Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 121
Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008
119Um höfunda
Jónína Sæmundsdóttir er lektor við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið. Hún lauk B.A. prófi
í sálfræði, starfsréttindanámi í félagsráðgjöf og kennslu- og uppeldisfræði til kennsluréttinda frá
Háskóla Íslands. Hún lauk ennfremur M.Ed. prófi með áherslu á ráðgjöf frá Kennaraháskóla
Íslands. Rannsóknir og áhugasvið eru ADHD, ráðgjöf í tengslum við skólastarf og þroski barna og
unglinga. Netfang: joninas@hi.is
María Dóra Björnsdóttir er náms- og starfsráðgjafi við Háskóla Íslands. Hún lauk B.A.-prófi í
sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1997, M.A.-prófi í náms- og starfsráðgjöf frá sama skóla árið
2007 og stundar nú doktorsnám í greininni. Hún hefur rannsakað orsakaeignun foreldra og kennara
á erfiðri hegðun barna í skóla, mat á áhugasviðum og ákvarðanatöku um nám og störf. Netfang
Maríu Dóru er mdb@hi.is.
Már Vilhjálmsson er með B.S.-próf í jarðfræði og einnig kennsluréttindanám frá Háskóla Íslands
og hann lauk Cand Scient gráðu í steingervingafræði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn. Hann
er rektor Menntaskólans við Sund en starfaði áður sem sérfræðingur í Menntamálaráðuneytinu
og sem kennari og deildarstjóri við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Már starfaði um árabil sem
formaður Hagsmunanefndar Hins íslenska kennarafélags og var um tíma í miðstjórn Bandalags
Háskólamanna. Hann er höfundur að nokkrum greinum á sviði jarðvísinda og eftir hann hafa birst
greinar í tímaritum og blöðum um skólamál. Netfang: marv@msund.is.
Ragnhildur Bjarnadóttir er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk kandídatsprófi
í uppeldissálfræði (Cand.pæd.psych.) frá Danmaks Pædagogiske Universitet árið 1989 og
doktorsprófi (Ph.D.) frá sama skóla árið 2002. Á árum áður kenndi hún í grunnskóla, einkum
stærðfræði á unglingastigi, en hefur sinnt kennaramenntun frá árinu 1990. Rannsóknir hennar hafa
einkum beinst að námi unglinga utan skóla og kennaramenntun. Tölvupóstfang: rab@hi.is
Sif Einarsdóttir er dósent í náms- og starfsráðgjöf við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk
B.A.-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1991, M.A.-prófi frá University of Illinois, Urbana-
Champaign 1996 og doktorsprófi frá sama skóla árið 2001. Hún hefur aðallega stundað rannsóknir
á starfsáhuga, próffræðum almennt, einelti og fullorðnum nemendum. Netfang Sifjar er sif@hi.is.
Sólveig Karvelsdóttir er lektor við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið. Hún lauk B.A.-prófi
í uppeldis og menntunarfræði, prófi í náms- og starfsráðgjöf og M.A-prófi í uppeldis- og
menntunarfræði frá Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa að samskiptum og líðan kennara og
nemenda og að samstarfi kennara og foreldra. Hún vinnur nú að rannsókn á fagvitund kennara og
sýn þeirra á eigið starf. Netfang: karvels@hi.is