Gerðir kirkjuþings - 1997, Blaðsíða 69

Gerðir kirkjuþings - 1997, Blaðsíða 69
1997 AUKA-KIRKJUÞING 2. mál samkomulagi . Andvirði seldra kirkjujarða rennur í ríkissjóð, kjósi ríkisvaldið að selja þær. Á móti kemur skuidbinding ríkisins varðandi launagreiðslur til presta þjóðkirkjunnar og starfsmanna biskupsstofu. Samkomulagið kveður á um að ríkissjóður greiði laun biskups íslands og vígslubiskupa, laun 138 presta og prófasta þjóðkirkjunnar og laun 18 starfsmanna biskupsstofu. Til samanburðar má geta þess, að samkvæmt fjárlögum fyrir árið 1996 greiðir ríkissjóður laun 136 presta og prófasta og 15 starfsmanna biskupsstofu (14.75 stöðugildi) Greinar 1 og 2 er nauðsynlegt að lesa saman með 4. gr. í 4. grein kemur skýrt fram, að samkomulagið felur í sér uppgjör vegna þeirra verðmæta sem ríkissjóður tók við árið 1907. Með afhendingu kirkjujarða og skuldbindingu ríkisins vegna launagreiðslna á sér þannig stað fullnaðaruppgjör, sem gert er með hliðsjón af stöðu kirkjueignanna frá 1907. Þá voru kirkjueignirnar 16.2% af jarðafjölda í landinu. Nú eru kirkjujarðir samtals um það bil 420, eða tæp 10 % af lögbýlum í landinu. Nú hefu r lögbýlum fækkað nokkuð, þannig að ætla má, að um 400 jarðir hafi verið seldar á þessum tíma. Mikilvægt er, að þetta meginatriði sé haft í huga. Afhending kirkjueignanna og mótsvarandi skuldbinding ríkisins byggir ekki á fjölda kirkjujarða nú, eða verðmæti þeirra. Þeir sem vilja reikna verðgildi eða afgjald af kirkjujörðum og bera saman við rauntölu prestlauna í landinu fara því villur vegar. Grunnur samkomulagsins byggir á þeim verðmætum, ásamt hlunnindum og ítökum, er voru í vörslu lénskirkna, eða prestakalla í landinu árið 1907. Til viðbótar þessu má benda á, að fasteignamat á landi er mjög lágt um þessar mundir og er í fæstum tilvikum í nokkru samræmi við raunvirði eða markaðsverð. Viðræðunefnd kirkjunnar lítur svo á, að með því að vísa til stöðunnar 1907 sé nokkru réttlæti fullnægt. Síðar í þessari greinargerð er vikið að þeirri atburðarás er varð í kjölfar laganna frá 1907, um sölu kirkjujarða og laun sóknarpresta, og breytti útfærslu þeirra, en tók ekki í burtu þá grundvallarskipan er lögin byggja á. Þannig er samkomulagið endurnýjun og árétting á löggjöfinni frá 1907. Viðræðunefnd kirkjunnar gekk eins langt og unnt var til þess að endurnýja meginatriði löggjafarinnar frá 1907. Þar er kveðið á um, að andvirði seldra kirkjujarða skuli ávaxta sem „óskerðanlegan höfuðstól." Þetta orðalag í lögunum reyndist dýrmætt. Með því að vísa til þess, var hægt að hrinda þeim skoðunum, að kirkjan „hefði fengið sitt“ og ætti ekkert inni hjá ríkinu lengur, höfuðstóllinn væri horfinn. í lokahrinu viðræðnanna var nokkuð tekist á um endurskoðunarákvæði. Ákvæði af því tagi um meginefni samkomulagsins hefði lyktað af þeirri skoðun sem áður er nefnd. í endanlegri gerð samkomulagsins er endurskoðunarákvæði einungis látið ná til útfærslu meginatriðanna, þ.e.a.s, 3. gr. Þær aðstæður geta hæglega skapast á næstu áratugum, að réttmætt þyki að fjölga þeim embættum sem höfuðstóll kirkjujarðanna stendur á bak við. Ástæða er til að vekja athygli á því, að með ákvæði annarrar greinar er tryggð skuldbinding ríkisins varðandi mannahald á biskupsstofu. Eins og öllum er kunnugt, þá var það meginhlutverk hinna fornu og horfnu stólsjarða að standa undir rekstri biskupsstólanna á Hólum og í Skálholti. Þegar stólsjarðirnar voru seldar á öndverðri 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.