Gerðir kirkjuþings - 1997, Blaðsíða 83
er í stjómarskránni. Er þar ekki um að ræða tóman bókstaf heldur beinar skyldur og
verður ekki undanskotist nema þjóðaratkvæði kveði svo á um.
Ég get þessara mála nú, en vona að til þess þurfi ekki að koma í framtíðinni. að
eignaumræða kirkjunnar verði fyrirferðamikil. En á það legg á áherslu enn. að kirkjan
þarf ekki að bera kinroða vegna þess fjár, sem hún hefur milli handanna.
Hitt er aftur á mót annað mál og ber ekki síður að kveða fast að orði, hvað það varðar.
að kirkjan fær við það, að þessi ffumvörp verða að lögum, aukna ábyrgð og þar með
hlýtur hún að gæta enn frekari varkámi. Ég fagna því og legg enn áherslu á, að kirkjan
skuli nú mega ráða sínum málum til lykta, en ekki aðeins að fjalla um þau og gera um
samþykktir, sem svo var ekki vitað, hvort nokkum tímann yrðu að lögum. Samþykki
Alþingi þessi frumvörp, sem verða reyndar lögð ffam sem eitt, þá færist löggjöf á
mörgum sviðum kirkjumála ffá Alþingi til kirkjuþings. Það verður því mikið, sem
hvílir á kirkjuþingum ffamtíðarinnar og þeim mönnum, sem þar gegna
forystuhlutverki. Má jafnvel geta sér til um það, að vafasamt verði, að tíu dagar dugi
ár hvert fyrir þingstörfm. Og því er ekki svo ýkja langt síðan kirkjuþing var ekki hvatt
saman nema annað hvert ár. En um þetta sem önnum mál í stjómkerfi kirkjunnar.
getur kirkjuþing ákveðið á um, og það strax á nýju kjörtímabili, sem hefst 1998.
Þakkir mínar til þeirra. sem hér hafa vel unnið þessa þrjá daga, eiga eftir að verða að
raunveruleika, þegar ffamtíðin skoðar ekki aðeins verk okkar nú, heldur enn frekar
hveiju þau eiga eftir að skila í ffamtíðinni. Og þá eiga þessi mál að leiða til þess, að
kirkjan verði betur í stakk búinn til að gegna því hlutverki sínu að sinna þörfum hvers
einstaklings og þar með þjóðarinnar allrar. Það hefur verið aðalsmerki Þjóðkirkjunnar,
að ekki hefur verið farið í skýrslur, þegar leitað er aðstoðar hjá henni, til að sannreyna,
hvort það er þjóðkirkjumaður eða einhver, sem er utan kirkju eða tilheyrir öðrum
söfnuðum, sem leitar til prests eða samtaka Þjóðkirkjunnar. Þessi löggjöf á að brýna
það enn ffekar fýrir okkur. Verði þetta lögfest, sem við leggjum nú til, fær kirkjan
með aukinni ábyrgð, stærri verkahring og á að vera unnt að vænta meira af henni.
Ekki aðeins að prestar ræki sitt hlutverk af enn meiri kostgæfni, heldur einnig þeir
aðrir, sem til forystu eru kvaddir. Og þetta þing hefur á margan hátt ýtt undir
forystuhlutverk leikmanna.
Þetta þing er einstakt. Og ekki aðeins vegna þess, að aldrei fýrr hefur verið kvatt
saman auka-kirkjuþing, heldur vegna þeirra mála, sem þetta þing afgreiddi. Bæn mín
er sú og sú eina, þegar litið er í senn til baka og borið upp að óræðri ffamtíð, að það
eigi eftir að sannast, svo enginn vafi fylgi, að gjörðir þessa auka- kirkjuþings árið
1997 urðu þjóð til heilla með því að gera kirkjuna styrkari og máttugri með auknu
sjálfstæði í eigin málum og þar með ábyrgari og fusari til að axla ábyrgð.
Ég þakka formönnum nefndanna tveggja, sem mikið hefur hvílt á, svo og
þingmönnum öllum. En sérstaklega vil ég þakka kirkjumálaráðherra, Þorsteini
Pálssyni. Án hans atbeina værum við ekki hér á þessu auka-þingi. Hann hefur sýnt
með störfum sínum, að hann væntir mikils af kirkjunni og styður hana til hinna góðu
verka. Hann hefur veitt farsæla forystu þessum málum, sem hér hafa verið afgreidd og
er nú þakkað svo sem skylt er,
Ég þakka starfsmönnum þingsins og enn er mér það gleði að mega þakka
forystumönnum Bústaðasóknar fýrir gestrisni þeirra og fúsleika til þess að láta
safhaðarstarf víkja fýrir þörfum okkar. Og í hópi hvoru tveggja er hún Lára
77