Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 70

Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 70
1997 AUKA-KIRKJUÞING 2. mál 19. öld, rann andvirði þeirra í fjárhirslur danska ríkisins. í svokölluðu fjárhagsmáli, er snérist um kröfur íslendinga á hendur Dönum, byggði Jón Sigurðsson röksemdir sínar meðal annars á því tjóni sem íslendingar hefðu orðið fyrir vegna eignaupptöku stólsjarðanna. Kröfugerðin gekk eftir að hluta, og voru bætur greiddar þar til ísland varð fullvalda ríki 1918. Þess vegna má segja, að ríkissjóður íslands sé bundinn af þessum sögulegu ástæðum til að tryggja rekstur biskupsembættisins. Með því samkomulagi sem nú liggur fyrir er þessi skuldbinding tryggð með öðru móti. Með lögum um kristnisjóð 1970 er ákveðið, að andvirði seldra kirkjujarða renni í kristnisjóð. Lögin um kristnisjóð eru út af fyrir sig merk löggjöf. Þar er stofnaður starfssjóður kirkjunnar sem hefur að megin tekjustofni greiðslur vegna niðurlagðra prestakalla. Það samkomulag sem nú er gert nær aftur fyrir lögin um kristnisjóð og er að sínu leyti endurnýjun á þeim forsendum sem lagðar voru árið 1907. Við þær aðstæður sem nú skapast er eðlilegt, að andvirði seldra kirkjujarða gangi í ríkissjóð. Ríkisvaldið getur reyndar ráðstafað jörðunum að vild, að breyttum lögum, ýmist leigt þær út eða selt í einu lagi. Þessi tekjustofn hefur verið rýr. Fasteignamat á landi er lágt vegna yfirstandandi kreppu í landbúnaði. Ábúendur kirkjujarða, sem fá ábýlisjarðir sínar keyptar, eiga yfirleitt sjálfir fasteignir og ræktun og hafa aðeins greitt til kristnisjóðs andvirði heimalands. Nýleg dæmi eru um árlegar greiðslur í kristnisjóð, vegna seldra kirkjujarða, á bilinu 300 til 1200 þúsund. Fullvirðisréttur, sem er oft megin verðmæti jarða í dag hefur ekki verið metinn til verðs. í samkomulaginu er ákvæði um að ríkið greiði í kristnisjóð, árlega næstu átta árin , upphæð sem svarar til einna prestlauna - þetta eru um það bil 2.5 milljónir á ári. Þetta ákvæði má skoða á þann veg, að það skapi vissan aðlögunartíma fyrir stjórn kristnisjóðs til að venjast breyttum aðstæðum og rýrari tekjustofnum. Áðrir tekjustofnar kristnisjóðs, vegna niðurlagðra og ósetinna prestakalla, haidast óbreyttir. Viðræðunefnd kirkjunnar telur mikilsvert það ákvæði 2. gr. samkomulagsins, að ríkið skuldbindi sig til að setja reglur um umgengni á kirkjustöðum. Á stöku stað gæti umgengni verið betri og víða hafa orðið skipulagsslys, þar sem byggingar hafa verið settar niður of nálægt kirkjum eða kirkjugörðum. Nú verða settar bindandi reglur um umgengi á kirkjustöðum, sem jafnframt eru kirkjujarðir. Búast má við að hægt verði að nota þær reglur til viðmiðunar á öðrum kirkjustöðum. Samkomulag það sem nú hefur verið gert markar þáttaskil í samskiptum ríkis og kirkju. í 61. og 63. grein frumvarps til laga um stöðu, stjórn og starfshætti, sem nú liggur fyrir kirkjuþingi eru ákvæði um launagreiðslur til biskupa, presta og starfsmanna biskupsembættisins sem byggja á samkomulagi þessu. í greinargerð með frumvarpinu er einnig vísað til samkomulagsins, þannig að Ijóst verður hvert er samhengi launagreiðslna og afhendingar kirkjujarða. Því hefur gjarnan verið fram haldið, í óagaðri umræðu um samband ríkis og kirkju, að íslenska þjóðkirkjan njóti réttinda umfram önnur trúfélög. í sjálfu sér væri það ekki óeðlilegt. Kirkjan er og verður skylduð til þess, með lögum, að veita þjónustu um landið allt. Fram að þessu hefur kirkja okkar ekki gert greinarmun á þegnum sínum og utankirkjumönnum, þegar 64

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.