Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 10

Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 10
Auk kjörinna fulltrúa áttu sæti á kirkjuþingi biskup íslands. sem er forseti þess. kirkjumálaráðherra eða fulltrúi hans. sem að þessu sinni var Hjalti Zóphómasson skrifstofustjóri í dóms - og kirkjumálaráðuneytinu. Með málfrelsi og tillögurétt vígslubiskupamir: sr. Bolli Gústavsson og sr. Sigurður Sigurðarson. Á fyrsta fundi auka-kirkjuþings ávarpaði Þorsteinn Pálsson, dóms- og kirkjumálaráðherra þingheim og hafði ffamsögu um frumvarp til laga um stöðu. stjóm og starfhætti þjóðkirkjunnar. Þingfundir sem urðu alls 4 hófust allir með helgistund, sem biskup Islands annaðist. Fundir í nefndum þingsins: Fjárhagsnefhd 2 , kjörbréfanefnd 1, löggjafamefod 2, þingfararkaupsnefhd 2. Fyrir þingið vom lögð 3 mál. Þau hlutu öll þinglega afgreiðslu og fara hér á eftir eins og þingið afgreiddi þau. Fimmtudaginn 23. janúar 1997 bauð sóknamefhd og starfsfólk Bústaðakirkju kirkjuþingsmönnum, starfsfólki og gestum til kaffrsamsætis í safiiaðarsal kirkjunnar. Þingslitaræða biskups birtist í lok Gerða kirkjuþings. Setningaræða biskups við auka-kirkjuþing 1997 Ráðherra góðir kirkjuþingsmenn , starfsfólk og gestir. Ég bý ykkur velkomin til þessa auka-kirkjuþings. Em það nýmæli, að ekki skuli vera látið við það sitja að koma saman í október svo sem venjan býður. Mætti því ætla, að æði sterk rök hafi hnigið að því að kveðja þetta þing saman með þeim hætti, sem gert hefur verið. Þarf vitanlega ekki að vera að rifja það upp í löngu máli, hveijar ástæður em. Þær em okkur kunnar. Get ég því aðeins samþykktar síðasta reglulegs þings, þar sem ákveðið var, að aukaþing skyldi haldið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. En þau vom, að nefndimar tvær, sem skiluðu áfangaskýrslum á því þingi, lykju störfum sínum og kirkjumálaráðherra teldi góðar líkur á því, að unnt mundi að leggja frumvörp þau, sem kirkjuþing væntanlega samþykkir, fyrir Alþingi nú á vorþingi og hefði til þess stuðning ríkisstjómar og þingflokka meirihlutans. 4

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.