Gerðir kirkjuþings - 1997, Blaðsíða 12

Gerðir kirkjuþings - 1997, Blaðsíða 12
atkvæðisrétt, þó þeir séu ekki ráðnir af kirkjumálaráðherra. svo og þeir prestar. sem kallaðir eru af söfnuðum til þjónusm í fullu starfi og fá greitt af safnaðarfé, auk þeirra presta, sem þjóna við biskupsembættið. Virðist þama vera um að ræða eðlilega leiðréttingu, sem ég vona, að þetta aukaþing afgreiði. En ástæðan fyrir því, að þetta mál er ekki látið bíða prestastefhu í sumar og kirkjuþings í haust, er vitanlega sú, að biskupskosningar eru fynrhugaðar á þessu ári. Ég hef þegar tilkynnt ráðherra ákvörðun mína um starfslok við næsm áramót og rætt það við vígslubiskupa. Er því nauðsynlegt að fara þess á leit við þetta auka-kirkjuþing, að það heimili umfjöllun um þessar breytingar á lögum um biskupskosningar og afgreiði þessar tillögur. En þær breytingar á starfslokum mínum, sem kunnar urðu í fyrra, hafa það m.a. í for með sér, að ekki eru lagðar fram fleiri brevtingar við lögin um biskupskosningar né heldur endurflutt ffumvarpið, sem kirkjuþing samþykkti f\'rr. en hefur ekki verið lagt fram á Alþingi, eða að gerðar séu tillögur um heildar endurskoðun laganna. Það verður að bíða annars tíma. Ég fór þess á leit, að ræðum yrði stillt í hóf svo og lengd þeirra. Ætla ég að sýna eðlilegt fordæmi með því að hafa þessa setningarræðu mína í styttra lagi líka. En hlýt þó að geta þess og fagna því um leið, að nú er bókin um kirkjuþing og kirkjuráð tilbúin og verður afhent kirkjuþingsmönnum. Séra Magnús Guðjónsson. fym’erandi biskupsritari tók að sér á sínum tíma að vinna þetta verk og var þá miðað við tímamót í sögu þessarar stofnana. Verkið hefur dregist nokkuð, en nú er því lokið. Það mun vitanlega sannast við lestur, að mönnum mun finnast ýmislegt vanta og jafnvel öðru ofaukið. En í því sambandi vil ég minna á það, að drög þessarar bókar voru lögð fram á kirkjuþingi og menn hvattir til að kynna sér þau og koma með ábendingar. Einnig var leitað til einstaklinga, sem hafa reynslu af störfum kirkjuþings og kirkjuráðs og þeir beðnir um athugasemdir. Séra Magnús tók fuslega við hveiju því sem hann fékk til að vinna úr og var reiðubúinn að taka allt það til endurskoðunar, sem bætt gat verkið. Þakka ég honum enn fyrir samviskusemi og þolgæði og óska honum til hamingju með þessa bók, sem ég tel sannarlega fulla þörf fyrir. Þá vil ég einnig geta þess, að Gjörðir kirkjuþings 1996 áttu að vera tilbúnar og afhentar á þessum fyrsta fundi og hefði það verið mun fyrr en tíðkast hefur. En því miður urðu tafir á yfirferð hjá ritara, svo að bíða verður nokkuð lengur. Þakka ég þeim, sem að hafa unnið og árétta, að það ber mikla nauðsyn til að afrakstur kirkjuþinga komist sem fyrst í umferð og sé miðað við þessa samantekt, þegar kirkjuþingsmenn fjalla um málefni kirkjuþinga á héraðsfundum eða sérstökum leiðarþingum. Ég þakka messuna áðan, predikun og altarisþjónustu ásamt orgelleik og söng og býð þingmenn velkomna svo og starfsmenn þingsins. Guð gefi öllum í miskunn sinni náð til þess að ráða svo málum, að kirkju landsins gagnist vel og verði hún fyrir umfjöllun okkar enn ljúfara tæki í hönd hins upprisna til þess að leiða þjóð fram fyrir hann og þiggja blessun hans. Til þess að svo megi verða, ber okkur hér að sýna fordæmi góðrar samstöðu með skilningi og hollustu í anda kærleikans, sem Páll sagði það dýrmætasta, sem einkenni líf nokkurs manns. Verið velkomin til starfa á þessu tímamótaþingi. Auka-kirkjuþing 1997 er hér með sett. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.