Gerðir kirkjuþings - 1997, Síða 73

Gerðir kirkjuþings - 1997, Síða 73
1997 AUKA-KIRKJUÞING 2. mál í kirkjueignanefnd þjóðkirkjunnar hefur öðru verið haldið fram, sbr. tillögu hennar að bókun frá 12. okt. 1995, og ríkisnefndin fallist á það. Kirkjueignanefndin hefur litið svo á, að með lögunum frá 1907 hafi ríkisvaldið tekið á sig ákveðnar skyldur varðandi prestslaunin. Kirkjan féllst á víðtæka sölu kirkjujarða til að tryggja prestslaunin og taldi sig hafa vænlega stöðu varðandi kostnað vegna prestsþjónustunnar. Eignir kirknanna höfðu ávallt gegnt því hlutverki að kosta prestsþjónustu við söfnuðina. Gamalt fyrirkomulag var að ganga sér til húðar. Breyting var nauðsynleg, væntanlega samkvæmt kröfu nýrra tíma. Það var ekki sök kirkjunnar, að lagaákvæðin frá 1907, um kirkjujarðasjóð og prestlaunasjóð héldu ekki. Við tók atburðarás í ríkisfjármálum sem breytti nýsettum forsendum víða í samfélaginu. Þrátt fyrir að sú þróun yrði, sem lýst var hér að framan, og lyktaði með því að launalög frá 1919 voru látin ná til presta þjóðkirkjunnar, er ekki að sjá að ríkisvaldið hafi gefið frá sér þá grundvallarskuldbindingu sem staðfest er í lögunum frá 1907. Eftir stendur að kirkjan lét frá sér, í hendur ríkisvaldsins, tilsjón og söluheimildir vegna kirkjujarða. Þetta var höfuðstóllinn er stóð í gegnum aldir á bak við kirkjulega þjónustu. Þegar fyrirhuguð útfærsla samkomulagsins frá 1907 stóðst ekki, myndaðist sú staða, að lítt var hirt um afdrif kirkjujarða. Ríkið var hvort eð er búið að setja prestana undir launalög. Kirkjustjórnin lét reka á reiðanum, virtist fegin því að hvíla í faðmi ríkisins. Jarðirnar voru þannig seldar án þess að söluandvirði væri sett í neitt samhengi við prestlaunin. Kirkjueignanefndin hefur grundvallað tillögu sína með rökum, eða skýringum.líkum þessum. Ávallt hefur því verið haldið fram, að skuldbinding ríkisvaldsins, sem lesa má úr lagasetningunum frá 1907, sé enn virk; enda er fráleitt að ríkisvaldið byggi launagreiðslur til presta, einvörðungu á stjórnarskrárákvæði um vemd og stuðning við þjóðkirkju - í það minnsta ef litið er á sögu samkipta ríkis og kirkju á þessari öld. Vel kann að vera, að hægt sé að byggja kröfu um fjárstuðning ríkis við kirkju á stjórnarskrárákvæðinu einu. Það er önnur saga. Þegar kirkjueignanefndin setur fram tillögur um að reiknað sé með seldum sem óseldum kirkjujörðum frá 1907 verður að hugsa til þeirra sjónarmiða er skýrð hafa verið hér að framan. Þess vegna var sett fram krafa um að andvirði kirkjujarðanna verði reiknað sem skuldbinding ríkisins . Taka má fram, að ef fram ætti að fara einhvers konar úttekt á sölu kirkjujarða frá 1907 og í leiðinni reikna inní skuldbindingar ríkisins það sem á vantar vegna of lágs söluverðs eða skorts á verðtryggingu jarða, hlunninda, ítaka og fullvirðisréttar sem fylgir jörðunum, þá væri að mati nefndarinnar lagt út á ófæra leið, þar sem endalaus álitamál kæmu í veg fyrir ásættanlega niðurstöðu. Viðræðunefnd ríkisins féllst á þessi rök og þá einnig, að samkomulagið nú miðaðist við þann höfuðstól sem kirkjan lét frá sér í hendur ríkisins árið 1907. í þessu máli öllu er vert að hafa í huga, að með lögunum frá 1907 um sölu kirkjujarða, veitir kirkjan liðsinni þeirri félagslegu hreyfingu er hafði það að markmiði að leiguliðar fengju að eignast ábýlisjarðir sínar. Kirkjan lagði þannig sitt af mörkum til að stuðla að jákvæðri samféiagsþróun og styrkja efnahag og afkomu þeirra fjölmörgu sem þá höfðu lifibrauð sitt af landbúnaði. Á þeim tíma námu kirkjujarðir 16.2% af hundraðatali allra fasteigna í landinu. í rökstuðningi sínum fyrir frumvarpinu um sölu kirkjujarða, er varð að lögum 1907, segir nefndin er það samdi: 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.