Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Síða 49
Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008
47
Náms- og starfsráðgjöf er ung grein í örum
vexti hérlendis. Síðastliðna áratugi, og ekki
síst undanfarin ár, hefur áhersla verið lögð á
áframhaldandi uppbyggingu ráðgjafar í skólum
(Menntamálaráðuneytið, 2007) og einnig á
vinnumarkaði (Fræðslumiðstöð atvinnulífsins,
2007). Ört vaxandi fjöldi háskólastúdenta
og fjölbreytt námsframboð hefur til dæmis
aukið eftirspurn eftir ráðgjöf um val á námi
við Háskóla Íslands (Náms- og starfsráðgjöf
Háskóla Íslands, 2007). Auk þess hafa stjórnvöld
sett fram skýrari kröfu um skilvirkni opinberra
stofnana (Menntamálaráðuneytið, 2004) sem
kallar á að leiða sé leitað til að gera þjónustu
náms- og starfsráðgjafa og starfseininga þeirra
markvissari og gagnlegri. Þar sem aðaláhersla
hefur verið lögð á uppbyggingu náms- og
starfsráðgjafar hérlendis undanfarin ár kemur
ekki á óvart að árangur hennar hefur lítið verið
metinn á kerfisbundinn hátt á Íslandi. Erlendar
rannsóknir hafa hins vegar sýnt að náms- og
starfsráðgjöf ber árangur (sjá Brown og Ryan
Íslensk þýðing og þáttabygging CTI:
Mat á hamlandi hugsunum í
ákvarðanatöku um nám og störf
María Dóra Björnsdóttir, Sif Einarsdóttir og Jónína Kárdal
Háskóla Íslands
Ágrip: Bandarískur spurningalisti, Career Thoughts Inventory (CTI), metur hamlandi hugsanir við
ákvarðanatöku um nám og starf. Markmið rannsóknarinnar var að kanna próffræðilega eiginleika
og notagildi CTI meðal íslenskra háskólastúdenta. Var listinn þýddur yfir á íslensku og lagður fyrir
314 almenna háskólastúdenta og 93 ráðþega Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands (NSHÍ).
Áreiðanleiki íslenskrar útgáfu CTI og þriggja undirkvarða hans var viðunandi og sambærilegur
við áreiðanleika upprunalegu útgáfunnar. Þáttagreining leiddi í ljós að þáttabygging var aðeins að
hluta til sambærileg við þá bandarísku. Ráðþegar reyndust þó hærri en almennir stúdentar á öllum
kvörðum. Niðurstöður sýna að hægt er að nota listann í heild við mat á hamlandi hugsunum og að
hann greinir á milli þeirra sem leita ráðgjafar og annarra en skoða þarf þáttabyggingu hans og einstök
atriði nánar með tilliti til íslensks veruleika. Niðurstöður benda þannig til að heildarniðurstöður á
CTI-matslistanum geti nýst við endurskipulagningu á þjónustu náms- og starfsráðgjafar með
aukinni áherslu á að meta vanda einstaklings við að taka ákvörðun um nám og starf.
Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008, 47–62
Hagnýtt gildi: CTI-matslistinn (Career Thoughts Inventory) metur hamlandi hugsanir einstaklings
þegar hann þarf að taka ákvörðun um nám og störf. Niðurstöður á CTI-listanum segja til um
umfang hamlandi hugsana og hversu tilbúinn viðkomandi er að taka ákvörðun. Út frá matinu
er hægt að áætla hversu viðamikla ráðgjöf einstaklingurinn þarf, en hærri niðurstöður benda til
umfangsmeiri hamlandi hugsana og þörf fyrir meiri ráðgjöf en lágar. Þó að þáttabygging listans
hafi ekki fengist að fullu staðfest hérlendis mældust þeir einstaklingar sem leituðu ráðgjafar
í Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands í tengslum við val á háskólanámi hærri en almennir
háskólastúdentar á öllum kvörðum CTI-listans. Þetta rennir stoðum undir notagildi listans í
ráðgjöf hérlendis og einnig notagildi líkans um náms- og starfsráðgjöf (CIP) sem hannað hefur
verið í Florida State University og byggist á mati á stöðu einstaklingsins í ákvarðanatökuferlinu.
Einnig er hægt að nota listann í rannsóknarskyni til að meta áhrif mismunandi aðferða í náms- og
starfsráðgjöf á nemendur, eins og opinberir aðilar mælast til. Með slíku mati væri hægt að sýna
fram á árangur ólíkra aðferða í náms- og starfsráðgjöf og þróa þjónustuna sem veitt er í samræmi
við þær aðferðir sem skiluðu bestum árangri.