Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 14

Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 14
1997 AUKA-KIRKJUÞIN G 1. mál hefur jafnframt yfirumsjón með því að ríkisvaldið veiti þjóðkirkjunni þann stuðning sem því ber að veita henni lögum samkvæmt og hefur umsjón með því að þjóðkirkjan og stofnanir hennar fari að lögum. Um stöðu þjóðkirkjunnar sem opinbers trúfélags fer eftir I. kafla laga um trúfélög, nr. 18/1975, eftir því sem við getur átt. III. KAFLI Stjórn og starfsskipan. 1. Almennt. 5. gr. Þjóðkirkjan ræður starfi sínu innan lögmæltra marka. 2. Biskup íslands. Almennt. 6. gr. ísland er eitt biskupsdæmi. Biskup íslands fer með yfirstjóm þjóðkirkjunnar ásamt öðrum kirkjulegum stjómvöldum eftir því sem nánar er mælt fyrir um í lögum þessum. Hann hefur aðsetur í Reykjavík. Biskupskosning. 7. gr. Kjörgengur til biskupsembættis er hver guðffæðikandídat sem fullnægir skilyrðum til þess að gegna prestsembætti í þjóðkirkjunni. 8. gr. Kirkjuþing setur reglur um kosningu biskups íslands. Skipun biskups íslands. 9. gr. Forseti íslands skipar biskup Islands. Starfssvið biskups Islands o.fl. 10. gr. Biskup Islands hefur tilsjón með kristnihaldi, kenningu kirkjunnar og starfi hennar í landinu. Hann er forseti kirkjuráðs. Hann fylgir eftir reglum er kirkjuþing setur, samþykktum kirkjuþings og markaðri stefnu þess og prestastefnu og hefur ákvörðunarvald um einstök mál, nema þau heyri undir önnur stjómvöld þjóðkirkjunnar samkvæmt lögum þessum. Biskup vígir kirkjur. Biskup vígir presta og djákna og setur þeim vígslubréf. Heimilt er biskupi að vígja til prestsembættis og djáknaþjónustu einstaklinga sem hafa verið kallaðir til þjónustu af evangelísk-lútherskum fríkirkjusöfnuðum í landinu. 8

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.