Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 29
1997
AUKA-KIRKJUÞING
1. mál
endurskoðunar og samræmingar þeirrar löggjafar þótt nefndin telji það ekki í sínum
verkahring að annast víðtækari endurskoðun kirkjulöggjafarinnar en hér um ræðir.
II.
Um alllangan aldur hafa hér verið náin tengsl milli ríkis og kirkju. Voru þau
m.a. staðfest á formlegan hátt í stjómarskránni ffá 1874 — þótt eldri væm í reynd —
en styrktust síðar með ýmsum hætti, m.a. snemma á þessari öld þegar breyttri skipan
var komið á vörslu “kirkjueigna”, svokallaðra, og ríkið tók í reynd að sér
launagreiðslur til presta þjóðkirkjunnar þótt þær byggðust í fy'rstu á arði af eignastofni
kirkna landsins.
Fyrr á öldum var sjálfstæði íslensku kirkjunnar mikið. Var kirkjan lengi sér
um fjármál og innri stjóm og á fyrstu öldum kristni í landinu kom hún fram sem
sjálfstæður aðili gagnvart ríkisvaldinu (t.d. vom gerðir sáttmálar milli ríkisvalds og
kirkjuvalds). Fyrrum hafði kirkjan sína eigin tekjustofna sem hún ráðstafaði til eigin
þarfa — enda hlutverk hennar í “veraldlegum” efnum þá víðtækari en síðar varð — en
á síðari öldum fór þó konungsvaldið að hlutast til um málefhi kirkjunnar, enda fylgdi
það kenningu Lúthers að kristinn þjóðhöfðingi bæri sérstakar skyldur og ábyrgð
gagnvart henni.
Sé litið til grannþjóða okkar í austri og vestri, þar sem alls staðar ríkir trúffelsi,
fer ekki á milli mála að skipan á kirkjumálum er þar með mjög misjöfnum hætti, allt
eftir hefðum og ríkjandi skoðunum. Víða em starfandi þjóðkirkjur, svokallaðar, sem
sumar em tengdar ríkisvaldinu, svo sem er á Norðurlöndum, en aðrar hafa fullt
sjálfstæði í innri málum þótt ríkisvaldið veiti þeim stuðning, svo sem er í Þýskalandi.
I Bandaríkjunum er hins vegar ekki um neina þjóðkirkju að ræða, svo sem kunnugt er.
Ovíða munu tengsl ríkis og kirkju vera meiri en meðal Dana, en þar er vart um að
ræða neina sjálfsstjóm þjóðkirkjunnar gagnvart almannavaldinu. Meðal grannþjóða
okkar hafa orðið miklar breytingar á kirkjuskipan hin síðari ár og kynnti nefndin sér
þær breytingar ásamt þeim umræðum sem orðið hafa í þeim löndum. Má um þetta efni
m.a. vísa til áfangaskýrslu nefhdarinnar sem lögð var fýrir kirkjuþing haustið 1993.
Engu að síður varð það niðurstaða nefndarinnar að byggja sem mest á ráðandi
kirkjuhefð hér á landi að því marki sem hún verður talin samrýmast þörfum nútímans.
Þrátt fýrir þau tengsl sem eru hér á landi milli ríkis og kirkju hefur íslenska
þjóðkirkjan sjálfstæði í innri málum sínum, þ.e. hvað varðar guðþjónustuna, helgisiði,
skím, fermingu og veitingu sakramentanna, sbr. 13. gr. laga nr. 48/1982. Ytri málum
kirkjunnar, svo sem skipan prestakalla og prófastsdæma, veitingu prestakalla og
biskupskosningu, er hins vegar ráðið með lögum frá Alþingi. Kirkjumálaráðherra
hefur og í reynd mikil völd á þessu sviði þótt hefð sé fýrir því að hann beiti þeim af
hófsemi.
Lengi vel fékk þessi skipan mála að standa án umtalsverðra mótmæla
kirkjunnar manna eða annarra, en á síðustu árum hafa hins vegar farið fram allnokkrar
umræður um réttarstöðu íslensku þjóðkirkjunnar, einkum þó um afstöðu hennar til
ríkisvaldsins (löggjafarvalds og framkvæmdarvalds). Er þar bæði átt við umræður á
kirkjulegum vettvangi, einkum á kirkjuþingi, en aðrir aðilar hafa einnig látið til sín
heyra þótt eigi fari sérlega hátt, m.a. í þá veru að slíta beri öll tengsl milli ríkis og
kirkju. Eigi verður þó talið að nú um stundir eigi svo róttækar hugmyndir fýlgi að
fagna meðal alls þorra Islendinga og miðast efni þessa frumvarps m.a. við þá ætlan
nefhdarinnar.
23