Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 Frittir DV Átján ára leigubílaþjófur Kári Siggeirsson, 18 ára, var á föstudag dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela leigubíl og aka um götur borgarinnar. Kári játaði brot sitt og vísaði lögreglu á bílinn sem hann rændi við Mjódd en skildi eftir í Vamsendahverfi. Með rán- inu rauf hann skilorð íyrir fíkni- efnabrot. Refsing Kára var ákvörðuð með hliðsjón af ungum aldri hans, játningu og því að hann gerði sér far um að semja um bótagreiðslur til tjónþola. Fjórðungur með nagladekk Fjórðungur biffeiða í Reykjavík reyndist vera með nagladekk samkvæmt árlegri talningu sem fram fór 13. nóvember síðastíiðinn. Leyfilegt var að setja neglda hjólbarða undir bifreiðar 1. nóvember. Sterkt samband er á milli nagladekkjanotkunar og svifryksmengunar í borginni þar sem naglarnir spæna upp malbikið. f síðustu viku fór svifryksmengun yfir heilsuverndarmörk en mengunin leggst illa í einstaklinga sem til dæmis þjást af astma. Hvetur Reykjavíicurborg til þess að ökumenn kynni sér aðrar gerðir hjólbarða en nagladekk. Næsta talning fer ffam í byrjun desember. Fækkar sífellt Fiskvinnslufólki hefur fækk- að jafnt og þétt síðustu tæpu tvo áratugina. Frá 1990 hefur þeim fækkað úr átta þúsund í 3.800 eða um rúmlega helming. Fækkunin er enn meiri hlutfails- lega ef tekið er mið af því hversu stór hluti vinnandi fólks vinnur við fiskvinnslu. Hlutfallið hefur lækkað úr 5,8 prósentum allra vinnandi karla og kvenna árið 1990 í 2,2 prósent á síðasta ári. Þetta kemur fram í svari sjáv- arútvegsráðherra við fyrirspurn Björns Vals Gíslasonar, varaþing- manns vinstri-grænna, um árs- verk í fiskvinnslu. Áréttað Vegna ff éttar DV um deilur á milli Gísla Reynissonar og Gísla Gíslasonar vegna þóknunar fyrir kaup á Hótel D'Anglaterre í Kaupmannahöfh, skal það áréttað að félagið European Consultíng sem Gísli Gíslason er tengdur, deilir við Nordic Partners þar sem Gísli Reynisson er forstjóri. Það er ekki rétt að Gísli Gíslason krefji Gísla Reynisson persónulega um þóknun, heldur stendur deilan á milli félaganna Átta hundruð bókatitlar eru í hinu árlega tímariti Bókatíðinda sem gefið er út fyrir hver einustu jól. í fyrra voru bókatitlarnir 680 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Kristján B. Jónasson, formaður Félags islenskra bókaútgefenda, segir að það sé ánægjuefni fyrir neytendur. Ný tækni hefur rutt sér til rúms sem gefur lesendum kost á að hlaða bókum niður á stafræn tæki. Kristján segir að bókinni standi ekki ógn af nýrri tækni og bendir á að aldrei hafi fleiri bækur selst í heiminum en nú. Aldrei fleiri bækur Kristján segirað bókasala í heiminum hafi aldrei verið meiri. . ■ 5 . T1 * r EINARÞORSIGURÐSSON blaöamciður skrifar einar&dv.is „Það eru 120 fleiri bókatitíar í Bóka- tíðindum í ár en í fyrra," segir Kristj- án B. Jónasson, formaður Félags ís- lenskra bókaútgefenda. Alls eru átta hundruð titíar í Bókatíðindum fyrir þessi jól samanborið við 680 titla í fyrra. Kristján segir að bókaútgáfan á íslandi sé í takti við það sem gerist í nágrannalöndum okkar en þar hefur þróunin verið á svipaða leið og aldrei fleiri titíar verið í boði. „Bókaútgáfa í heiminum hefur aldrei verið meiri, bókasala í heiminum hefur aldrei verið meiri og bókalestur hefur ekki heldur verið meiri." Mikil aukning „Þetta er auðvitað mjög ánægju- legt fyrir neytendur," segir Kristján. f ár er aukningin mikil í þýddum og frumsömdum barnabókum auk þess sem nokkur aukning hefur ver- ið í bókaflokknum „fræði og bæk- ur almenns eðlis". Kristján segir að töluverð aukning sé í kiljuútgáfum bóka sem voru nýjar í fyrra en ann- ars hefur verið fjölgun í öllum bóka- flokkum. Með tilkomu netsins og staf- rænnar tækni spáðu margir því að tími bókarinnar væri liðinn. Núna stendur fólki til boða að kaupa sér stafrænt tæki sem hægt er að hlaða allt að tvö hundruð bókum inn á. Nýjasta tækið er frá netfyrirtækinu Amazon og heitir Kindle e-book. Tækið lítur út eins og venjuleg bók og er létt og meðfærilegt. Það er hannað með sérstakri tækni sem heitir e-paper. Það þarf ekki straum til að halda sér gangandi og eyðir einungis rafmagni þegar blaðsíðum er flett. Hægt er að hlaða inn mörg hundruð bókum og tæknin gerir það að verkum að hægt er að lesa af tækinu hvar sem er, jafnvel á strönd- inni í sólinni. Ekki ógnvaldur Kristján segir að bókinni stafi engin ógn af þessari nýju tækni þar sem markaður fýrir hina nýju tækni virðist ekki vera fyrir hendi. „Netsölu á íslandi fer aftur frekar en fram og þar af leiðandi sjá menn það „Bókaútgáfa í heimin- um hefuraldrei verið meiri, bókasala í heim- inum hefur aldrei ver- ið meiri og bókalestur hefur ekki heldur verið meiri." ekki fyrir sér að þessi tækni verði ógnvaldur. Þessi tækni hefur margoft verið prófuð og mörg slík tæki hafa komið á markað. í fyrra var reynt að koma þessu inn á markaðinn og talað um þessa tækni sem I-pod bókarinnar," segir Kristján en þá var það Sony sem kom með tækið á markað og byggir það á svipaðri tækni og Kindle e-book. Það náði ekki þeirri útbreiðslu sem vonast hafði verið eftir. Kristján segir að tæknin sé ekki ógnvaldur þar sem hún er hluti af þróun bókarinnar. „Þetta eru bækur líka og ég held að bókaútgefendum og rithöfundum stafi ekki ógn af þessu." Sjóræningjastarfsemi Verði tæknin að veruleika eyk- ur það líkurnar á að óprúttnir aðil- ar nýti sér tæknina til að deila bók- um á milli sín, rétt eins og tíðkast með tónlist og kvikmyndir. Nú þeg- ar er hægt að fá hljóðbækur á er- lendu tungumáli eftir fslenska höf- unda á borð við Yrsu Sigurðardóttur og Arnald Indriðason. Aðspurður hvort menn séu ekki áhyggjufull- ir um að slík sjóræningjastarfsemi geti haft slæm áhrif segir Kristján að þar sé ástæða til að hafa áhyggj- ur. „Enn sem komið er býður enginn þessa vöru til sölu á netinu. Það er ekkert launungarmál að stórir er- lendir útgefendur hafa boðið efni sitt á stafrænni tækni," segir Kristján og bætir við að ekki sé litið á þessa nýju tækni sem ögrun því bókaút- gáfa hefur verið að aukast. „Þetta gefur til kynna að lestur bóka hef- ur aldrei verið jafnmikill. Það skynja allir að það eru komnir nýir miðl- ar sem munu hugsanlega taka ein- hvern hluta frá bókunum. Það hafa verið svo margar vendingar á síð- ustu árum svo það er of snemmt að segja til um hvað verður." Nýjar íslenskar torrent-síður spretta upp á netinu: Langar helst að hringja í foreldrana Snæbjörn Steingrímsson „Ég held að fólk geri sér ekki almennilega grein fyrir að þetta sé ólöglegt." Nokkrar íslenskar skráaskiptisíð- ur hafa sprottið upp á netinu sfðustu daga eftir að sýslumaðurinn í Hafn- arfirði féllst á lögbannskröfu á vefinn torrent.is og honum lokað. Mikill hiti hefur verið í netverjum vegna máls- ins og rigndi fúkyrðum yfir Snæbjörn Steingrímsson, ffamkvæmdastjóra SMÁÍS, eftir að lögbannið var sett á. Nú hafa vefir sem hýstir eru á ís- landi, á borð við tengdur.com og dci. is, verið opnaðir. Snæbjörn segir að samtökin sem stóðu að baki lögbannskröfunni á torrent.is muni ekki láta þessar nýju vefsíður í friði. „Þetta er næst á dag- skrá hjá okkur, við munum ekki láta þetta óhreyft," segir hann. Það er ekki hlaupið að því að gera lögbannskröfu á slíkar vefsíð- ur og talsverður undirbúningur lá að baki lögbannskröfunni á torrent. is. „Kostnaðurinn við undirbúning- inn hleypur á milljónum króna," seg- ir Snæbjörn. „Þessar nýju síður virð- ast vera mjög sambærilegar og þess vegna verða þessar lögbannskröfur dálítið klipptar og skornar frá síðustu kröfu," segir hann. Samtökin voru undirbúin fyrir það að holskefla nýrra skráaskiptavefja myndi fylgja í kjölfar lokunar, en Snæbjörn segir að athuguðu máli að sér virðist sem unglingar standi að mörgu leyti að baki nýju vefjunum. „Ég held að fólk geri sér ekki almennilega grein fyrir að þetta sé ólöglegt og þar sem þetta virðast að miklu leyti vera krakkar hefur mig nánast langað til að hringja í foreldra þeirra og spyrja þá hvort þeir viti hvað börnin þeirra eru að gera." Hann segir að dómafordæmi sem væri SMÁÍS í hag myndi vafalaust hafa þau áhrif á fólk að það myndi endurskoða það verulega að stofna slíkar síður. valgeir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.