Gerðir kirkjuþings - 1997, Page 37

Gerðir kirkjuþings - 1997, Page 37
1997 AUKA-KIRKJUÞING 1. mál skjóta til kirkjuráðs til endanlegrar úrlausnar, en undantekning er þar gerð um ákvarðanir biskups á sviði kirkjuaga og kirkjukenningar, svo og um ágreiningsefni, en jafnframt er kveðið á um að ákvörðunum kirkjuráðs á sviði eiginlegrar stjómsýslu verði eigi áfrýjað til kirkjuþings, enda hentar kirkjuþing ekki sem áfrýjunaraðili. í 26. gr. kemur fram að kirkjuráð í samráði við forseta kirkjuþings undirbúi fúndi kirkjuþings og fýlgi eftir samþykktum þess. Með þessu er gert ráð fýrir því að kirkjuþing, í þessu tilviki forseti þess, beri ásamt kirkjuráði ábyrgð á undirbúningi kirkjuþings og því að fylgja eftir samþykktum þingsins. Um 27. gr. Greinin er að nokkru leyti samhljóða 39. gr. laga nr. 62/1990, nema hvað m.a. er bætt við ákvæðum um tillögu- og umsagnarrétt prestastefnu um mál er varða kenningu kirkjunnar og helgisiði, sbr. núgildandi lög um kirkjuþing. Um 28. — 31. gr. Greinamar em að mestu leyti samhljóða efni V. kafla laga nr. 62/1990, sbr. og ákvæði VII. kafla laga nr. 25/1985. Vakin skal athygli á því að í 28. gr. frumvarpsins er lagt til að biskup Islands geti skipað prófasta til að hafa umsjón með tilteknum þáttum kirkjulegrar þjónustu án þess að starf prófasts sé bundið við hin hefðbundnu prófastsdæmi, og gæti starfssvið þess háttar prófasts því t.d. verið landið allt. Um 32. gr. Grein þessi er nýmæli að því leyti að áður hefur eigi verið í lögum skilgreining á hugtakinu “þjónandi prestur” í íslensku þjóðkirkjunni, en hér er lögð áhersla á sjálfstæði prests gagnvart aðilum er hann starfar hjá en ekki heyra undir þjóðkirkjuna, svo sem sjúkrahús, fangelsi og þess háttar, þannig að í kirkjulegum efnum lúti hann einvörðungu yfirstjóm kirkjulegra stjómvalda þótt hann verði að öðm leyti að hlíta margvíslegum starfsreglum sem eðli máls hljóta að eiga við á viðkomandi vinnustað. Um 33. gr. 1. málsl. greinarinnar samsvarar 1. mgr. 3. gr. laga nr. 62/1990. I 2. málsl. er skilgreining á sóknarprestsembættinu samkvæmt guðfræðilegri og kirkjuréttarlegri hefð. Um 34. gr. Greinin ber að nokkm með sér tímabært nýmæli, miðað við núgildandi lög, en þarfnast að öðm leyti ekki skýringar. Um 35. gr. Greinin er að mestu leyti sama efnis og 9. gr. laga nr. 62/1990, nema hvað lagt er til að starfsheitið héraðsprestur verði notað í stað heitisins farprestur sem nú er lögmælt. Um 36. gr. Greinin þarfnast ekki skýringar. Um 37. gr. Greinin samsvarar að mestu 16. gr. laga nr. 62/1990. 31

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.