Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 32

Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 32
1997 AUKA-KIRKJUÞING 1. mál vitað er að margt er nú óskýrt eða jafhvel á huldu um réttarstöðu kirkjunnar og þjóna hennar á ýmsum sviðum. V. Auk þess sem fýrr er komið skal þetta sagt um meginatriði frumvarpsins. en einstök ákvæði þess verða hins vegar skýrð í síðari hluta þessarar greinargerðar: Kveðið er á um að íslenska þjóðkirkjan sé sjálfstætt trúfélag á evangelísk- lúterskum grunni. Njóti hún sjálffæðis gagnvart ríkisvaldinu innan lögmæltra marka. Þjóðkirkjan og stofnanir hennar njóti sjálfstæðrar eignhelgi og komi fram sem sjálfstæðir aðilar gagnvart almannavaldinu. Rikisvaldinu beri að styðja og styrkja íslensku þjóðkirkjuna og greiði íslenska ríkið henni árlegt framlag sem miðist við að það nægi til reksturs hennar ásamt öðrum tekjustofhum hennar, lögbundnum sem ólögbundnum. Kirkjumálaráðuneylið hafi með höndum tengsl við þjóðkirkjuna af hálfu ríkisvaldsins að því er varðar fjárlagagerð og haft jafnframt yfirumsjón með því að ríkisvaldið veiti þjóðkirkjunni þann stuðning sem því ber að veita henni lögum samkvæmt. Jafhframt hafí ráðuneytið umsjón með því að þjóðkirkjan og stofhanir hennar fari að lögum. Mælt er fýrir um að íslenska þjóðkirkjan ráði starfí sínu innan lögmæltra marka. Er þamæst fjallað á allítarlegan hátt um stjómunar- og starfseiningar þjóðkirkjunnar og starfsmenn hennar (þar með talið stöðu þeirra sem opinberra starfsmanna), auk þess sem sérstaklega er fjallað um reglur þær um almenna kirkjuskipan er kirkjuþingi er ætlað að samþykkja og áður var getið.” Athugasemdir við einstakar greinar og kafla frumvarpsins. Um 1. gr. í 1. mgr. greinarinnar er fjallað um trúfræðilega undirstöðu þjóðkirkjunnar á Islandi sem sjálfstæðs trúfélags. Er tekið fram að starfsemi hennar byggist á evangelísk-lúterskum grunni. í því felst að kenningargrundvöllur þjóðkirkjunnar byggist á eftirtöldum játningarritum: 1. Postullegu trúaijátningunni. 2. Níkeujátningunni. 3. Aþanasíusaijátningunni. 4. Hinni óbreyttu Ágsborgaijátningu frá 1530. 5. Fræðum Lúthers hinum minni. I 2. mgr. er byggt á þeirri skipan mála varðandi stuðning við þjóðkirkjuna af hálfu ríkisvaldsins sem gert er ráð fýrir í 1. mgr. 62. gr. stjómarskrárinnar, enda er ákvæðum frumvarpsins, ef að lögum verða, á engan hátt ætlað að breyta fjárhagslegum skyldum ríkisvaldsins við þjóðkirkjuna þótt sjálfstæði hennar um innri málefni verði aukið frá því sem nú er, sbr. þó það sem greinir varðandi samkomulag ríkis og kirkju um kirkjujarðir og launagreiðslur. I 3. mgr. er lagt til að skím í nafni heilagrar þrenningar og skráning í þjóðskrá veiti aðild að þjóðkirkjunni. Eigi er skilyrði að skím hafí farið ffarn innan vébanda þjóðkirkjunnar þar eð þjóðkirkjan viðurkennir hveija þá skím sem framkvæmd er í nafni heilagrar þrenningar. 26

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.