Gerðir kirkjuþings - 1997, Page 20

Gerðir kirkjuþings - 1997, Page 20
1997 AUKA-KIRKJUÞING 1. mál 30. gr. Héraðsnefnd prófastsdæmis skal starfa á milli héraðsfunda og er hún ffamkvæmdanefnd héraðsfundar. Prófastur er formaður héraðsnefhdar en héraðsfundur kýs aðra nefndarmenn til fjögurra ára í senn. Héraðsnefhd fer með stjóm héraðssjóðs. 31. gr. Nánari reglur um héraðsfundi og héraðsnefndir skal setja í starfsreglur. sbr. 60. gr. 8. Prestar. Almennt. 32. gr. Þjónandi prestur þjóðkirkjunnar er hver sá sem á grundvelli köllunar og vígslu gegnir föstu prestsstarfi í þjóðkirkjunni. Hann lýtur tilsjón kirkjulegra stjómvalda í kirkjulegum efnum þótt hann gegni launuðu starfi á vegum aðila sem ekki heyra undir þjóðkirkjuna. jo. gr. í hveiju prestakalli skal vera einn sóknarprestur. Sóknarprestur er hirðir safhaðar og gegnir prests- og predikunarembætti samkvæmt vígslubréfi og eftir því sem reglur og venjur segja til um. 34. gr. I fjölmennum prestaköllum er heimilt að skipa fleiri presta en einn. Séu prestar fleiri en einn í prestakalli skulu þeir undir forystu sóknarprests skipta með sér störfum í samræmi við almennar starfsreglur þar að lútandi, sbr. 60. gr. 35. gr. Biskupi íslands er heimilt að ákveða að í prófastsdæmum starfi héraðsprestar er hafi með höndum eftirtalin verkefhi: 1. Að vera til aðstoðar í fjölmennum eða víðlendum prestaköllum. 2. Að þjóna í forföllum. 3. Að annast tiltekin sérverkefni. Embættisgengi presta o.fl. 36. gr. Ráðherra skipar í embætti sóknarpresta. Biskup Islands skipar í önnur prestsembætti, sbr. 34. 35., 43. og 44. gr. 37. gr. Almenn skilyrði til skipunar eða setningar í prestsembætti eru þessi: 1. 25 ára aldur. Biskup íslands getur þó veitt undanþágu frá því ákvæði. 2. Embættispróf frá guðfræðideild Háskóla íslands eða ffá viðurkenndri guðfræðideild eða guðfræðiskóla, og skal biskup íslands leita umsagnar guðfræðideildar Háskóla íslands um hið síðamefhda. 14

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.