Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Qupperneq 79

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Qupperneq 79
Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 77 Þáttur ráðgjafar í samstarfi leikskólakennara og foreldra Jónína Sæmundsdóttir og Sólveig Karvelsdóttir Háskóla Íslands, Menntavísindasviði Hagnýtt gildi: Í greininni er varpað ljósi á þátt ráðgjafar í foreldrasamstarfi en um þann þátt í starfi leikskólakennara hefur lítið verið fjallað. Rannsóknarniðurstöðurnar benda til þess að þörf fyrir ráðgjöf til foreldra fari vaxandi. Slík vitneskja er gagnleg fyrir þá sem skipuleggja starf leikskólanna, svo hægt sé að ætla þeim þætti ráðrúm. Hún hefur einnig hagnýtt gildi fyrir þá sem láta sig varða velferð barna og barnafjölskyldna. Ekki síst er mikilvægt fyrir þá sem taka ákvarðanir um menntun leikskólakennara og undirbúning þeirra fyrir starfið að þekking liggi fyrir á þessu sviði. Ágrip: Hér er greint frá rannsókn sem gerð var meðal leikskólakennara. Markmiðið var að afla upplýsinga um samstarf leikskólakennara og foreldra með áherslu á þátt ráðgjafar við foreldra en tvær nýlegar íslenskar rannsóknir hafa leitt í ljós að foreldrar telja sig þurfa stuðning og ráðgjöf í uppeldishlutverkinu. Rannsóknin hófst með því að tekin voru viðtöl við þrettán leikskólakennara í Reykjavík vorið 2006 um samstarf þeirra við foreldra. Eftir greiningu á viðtölunum voru spurningalistar sendir til 147 leikskólakennara í Reykjavík og á landsbyggðinni þar sem einkum var spurt um ráðgjöf til foreldra. Niðurstöður sýna að ráðgjöf er snar þáttur í starfi leikskólakennara og að foreldrar virðast hafa vaxandi þörf fyrir ráðgjöf. Ráðgjöfin tengist einkum aga, þroska barna og almennri umönnun þeirra. Þátttakendur telja að foreldrar séu oft óöruggir í að setja börnum sínum mörk á sama tíma og agavandi hafi farið vaxandi. Þeir finna fyrir auknum tímaskorti foreldra og að kröfur þeirra til leikskóla og leikskólakennara hafi aukist. Að mati þátttakenda búa leikskólakennarar yfir sérfræðiþekkingu á uppeldi ungra barna sem gæti skýrt hvers vegna foreldrar leita ráðgjafar hjá þeim. Undanfarna áratugi hefur, a.m.k. á Vesturlönd- um, verið lögð vaxandi áhersla á samstarf foreldra og kennara á öllum skólastigum, frá leikskóla til menntaskóla (Smit og Driessen, 2005). Rannsóknir sem sýna ávinning af góðu foreldrasamstarfi fyrir nemendur, foreldra og kennara hafa ýtt undir þessa áherslu (Epstein, 2001; Smit og Driessen, 2005). Meðal þess sem talið er ávinnast við samstarfið eru jákvæð áhrif á þroska og námslega frammistöðu barna, áhuga þeirra, félagsfærni og hegðun (Epstein og Sanders, 2000; Henderson, 1987; Jordan, Orozoco og Averett, 2001). Samstarfið eykur skilning kennara á aðstæðum barna og fjölskyldna þeirra og styður við uppeldi foreldranna (Epstein, 2001; Whalley, 2007). Þá er talið að stuðningur foreldra við skólastarfið hafi jákvæð áhrif á viðhorf þeirra og barnanna til skólans og bæti skólaandann (Jordan, Orozoco og Averett, 2001). Fáar rannsóknir liggja fyrir hérlendis á samstarfi foreldra og leikskólakennara en allnokkrar á samstarfi á grunnskólastigi (sjá t.d. Ernu Björk Hjaltadóttur, 2003; Ingibjörgu Auðunsdóttur, 2006; Nönnu K. Christiansen, 2005). Þessar rannsóknir sýna að foreldrar telja Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008, 77–91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.