Gerðir kirkjuþings - 1997, Page 47

Gerðir kirkjuþings - 1997, Page 47
1997 AUKA-KIRKJUÞING 1. mál Sérþjónustuprestar. Almennt. 43. gr. Orðist svo: Þar sem almennri prestsþjónustu verður ekki við komið, svo sem á sjúkrastofnunum, við fangelsi og meðal heymarlausra, skal kalla til presta sem að jafnaði hafa sérmenntun til starfans. Biskupi íslands er heimilt að samþykkja að ráðnir séu prestar á vegum stofnana og félagasamtaka. Teljast þeir prestar vera þjónandi prestar þjóðkirkjunnar. sbr. 32. gr. Biskup íslands setur sérþjónustuprestum skipunarbréf til viðbótar vígslubréfi. Prestar er starfa erlendis. 44. gr. Óbreytt. Nánari ákvæði. 45. gr. Óbreytt. 9. Djáknar. 46. gr. Óbreytt. 10. Sóknir og prestaköll. Almennt. 47. gr. Óbreytt. 48. gr. Óbreytt. Skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma. 49. gr. Óbreytt. 50. gr. Óbreytt. Safnaðarfundir. 51. gr. Orðist svo: Aðalsafnaðarfund skal að jafnaði halda fyrir maílok ár hvert. Þar skulu rædd málefni sóknarinnar, þar á meðal þau mál, sem lögmælt er að undir fundinn séu borin, svo og þau mál sem héraðsfundur, sóknarprestur, prófastur, biskup Islands eða kirkjumálaráðherra skýtur þangað. Aðalsafnaðarfundur er vettvangur starfsskila og reikningsskila af hendi sóknamefndar og einstakra nefnda innan sóknarinnar. Aðalsafnaðarfundur fer með ákvörðunarvald innan sóknarinnar í málum þeim sem undir fundinn heyra samkvæmt lögum eða lögmæltum ákvörðunum. Aðra safnaðarfundi skal halda ef meiri hluti sóknamefndar óskar þess eða einn fjórði hluti sóknarmanna sem atkvæðisrétt eiga á safnaðarfundum. Sóknarmenn njóta kosningarréttar og kjörgengis á safnaðarfundum þegar þeir em fullra sextán ára. 41

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.