Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 51

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 51
49 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 hugrænnar kenningar Beck (1967, 1979) um að tilfinningar og hegðun einstaklings ákvarðist að miklu leyti af hugsunum hans um sjálfan sig og umheiminn. Hugræn meðferð gengur út á að bera kennsl á hamlandi hugsanir og skemu sem liggja að baki þessum hugsunum og leiðrétta þær. Einstaklingurinn lærir þannig að leysa vanda og takast á við aðstæður með því að endurmeta og leiðrétta þankagang sinn (Beck, 1979). Kjarni CIP-kenningarinnar er settur fram sem pýramídi um úrvinnslu upplýsinga sem tengjast ákvörðunum um nám og störf (Pyramid of information processing domains) og er þar byggt á kenningu Sternberg (1985) um úrvinnslu upplýsinga (e. triarchic theory of information processing). Pýramídinn er í þremur lögum (sjá 1. mynd.): Neðst eru svið þekkingar (e. knowledge domains) sem skiptast í sjálfsþekkingu (e. self-knowledge), sem aflað er t.d. með áhugakönnunum, og þekkingu á störfum (e. occupational knowledge) (Peterson o.fl., 1991; Sampson o.fl., 2004). Svið ákvarðanatöku (e. decision skills domain) er í miðjum pýramídanum. Innan þess sviðs er CASVE-hringurinn sem sýnir fimm stig ákvarðanatöku (sjá 2. mynd.): Boðskipti (Communication), greiningu (Analysis), samantekt (Synthesis), mat (Valuing) og framkvæmd (Execution) (Peterson o.fl., 1991; Sampson o.fl., 2004). Sé að lokum litið aftur á pýramídann sést að efst í honum er svið framkvæmdar og úrvinnslu (e. executive processing domain) sem vísar til þekkingar einstaklingsins á eigin hugsunum (e. metacognitions) og samanstendur af þremur þáttum sjálfstali (e. self-talk); sjálfsvitund (e. self-awareness); eftirliti og stjórnun (e. monitoring and control). Færni á þessu sviði hefur áhrif á það hvernig einstaklingurinn hugsar (jákvætt og neikvætt) og í framhaldinu ber sig að við að leysa vandamál sem koma upp við leit að námi og starfi (Peterson o.fl., 1991). Jákvætt sjálfstal stuðlar til að mynda að því að einstaklingurinn afli sér nauðsynlegra upplýsinga um störf til að taka ákvörðun og fylgi ákvörðuninni eftir með aðgerðaáætlun en neikvætt sjálfstal gerir það að verkum að hann verður síður virkur í ákvarðanatökuferlinu (Sampson o.fl. ,2004). Pýramídinn lýsir Meta- Executive cognitions processing domain Generic information Decision processing skills skills domain (CASVE) Self Occupational Knowledge knowledge knowledge domains 1. mynd. Pýramídi um úrvinnslu upplýsinga (Pyramid of information processing domains). Úr Peterson / Sampson, Jr. / Reardon. Career Development and Services, 1E. © 1991 Wadsworth, hluti af Cengage Learning, Inc. Endurprentað með leyfi. www.cengage.com/permissions. Íslensk þýðing og þáttabygging CTI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.