Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 82

Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 82
Þingslit. Ekki voru allir vissir um það, að okkur tækist að ljúka störfum á þessu auka- kirkjuþingi á þeim þremur dögum, sem við ætluðum okkur til að afgreiða mál. Svo væru viðfangsefnin þýðingarmikil og þörfnuðust þess að vera gaumgæfð og grandskoðuð, að ekki væri víst að unnt mundi að haga svo ræðuhöldum og nefhdarstörfum, að fimmtudagur sæi þingslit. Þó hefur þetta orðið. En þegar ég bý mig undir að slíta þessu auka-þingi, þá þakka ég ykkur þó ekki fýrst og ffemst fýrir það að okkur hefur tekist að halda okkur innan þess tímaramma, sem ég hefði fýrirhugað. Það var gott að slíkt var unnt, en ekkert skilyrði og hafði ég jafnvel lagt drög að því í góðu samráði við prestinn hér, að jarðarför, sem hann annast í kirkju sinni á morgun, var færð til kl. 3 síðdegis, ef svo gerðist, að ekki væri þinginu lokið. En það sem ég vil fýrst og ffemst þakka eru málefnaleg efnistök. Fyrst þeim sem lögðu ffumvörpin fýrir þingið. Þau eru ekki ný fyrir okkur flest, heldur hafa verið lengi í farvatninu, en lokagerð þeirra nú, sýnir svo ekki verður um villst, að þeir sem síðast fjölluðu um þessi mál, báru gæfu til þess að búa svo um hnúta, að samstaða var nokkuð trygg. Ég þakka því nefndunum, sem unnu sitt mikla verk, þeirri sem fjallaði um eignir kirkjunnar og starfsmannaíjölda hennar og launagreiðslur svo og hinni, sem hefur haft með að gera umfjöllun og mótun tillagna varðandi stöðu, stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar. Hið fýrra hefur verið eins og ég sagði við upphaf þingsins á dagskrá kirkju og að nokkru almennings vegna fjölmiðlaumfjöllunar ekki aðeins ffá tímamótalöggjöfinni 1907, heldur var hún vitanlega sett vegna þrýstings ffá enn fýrri tímum. Að það skuli hafa tekist að ná sáttum um þessi viðkvæmu mál, sýnir bæði hæfileika þeirra manna, sem um fjölluðu og á ég þar bæði við nefhd ríkis og kirkju, en einnig að tími lausnar var upprunninn. Það var ekki hægt að vera að velta þessu fýrir sér öllu lengur, það varð að finna lausn. Og í því sambandi að losa kirkjuna undan því “ámæli”, að hún væri baggi á ríkinu. Vitanlega rennur fé um hendur ríkisins til kirkjunnar. Þar er um að ræða innheimtu með sköttum á sóknargjaldi og kirkjugarðsgjaldi og rennur það fé til hinna meir en þrjú hundmð safhaða. En einnig er staðinn straumur af þjónustu prestanna og tala þeirra nú ákveðin og yfirstjómar kirkjunnar. Þykir sumum all nokkuð afhent ríkinu fýrir. ekki fleiri stöður og spyija, hvort kirkjan sé að afsala sér of miklum eignum. En mat á eignum kirkjunnar er afstætt og ekki um fasta stöðu að ræða. Þýðir ekki í því sambandi að fara allt aftur til yfirtöku á stóljörðunum eftir siðaskiptin og miða við þær. Það verður einnig að taka mið af því, hvemig við höfum stöðugt orðið að una því, að ekki vom jarðir metnar svo sem almennt tíðkast á frjálsum markaði og ekki gerður greinamunur á kirkjujörð annars vegar og hins vegar jörð í eigu ríkisins. Er dæmi um sölu jarða, sem tilheyrðu. Garðakirkju á Álftanesi nægjanlegt til að vara við því að telja fé í kirkjujörðum sem fastan sjóð. En vegna þessara skipta ríkis og kirkju á eignum og embættum, eigum við nú vonandi að verða að mestu laus við ágreining og reiptog af þeim toga, sem of hátt hefur borið í umræðunni. En í viðbót við þessi skipti er minnt á það, að ríkisvaldinu ber að styðja og vemda þjóðkirkjuna eins og skilgreint 76

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.