Gerðir kirkjuþings - 1997, Page 34

Gerðir kirkjuþings - 1997, Page 34
1997 AUKA-KIRKJUÞING 1. mál sín verði aukið mjög frá því sem nú er. Er lagt til að kirkjumálaráðuneytið hafi, enn sem fyrr, með höndum nauðsynleg tengsl við þjóðkirkjuna að því er varðar fjárlagagerð af hálfu stjómarráðsins. Jafnframt virðist rétt og sjálfsagt að sama ráðuneyti hafi yfirumsjón með því að ríkisvaldið veiti þjóðkirkjunni lögmæltan og stjómarskrárvarinn stuðning, en því hlýtur einnig að fylgja umsjón með því að þjóðkirkjan og stofnanir hennar fari að lögum. Um III. kafla. í III. kafla, sem er meginkafli frumvarps þessa, er fjallað í allítarlegu máli um stjóm og starfsskipan íslensku þjóðkirkjunnar. Tekur það bæði til embættismanna hennar, stjómarstofnana og starfseininga. Haft skal í huga að til þess er ætlast að kirkjuþing samþykki sérstakar starfsreglur (sjá einkum 60. gr.) sem verði til fyllingar og viðbótar mörgu því sem kveðið er á um í kafla þessum. Rétt er að geta þess að mörg ákvæði þessa kafla frumvarpsins em tekin að meginstofni úr gildandi lögum og þá með þeim brethingum einum sem leiðir beinlínis af þeirri skipan, sem frumvarpið byggist á, að stjómunarvald verði fært frá ráðherra til kirkjulegra stjómvalda. Þykir að jafnaði óþarfi að geta þessa atriðis sérstaklega um hverja grein fyrir sig sem þetta á við um. Um 5. gr. í ákvæði þessu, sem ætlað er að hafa almennt gildi um starfsvettvang íslensku þjóðkirkjunnar, er áréttuð sú meginstefna höfunda frumvarpsins, sem þegar birtist með öðm orðalagi í 1. mgr. 2. gr., að þjóðkirkjan ráði sjálf starfi sínu og starfsháttum innan þess ramma sem löggjafmn hefur markað. Um 6. gr. Greinin er efnislega samhljóða 35. gr. laga nr. 62/1990. Um 7. gr. Greinin er efnislega samhljóða 1. gr. laga nr. 96/1980. Um 8. gr. Hér er lagt til að kirkjuþing setji reglur um kosningu biskups íslands og þar með séu lög um biskupskosningu, nr. 96/1980, felld úr gildi, sbr. 65. gr. ffumvarpsins. Um 9. gr. I greininni er gert ráð fyrir óbreyttri skipan frá því sem nú er. Um 10. gr. Greinin er að mestu leyti efnislega samhljóða 1. og 2. mgr. 36. gr. laga nr. 62/1990. Um 11. gr. Akvæði þetta er nýmæli. Mikilvægt er að í lögum sé m.a. kveðið á um hvemig skuli fjallað um meint aga- og siðferðisbrot innan íslensku þjóðkirkjunnar, svo og um lausn ágreiningsmála, en um þetta gilda nú eigi skýrar reglur. Lagt er til að sett verði á 28

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.