Gerðir kirkjuþings - 1997, Síða 23
1997
AUKA-KIRK JUÞIN G
1. mál
48. gr.
Kirkjusókn er félag þess fólks innan þjóðkirkjunnar sem býr innan
sóknarmarka.
Kirkjusókn er sjálfstæð fjárhagsleg og félagsleg eining en tengist öðrum
sóknum innan sama prestakalls. ef um það er að ræða. með samstarfi sbr. 57. gr. eða á
annan hátt sem héraðsfundur kann að mæla fyrir um eða einstakar sóknamefndir
stofna til. Þá tengjast kirkjusóknir öðrum sóknum innan prófastsdæmis með
sameiginlegum héraðsfundi.
Sóknarmenn eru allir þeir sem lögheimili eiga í sókn, miðað við 1. desember
næstliðinn, hafa hlotið skím og em skráðir í þjóðkirkjuna. Um skráningu óskírðra í
þjóðkirkjunni fer að öðm leyti eftir ákvörðun laga um trúfélög nr. 18/1975.
Sóknarmenn eiga rétt á kirkjulegri þjónustu í sókn sinni og bera sameiginlega
skyldur eftir því sem nánar er kveðið á um í lögum eða með lögmæltum ákvörðunum.
Skipan sókna, prestakalla og prófastsdœma.
49. gr.
Kirkjuþing setur starfsreglur skv. 60. gr. um skipan sókna, prestakalla og
prófastsdæma. í umræddum starfsreglum skulu m.a. vera reglur varðandi skiptingu
kirkjusóknar, sameiningu sókna og um sóknarmörk, svo og um niðurlagningu kirkju
eða tilfærslu.
50. gr.
Þingvallaprestakalli gegni prestur er ráðherra skipar til fimm ára í senn að
fengnum tillögum biskups og Þingvallanefhdar.
Safnaðarfundir.
51. gr.
Aðalsafnaðarfund skal halda ár hvert. Þar skulu rædd málefni sóknarinnar, þar
á meðal þau mál, sem lögmælt er að undir fundinn séu borin, svo og þau mál sem
héraðsfundur, sóknarprestur, prófastur, biskup íslands eða kirkjumálaráðhera skýtur
þangað. Aðalsafnaðarfundur er vettvangur starfsskila og reikningsskila af hendi
sóknamefndar og einstakra nefnda innan sóknarinnar.
Aðalsafnaðarfundur fer með ákvörðunarvald innan sóknarinnar í málum þeim
sem undir fundinn heyra samkvæmt lögum eða lögmæltum ákvörðunum.
Aðra safnaðarfundi skal halda ef meiri hluti sóknamefndar óskar þess eða einn
fjórði hluti sóknarmanna sem atkvæðisrétt eiga á safnaðarfundum.
Sóknarmenn njóta kosningarréttar og kjörgengis á safnaðarfundum þegar þeir
em fullra sextán ára.
Skipun, störf og starfshættir sóknarnefnda.
Almennt.
52. gr.
I hverri kirkjusókn er sóknamefhd sem annast rekstur og framkvæmdir á
vegum sóknarinnar og styður kirkjulegt starf í sókninni ásamt sóknarpresti og
starfsmönnum sóknarinnar.
Sóknamefhd skal kosin til fjögurra ára í senn.
Sóknamefhdarmenn em þrír í sóknum þar sem sóknarmenn em færri en 300,
en ella fimm, þó svo að þegar sóknarmenn em 1.000 hið fæsta mega
17