Gerðir kirkjuþings - 1997, Page 46

Gerðir kirkjuþings - 1997, Page 46
1997 AUKA-KIRKJUÞING 1. mál Óbreytt. Embœttisgengi presta o.fl. 36. gr. 37. gr. Orðist svo: Almenn skilyrði til skipunar eða setningar í prestsembætti eru þessi: 1. 25 ára aldur. Biskup íslands getur þó veitt undanþágu frá því ákvæði. 2. Embættispróf frá guðfræðideild Háskóla íslands eða ffá viðurkenndri guðfræðideild eða guðfræðiskóla, og skal biskup Islands leita umsagnar guðfræðideildar Háskóla íslands um hið síðamefnda. 3. Að kandídat hafi ekki gerst sekur um athæfi, sem ætla má að rýn álit hans og sé ósamboðið manni í prestsstarfi. Áður en kandídat hlýtur vígslu skal hann hafa hlotið starfsþjálfun samkvæmt nánari ákvæðum í starfsreglum sbr. 60. gr. Ráðherra skipar þriggja manna stöðunefhd til þriggja ára. í nefhdinni eiga sæti fulltrúi tilnefndur af Prestafélagi íslands, annar tilnefhdur af guðffæðideild Háskóla íslands og einn leikmaður tilnefndur af biskupi íslands úr röðum sóknamefndarfólks og sé hann formaður nefndarinnar. Nefhdin skal meta hæfhi kandídata til prestsþjónustu að lokinni starfsþjálfun þeirra. Getur enginn kandídat hlotið vígslu hafi stöðunefnd samdóma metið hann óhæfan, en þó má hann leita eftir vígslu að fimm árum liðnum ffá því að nefhdin skilaði áliti sínu og verður hæfi hans þá metið að nýju. Nefndin skal jafhffamt meta hveijir umsækjenda um prestsembætti teljist hæfastir og raða þremur hæfustu umsækjendunum í röð þannig að í sæti 1 raðist sá hæfasti og þannig koll af kolli, með hliðsjón af menntun umsækjenda, ffamhaldsnámi, starfsferli og öðrum atriðum sem nefndin telur máli skipta. Að öðru leyti verður kandídat að fullnægja almennum skilyrðum 6. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Val á presti 38. gr. Óbreytt. 39. gr. Orðist svo: Ráðherra veitir þeim embætti sóknarprests sem hlotið hefur bindandi val en ákvarðar að öðrum kosti veitingu, að fenginni tillögu biskups. Biskup Islands veitir þeim embætti prests skv. 34. gr. sem hlotið hefur bindandi val en ákvarðar að öðrum kosti veitingu. Embætti sóknarprests og prests skv. 34. gr. skal veitt með setningu í eitt ár. Að þeim tíma liðnum skal skipa viðkomandi í embættið ótímabundið, nema meirihluti kjörmanna prestakallsins sé sammála um að óska þess að biskup Islands auglýsi embættið að nýju. 40. gr. Óbreytt. Almennt um skyldur presta. 41. gr. 42. gr. Óbreytt. Óbreytt. 40

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.