Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 77
1997
AUKA-KIRKJUÞING
2. mál
3. gr.
Orðist svo:
1. Ríkissjóður stendur skil á launum:
a) Biskups Islands og vígslubiskupa.
b) 138 starfandi presta og prófasta þjóðkirkjunnar.
c) 18 starfsmanna yfirstjómar þjóðkirkjunnar.
2. Fjölgi skráðum meðlimum þjóðkirkjunnar um 5.000 miðað við íbúaskrá
þjóðskrár 1. desember 1996 skuldbindur ríkið sig til að standa skil á launum 1
prests til viðbótar því sem greinir í b-lið 1. mgr. Sama á við um frekari íjölgun.
Fækki skráðum meðlimum þjóðkirkjunnar um 5.000 miðað við íbúaskrá þjóðskrár
1. desember 1996 lækkar talan í b-lið 1. mgr. um 1. Sama á við um frekari fækkun.
3. Fjölgi prestum um 10 sbr. það sem greinir í 1. mgr. skuldbindur ríkið sig
til að standa skil á launum 1 starfsmanns biskupsstofu til viðbótar því sem greinir í
c-lið 1. mgr. Sama á við um frekari fjölgun. Fækki prestum um 10 sbr. það sem
greinir í 2. mgr. lækkar talan í c-lið 1. mgr. um 1. Sama á við um frekari fækkun.
4. Um ráðningar þeirra sem nefndir eru í 1. mgr. fer eftir gildandi lögum á
hverjum tíma.
5. Um greiðslu launa til framangreindra starfsmanna þjóðkirkjunnar fer
eftir lögum um Kjaradóm og kjaranefnd. nr. 120/1992, með áorðnum breytingum,
eða lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna, nr. 94/1986, með áorðnum
breytingum, eftir því sem við getur átt.
6. Greiðslur til Kristnisjóðs vegna seldra kirkjujarða falla niður. Þó skal
ríkissjóður greiða árlega, næstu 8 ár, upphæð er svarar til fastra árslauna 1
sóknarprests.
4. gr.
Óbreytt.
5. gr.
Óbreytt.
Samkomulagið í heild sinni eins og kirkjuþing samþykkti það.
Islenska ríkið og þjóðkirkjan gera með sér eftirfarandi
samkomulag
um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar:
1. gr.
Kirkjujarðir og aðrar kirkjueignir sem þeim fylgja, að frátöldum
prestssetrum og því sem þeim fylgir, eru eign íslenska ríkisins. Andvirði seldra
71