnig nám sem var fyllilega sambærilegt námi á háskólastigi og hafði formlega ótvíræða stöðu þess. Orðræðan um Tækniskólann var hins vegar tvístígandi og menn greindi á um hvort hann skyldi talinn til háskóla eða framhaldsskóla. Gott dæmi um þetta er nám í meinatækni, en árið 1966 var Tækniskólanum falið að sjá um og starfrækja það og inntökuskilyrði var stúdentspróf. Árið 1974 var hugað að því að færa námið í Háskóla Íslands enda voru nemendur með stúdentspróf, Leiðin liggur í háskólana – eða hvað?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.