Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Síða 112

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Síða 112
110 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 af margvíslegu tagi sem ekki flokkast beinlínis undir atvinnulíf. Ein af ástæðum þess að þeir kenna til dæmis sögu og náttúrufræði er að lýðræðisleg stjórnmál krefjast rökræðu um sam- eiginlegar ákvarðanir. Hætt er við að slík rökræða verði tómur vaðall og vitleysa nema allmargir sem að henni koma hafi lágmarksþekkingu á ýmsum greinum vísinda og fræða. Mannkynið og veröldind. . Ef vel tekst til gerir menntun menn að heimsborgurum og góður skóli getur ekki einskorðað sig við að búa nemendur undir einkalíf, atvinnulíf og þátttöku í lífi einnar þjóðar. Hann hlýtur líka að gefa þeim hlutdeild í heimsmenningunni, háleitum hugsjónum, listum og vísindum. Aðalsmerki menntaðra manna er að þeir hafa lært að skilja og meta sumt af því besta sem mannkynið á sameiginlega. Kennsla í flestum greinum horfir lengra en til þeirra sviða sem hér eru kennd við einkalíf, atvinnulíf og þjóðfélag: Við kennum nemendum mannkynssögu og landafræði að nokkru leyti til að þeir kynnist stærri hluta mannkynsins en þeir hafa beinlínis samskipti við. Kennsla í raunvísindum og félagsvísindum þjónar meðal annars þeim tilgangi að gefa nemendum víðari sjóndeildarhring en þeir þurfa beinlínis á að halda til að geta vel gagnast samfélagi sínu og komist af í einkalífi og atvinnu. Vera má að í ákvæðum framhaldsskólalaga um að skólarnir hafi það hlutverk að efla siðferðisvitund nemenda sinna og kenna þeim að njóta menningarlegra verðmæta felist nokkur viðurkenning á tilveru þessa fjórða hlutverkaflokks, sem ég kenni við mannkynið og veröldina, því siðferði og menningarleg verðmæti fela vissulega í sér sammannleg gildi. Þrátt fyrir þetta fer heldur lítið fyrir umræðu um þetta fjórða svið og ýmislegt ýtir undir að menntun sem ekki býr menn sérstaklega undir tiltekin störf víki fyrir sérhæfingu. Um sumt af því segi ég fáein orð í næsta kafla. Ýmsar námsgreinar sem vel eru til þess fallnar að ala upp heimsborgara og ýta undir að nemendur upplifi sjálfa sig sem hluta af siðmenningu, þar sem sameiginleg mannleg gildi skipta meira máli en eigin stundarhagur, fá heldur lítið rúm í námskrám framhaldsskóla. Hér hef ég einkum í huga bókmenntir, listgreinar, heimspeki og trúarbragðafræði. Þessar greinar eru hornrekur í skólakerfinu, þótt nemendur kynnist sem betur fer íslenskum bókmenntum og að nokkru marki skáldskap á ensku og fleiri tungumálum sem þeir nema. Við marga framhaldsskóla hér á landi eru kynni af Biblíunni og Hómerskviðum eða öðrum uppsprettum vestrænnar menningar ekki einu sinni í boði sem valgreinar. Ætla mætti þó að lágmarksþekking á rótum eigin menningarheims sé forsenda þess að bera hann saman við aðra og átta sig á veröldinni. Þessi menningarfælni skólakerfisins tengist kannski einstaklingshyggjunni sem ég ræddi um hér á undan. Sá sem ekki hugar að öðru en því að uppfylla óskir ungmenna færir þeim varla menningarlegt ríkidæmi sem þau hafa engar forsendur til að leita eftir. Þegar menn hugsa um skóla sem þjónustustofnun snúa þeir hug sínum frá því, sem ætti að blasa við, að í skóla er nemendum ekki þjónað heldur eru þeir gerðir reiðubúnir til þjónustu við náunga sinn, starfsgrein, samfélagið og menninguna. 3. Ný framhaldsskólalög og nám til stúdentsprófs Fram til þessa hefur Aðalnámskrá Mennta- málaráðuneytisins kveðið á um að nám til stúdentsprófs sé 140 einingar eða fjögur námsár. Ákvæði hennar um umfang og innihald stúdentsnáms hafa tryggt að verðandi háskólaborgarar afli sér nokkurrar almennrar menntunar, til dæmis í sögu, tungumálum og náttúrufræði. Ný lög um framhaldsskóla, sem samþykkt voru í vor sem leið, tilgreina aðeins að nám í íslensku, stærðfræði og ensku skuli samtals vera a.m.k. 45 nýjar einingar sem jafngilda Atli Harðarson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.