Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 50

Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 50
1997 AUKA-KJRKJUÞING 1. mál II. KAFLI Réttarstaða. 2. gr. Þjóðkirkjan nýtur sjálfræðis gagnvart ríkisvaldinu innan lögmæltra marka. Þjóðkirkjan, einstakar sóknir og stofnanir hennar njóta sjálfstæðrar eignhelgi og koma ffarn sem sjálfstæðir aðilar gagnvart almannavaldinu eftir því sem við getur átt. 3. gr. íslenska ríkið greiðir þjóðkirkjunni árlegt ffamlag sem miðist við að það nægi til reksturs hennar ásamt öðrum tekjustofnum hennar, lögbundnum sem ólögbundnum. Launagreiðslum til starfandi presta þjóðkirkjunnar og annarra starfsmanna hennar skal hagað skv. því sem greinir í 61. gr. 4. gr. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur með höndum tengsl við þjóðkirkjuna af hálfu ríkisvaldsins að því er varðar fjárlagagerð. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur jafnframt yfirumsjón með því að ríkisvaldið veiti þjóðkirkjunni þann stuðning sem því ber að veita henni lögum samkvæmt og hefur umsjón með því að þjóðkirkjan og stofnanir hennar fari að lögum. Um stöðu þjóðkirkjunnar sem opinbers trúfélags fer eftir I. kafla laga um trúfélög, nr. 18/1975, eftir því sem við getur átt. III. KAFLI Stjórn og starfsskipan. 1. Almennt. 5. gr. Þjóðkirkjan ræður starfi sínu innan lögmæltra marka. 2. Biskup íslands. Almennt. 6. gr. Island er eitt biskupsdæmi. Biskup íslands fer með yfirstjóm þjóðkirkjunnar ásamt öðmm kirkjulegum stjómvöldum eftir því sem nánar er mælt fyrir um í lögum þessum. Hann hefur aðsetur í Reykjavík. Biskupskosning. 7. gr. Kjörgengur til biskupsembættis er hver guðfræðikandídat sem fullnægir skilyrðum til þess að gegna prestsembætti í þjóðkirkjunni. 8. gr. Kirkjuþing setur reglur um kosningu biskups íslands. 44

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.