Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Side 115

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Side 115
113 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 að hægt sé að veita fullgilda kennslu gegnum eintóm tölvusamskipti þegar um er að ræða fög sem eru að hluta verkleg eins og efnafræði eða gera ráð fyrir munnlegri þjálfun eins og tungumál. Einnig er þess að gæta að sú menning sem nemendur tileinka sér með samskiptum við kennara og samnemendur verður líklega harla rýr í roðinu þegar samskiptin eru eingöngu gegnum lyklaborð og skjá. Fjarkennsla selst samt vel því nemendur kvarta yfirleitt ekki þótt einhverju sem ætti með réttu að þjálfa þá í sé sleppt, a.m.k. ekki ef þeir geta treyst á að ekki verði prófað úr því. Við þessar aðstæður verður til samkeppni þar sem skólar reyna að fá nemendur úr öðrum skólum til að taka einn og einn áfanga í fjarnámi eða sumarskóla hjá sér. Kröfuharður skóli tekur hins vegar þá áhættu að nemendur kaupi „erfiðustu“ áfangana annars staðar. Þeir geta samt útskrifast úr kröfuharða skólanum ef honum ber að meta nám frá öðrum. Þetta grefur undan samkeppni um að gefa út prófskírteini sem borin er virðing fyrir en ýtir undir samkeppni um að bjóða nemendum einingar með sem minnstri fyrirhöfn. Getur verið að hugmyndir um skóla sem þjónustustofnanir á markaði þar sem nemendur geta gengið á milli og „keypt“ einn áfanga hér og annan þar hafi leitt menntakerfið á villigötur? Skotinn Adam Smith, sem uppi var á 18. öld, líkti hagrænum hvötum í markaðshagkerfi við ósýnilega hönd sem leiðir menn þannig að þeir geri náunga sínum gagn jafnvel þó þeir reyni aðeins að græða sjálfir. Það má líkja hagrænum hvötum, sem hafa vond áhrif, við ósýnilegan fót sem er brugðið fyrir menn svo þeir koma engu góðu til leiðar jafnvel þótt vilji þeirra standi til þess að gera öðru fólki gagn. Gildandi reglur um fjárveitingar, ásamt þeirri reglu að hver skóli verði að meta nám við alla hina, mynda ósýnilegan fót sem brugðið er fyrir skóla ef þeir reyna að fá nemendur til að vinna vel og erfiða með þroskavænlegum hætti. Eftir því sem ég best veit vinna svona hagrænir hvatar verk sitt nokkuð örugglega, þótt þeir ýti ekki alltaf á miklum hraða. Ef það borgar sig betur fyrir skóla að láta nemendur fá fleiri einingar fyrir minni vinnu, þá þokast starf þeirra smám saman í þá átt. 5. Lokaorð Hvaða áhrif hefur það á menntun og menningu í landinu þegar saman fer „einstaklingsmiðað“ skólastarf af því tagi sem ég hef lýst, menntastefna sem horfir lítt til sammannlegra gilda, og hagrænir hvatar sem ýta undir að skólar komi fram sem þjónustustofnanir þar sem „kúnninn hefur alltaf rétt fyrir sér“? Undanfarin ár hefur ekki verið neinn skortur á gleiðgosalegum talsmönnum framfara, breytinga og jafnvel byltinga í skólakerfinu. Slíkir menn hafa lofsungið flest af því sem ég hef hér sagt að við þurfum að gæta okkar betur á. Minna hefur heyrst í svartsýnum og efagjörnum íhaldsmönnum, svo nýjungagirnin hefur ekki fengið það mótvægi sem hún þarf. Þessi skrif eru tilraun til að bæta þar úr. Mér finnst líka mál til komið að við sem störfum í skólunum stöndum vörð um hefðbundna menntun „nú þegar nauðsyn ber til að neita fjölmörgu því sem yfir oss gengur.“ Þegar vinna við þessa grein var á lokastigi lásu heimspekingarnir Kristján Kristjánsson og Ólafur Páll Jónsson og vinnufélagar mínir í Fjölbrautaskóla Vesturlands, þau Harpa Hreinsdóttir, Hörður Ó. Helgason, Jens B. Baldursson og Jón Árni Friðjónsson, hana yfir og létu mér í té þarfar ábendingar. Ég þakka þeim fyrir hjálpina. Lokaorðin eru úr ljóði eftir Hannes Pétursson sem heitir Bréf um ljóðstafi og birtist í Kvæðasafni hans sem út kom árið 1977. Pistillinn: Hvert stefna íslenskir framhaldsskólar?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.