Gerðir kirkjuþings - 1997, Síða 61

Gerðir kirkjuþings - 1997, Síða 61
1997 AUKA-KIRKJUÞING 1. mál fyrirmæli um stjómun og starfshætti kirkjunnar á grundvelli laga þessara. í reglum þessum skal m.a. kveðið á um hlutverk starfsmanna þjóðkirkjunnar eftir því sem við getur átt. Kirkjuþing setur jafnframt nánari reglur um tiltekna þætti kirkjustarfsins sem eigi er fjallað um í hinum almenn reglum sem getið er um í 1. mgr. Þá staðfestir kirkjuþing stofnskrár og nánari reglur um stjóm og starfsemi stofnana er starfa á vegum þjóðkirkjunnar en kirkjuráð staðfestir endurskoðaða reikninga þeirra stofnana og birtir þá síðan í skýrslu sinni til kirkjuþings. Kirkjuráð gefur út reglur þær og stofnskrár er um ræðir í 1. og 2. mgr. ásamt breytingum sem kunna að vera gerðar á þeim. Skulu reglur og stofnskrár, sem og breytingar á þeim, birtast á prenti í síðasta lagi innan fjögurra vikna ffá því að kirkjuþing samþykkti þær. Ber kirkjuráði að hafa effirlit með því að eintök þeirra séu aðgengileg fyrir almenning frá þeim tíma, auk þess sem kirkjuráð annast dreifingu þeirra og kynningu með tilhlýðilegum hætti. Hafi eigi verið á annan veg mælt í reglum þeim sem hér um ræðir öðlast þær, sem og breytingar, bindandi gildi á þrítugasta degi ffá útgáfudegi þeirra. Eftir þann tíma ber öllum starfsmönnum þjóðkirkjunnar sem og öðrum þeim sem reglunum er ætlað að binda að fara effir þeim. V. KAFLI Launagreiðslur og réttarstaða starfsmanna. 61. gr. Ríkið standi skil á launum biskups Islands, vígslubiskupa, 138 starfandi presta, prófasta og 18 starfsmanna við yfirstjóm þjóðkirkjunnar. Fjölgi skráðum meðlimum þjóðkirkjunnar um 5.000 miðað við þjóðskrá í árslok 1996 skal ríkið greiða laun 1 prests til viðbótar því sem greinir í 1. mgr. Sama á við um ffekari fjölgun. Fækki skráðum meðlimum þjóðkirkjunnar um 5.000 miðað við þjóðskrá í árslok 1996 lækkar tala starfandi presta í 1. mgr. um 1. Sama á við um frekari fækkun. Fjölgi prestum um 10 sbr. það sem greinir í 2. mgr. skal ríkið greiða laun 1 starfsmanns á biskupsstofu til viðbótar því sem greinir í 1. mgr. Sama á við um frekari fjölgun. Fækki prestum um 10 sbr. það sem greinir í 3. mgr. lækkar tala starfsmanna á biskupsstofu í 1. mgr. um 1. Sama á við um ffekari fækkun. Um greiðslu launa til framangreindra starfsmanna þjóðkirkjunnar fer eftir lögum um Kjaradóm og kjaranefnd, nr. 120/1992, með áorðnum breytingum, eða lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna, nr. 94/1986, með áorðnum breytingum, eftir því sem við getur átt. Launagreiðslur annarra starfsmanna þjóðkirkjunnar eru ríkinu óviðkomandi. 62. gr. Þeir starfsmenn þjóðkirkjunnar sem þiggja laun um ríkissjóð sbr. 61. gr. njóta réttinda og bera skyldur sem opinberir starfsmenn eftir því sem nánar er mælt fyrir um í lögum nr. 70/1996, svo og öðrum lögum er kveða á um réttarstöðu opinberra starfsmanna, sbr. þó 11. og 12. gr. Nánari ákvæði um réttarstöðu starfsmanna þjóðkirkjunnar skulu sett í starfsreglur, sbr. 60. gr. 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.