Gerðir kirkjuþings - 1997, Blaðsíða 40
1997
AUKA-KIRKJUÞING
1. mál
er segir um þessi efni í almennum hluta þessarar greinargerðar. Er til þess ætlast að
margs konar reglur af því tagi verði með tímanum settar um kirkjuleg málefhi sem
e.t.v. geti smám saman tekið að nokkru við hlutverki eiginlegrar löggjafar um
starfsemi íslensku þjóðkirkjunnar. Þá er og mælt fyrir um staðfestingu kirkjuþings á
stofiiskrám ýmissa kirkjulegra stofnana og þess háttar. en jafhframt skal hér minnt á
að reikningshald kirkjulegra stofnana skal hljóta fullnægjandi endurskoðun undir
yfirumsjón kirkjuþings, sbr. 20. gr. ffumvarpsins.
Um 61. gr.
Hér er kveðið á um launagreiðslur þeirra starfsmanna þjóðkirkjunnar sem fara
um ríkissjóð. Grein þessi er í samræmi við samkomulag það sem kirkjueignanefhdir
ríkis og kirkju náðu í janúar 1997 varðandi kirkjujarðir og launagreiðslur og
launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar. Samkomulagið felur í sér að
ríkið verður formlegur eigandi allra kirkjujarða, að frátöldum pressetrum, og rennur
andvirði seldra jarða í ríkissjóð. í þeim grunni skuldbindur ríkið sig til að greiða
prestum og öðrum starfsmönnum laun, eftir því sem greinir í þessari grein. Eins og
fram kemur í 4. gr. samkomulagsins líta aðilar svo á að þetta samkomulag um
eignaafhendingu og skuldbindingu sé fullnaðar uppgjör vegna þeirra verðmæta sem
ríkissjóður tók við árið 1907, sbr. lög nr. 46/1907 um laun sóknarpresta og lög nr.
50/1907 um sölu kirkjujarða. Samkomulag þetta var gert með fyrirvara um samþykki
kirkjuþings og Alþingis á frv. þessu.
Um 62. gr.
Hér er kveðið á um réttarstöðu starfsmanna íslensku þjóðkirkjunnar sem
opinberra starfsmanna effir því sem við getur átt.
I ákvæði þessu er einungis gefin höfuðstefha, en nánari ákvæði um réttarstöðu
starfsmanna íslensku þjóðkirkjunnar verður síðan að setja í starfsreglur skv. 60. gr.
Um 63. gr.
I ákvæði þessu er að finna staðfestingu á niðurstöðum kirkjueignanefnda ríkis
og kirkju, sbr. athugasemd við 61. gr. frv., og vísast til hennar og fylgiskjala með fh'.
þessu að öðru leyti.
Um 64. gr.
Greinin þarfhast ekki skýringa.
Um 65. gr.
Greinin þarfnast ekki skýringa.
34