Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 30
1997
AUKA-KIRK JUÞIN G
1. mál
Því ber ekki að neita að upp á síðkastið hefur ríkisvaldið í reynd látið
þjóðkirkjunni eftir aukið sjálfræði í margvíslegum málum og séð fyrir sérstökum
tekjustofhum ýmissa starfseininga kirkjunnar. Hefur sú þróun og aukin ábyrgð
kirkjunnar manna, sem henni fylgir, tvímælalaust orðið til þess að efla starfsemi
þjóðkirkjunnar í heild og mun almennt hafa mælst vel fyrir.
III.
í 62. gr. stjómarskrár lýðveldisins Islands frá 1944 segir að hin evangelisk-
úterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Islandi og skuli ríkisvaldið að því leyti styðja
hana og vernda. Ákvæði þetta hefur staðið í stjómarskránni allt frá 1874, en
upphaflega var þó notað orðalagið “hið opinbera” í staðinn fyrir “ríkisvaldið”. I
stjómarskránni, sem er hin æðsta réttarheimild, em ekki gefm nánari fyrirmæli um
þetta efni, t.d. um það hvemig ríkisvaldið skuli styðja þjóðkirkjuna og vemda. Með
“ríkisvaldinu” er vafalaust átt við alla þætti þess, þ.e. löggjafarvald, framkvæmdarvald
og dómsvald og þær stofnanir sem með þessi málefhi fara — einkum þá að sjálfsögðu
tvo fyrri þættina. Nánari framkvæmd þessa stjómarskrárákvæðis er því í höndum
ríkisvaldsins og ber Alþingi fyrst og fremst ábyrgð á því að með almennum lögum sé
tryggt að skilyrðum ákvæðisins sé fullnægt.
Það sem mestu máli skiptir varðandi það efhi sem hér er til meðferðar er það
að af þessari stjómarskrárgrein verður sú ályktun dregin, svo að tvímælalaust er, að
ríki ogþjóðkirkja eru ekki eitt — þ.e. tiltekinn aðili, ríkið, á að styðja og vemda annan
aðila, þjóðkirkjuna. Skilyrði þess að vera íslenskur ríkisborgari annars vegar og
þjóðkirkjuþegn hins vegar þurfa heldur ekki að fara saman, svo sem kunnugt er. Það
breytir ekki þessari niðurstöðu að mjög náin tengsl em milli ríkisvaldsins og
þjóðkirkjunnar. Hún er eftir sem áður sjálfstæð stofnun , sjálfstæður réttaraðili, sem
getur borið, og ber, réttindi og skyldur að lögum. Þjóðkirkjan og stofhanir hennar geta
því m.a. átt eignir sem njóta m.a. fullrar vemdar 67. gr. stjómarskrárinnar og verða
eigi af þeim teknar nema ströngum skilyrðum þeirrar greinar sé fullnægt, enda komi
þá ætíð fullt verð fyrir eins og þar er mælt fyrir um.
Þegar talað er um íslensku þjóðkirkjuna sem stofnun er hafi a.m.k. nokkurt
sjálfstæði eftir lögum og venju og verði eigi talin sem hver annar angi ríkisvaldsins
verður að minnast þess að hugtakið þjóðkirkja verður ekki til hér á landi fyrr en með
tilkomu stjómarskrárinnar frá 1874, en fyrirmynd viðkomandi ákvæðis var hliðstætt
ákvæði í grundvallarlögunum dönsku.
IV.
í kjölfar þeirrar nýlegu umræðu og þróunar um áherslubreytingar á sambandi
eða samskiptum ríkis og kirkju, sem fyrr var getið, var lögð fram á kirkjuþingi 1992
tillaga til þingsályktunar um skipulag íslensku þjóðkirkjunnar. Flutningsmaður hennar
var dr. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur á Reynivöllum. Var tillagan síðan
samþykkt í eftirfarandi mynd:
“Kirkjuþing felur kirkjuráði að skipa nefnd til að gera úttekt á skipulagi
íslensku þjóðkirkjunnar og sambandi hennar við ríkisvaldið samkvæmt nánari
verklýsingu byggðri á greinargerð sem fylgdi upphaflegu tillögunni. í nefndinni sitji
fimm menn tilnefndir af: biskupi og gegni sá formennsku, kirkjumálaráðherra,
guðfræðideild Háskóla íslands, stjóm Prestafélags íslands og lagadeild Háskóla
24