Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Síða 7
DV Fréttlr MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 7 Jón Bjarki Magnússon tók sig til og flutti nær fyrirvaralaust til Kína í haust. í Peking starfar hann viö enskukennslu og unir hag sínum vel. Hann býr í gamaldags hverfi og leigir flögurra herbergja íbúö fyrir 30 þúsund krónur. Hann sótti um hlutverk í kínverskum bíómyndum en fékk ekki. Hann segir Peking breytast hratt, úr gömlu kínversku ævintýri í stækkandi heimsborg. Ani EKKIFYRIR FLUGINU HEIM VALGEIR ÖRN RAGNARSSON blaöamaöur skrifar: valgeimdr.is Jón Bjarki Magnússon, 23 ára Reyk- víkingur fer ekki alltaf sömu leið í lífinu og samferðamenn hans. í ág- úst síðastliðnum ákvað Jón Bjarki að fljúga nær fyrirvaralaust til Peking, höfuðborgar Kína, og setjast þar að næstu misseri. Jafnvel þó Jón Bjarki talaði varla stakt orð í kínversku, fékk hann vinnu í skóla við að kenna börnum ensku. „Ég hafði hlaupið um götur London deginum áður. Ég kom til borgarinnar til þess að hitta gamlan vin frá Ástralíu en eins og svo oft áður höfðu plönin breyst. Ég vildi ekki vera í Englandi þennan vetur- inn það var dýrt og óspennandi og allt svipað og í okkar heimalandi. En Kína var eitthvað annað, þar gátum við fengið vinnu við að kenna ensku, þar var lífið einfaldara. Við flugum til Kfna án þess að eiga pening fyrir flugi til baka," segir hann. Gamalt þorp í borg sem breytist Jón leigir íbúð í þéttbýlu hverfi í þessari stóru borg, hverfið nefnist Hutong og er í raun lítið þorp inni í borginni. Hutong er allur heimurinn í augum íbúa þess. Alls staðar er fólk. Litlir fjölskyldureknir veitingastaðir og óteljandi litlar matvöruverslanir. Innan hverfisins er allt sem íbúarnir þurfa og þeir fara sjaldan út fyrir það. Það er óvenjuleg upplifun fýrir ljós- hærðan íslending að aðlaga sig þess- um aðstæðum. „Kínversku táknin minna mig á að ég er útlendingur, að ég viti ekki neitt," segir Jón og heldur áfram: „Hutong Peking-borgar hefur breyst lítið í gegnum aldanna rás, út um alla borg má sjá litla stíga leiða fólk af að- albrautunum og inn í þessi gömlu hverfi. Gatan okkar er kínverkst æv- intýri í útrýmingarhættu, framtíðin er óljós, hagvöxtur síðustu ára hef- ur teygt Peking hærra og hærra upp til himins. Það gamla er rifið og ný- tískuleg og glansandi háhýsi rísa upp í staðinn." Allir vilja læra ensku Aðlögunin að lífinu í Peking gekk hratt fyrir sig. í Wudaokou-hverf- inu í borginni er urmull útlendinga sem komnir eru til Kína til þess að læra tungumálið. Neon-skiltin skína skært og „orka hnattvæðingarinn- ar leikur lausum hala", eins og Jón Bjarki kemst að orði. Fyrstu dagana ýttu háleitir draumar honum til að sækja um hlutverk sem aukaleik- ari í kínverskum kvikmyndum. „Ég lét mig dreyma um framtíð frægðar. Ég gæti verið þekktur sem ljóshærði konungur kvikmyndanna. En það gekk ekki upp og ég leitaði því á önn- ur mið." Hnattvæðingin hefur leitt til þess að IQ'nverjar vilja ólmir læra betri ensku og það tók innan við viku að fá vinnu við að kenna ensku. „Ég kenni fjögurra til sjö ára börnum í leikskóla ensku. Ég keyri á kínverska mótor- hjólinu mínu í vinnuna, kenni börn- unum í fimm klukkustundir á dag. Þau yngstu skilja lítið sem ekki neitt en innan tíðar verða börnin mín fær í flestan sjó." Lítill heimur Það hefur sína kosti og galla að búa í Peking. Stundum er mengun- in svo mikil að ekki sést á milli húsa. Jón lætur vel af lífinu í Kína. „Ég sem hafði ætlað að finna mér vinnu í Eng- landi fyrir skítalaun þar sem ég hefði þurft að búa í einhverri rottuholu. En er í staðinn kominn til Kína þar sem ég fæ fínar tekjur fyrir kennslu. Leigan er mun lægri en annars stað- ar, fyrir fjögurra herbergja íbúð borg- ar maður 30 þúsund krónur. Máltíð á veitingastað er í kringum hundrað krónur og hér er lífið gott," segir Jón. Þó fjarlægðin til Peking sé mikil var Jón nýlega minntur á að heimur- inn er lítill. „Ég stóð og horfði á hús- in í borginni þegar pikkað var aftan í hausinn á mér. Þegar ég leit við sá ég vin minn ffá íslandi. Hann spurði mig hvað í ósköpunum ég væri að gera í Peking. Það fyrsta sem mér datt í hug var: Af hverju ekki?" Gott til endurvinnslu Minnistöflur www.birkiaska.is „Abgengileg, falleg, fróbleg og síbast en ekki síst skemmtileg bók - alvöru hvatning fyrir hörbustu innlpúka tll ab laumast út á svallr eba í garbinn slnn og prófa ab rækta eiglb grænmetl!" Bryndfs Loftsdóttlr Vörustjórl Eymwidsson Bókabútf Máls vy mmnlnsar Umboós- og söluaöili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 & FOSFOSER MEMORY Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi S UMARH0 S I Ð fMGARDURINN Sí&umúla 15, 108Reykjavík Slml 586 8003, www.rlt.is Bokautaata www.tindur.is tindur@tindur.is Nýr bókaflokkur fyrir stelpur á aldrinum 8-14 ára. Fyrsta bókin heitir Horfin sporlaust. Næsta bók kemur í október og heitir Mikil áhætta. Spenna og fjör fyrir börn og unglinga. Vertu með frá byrjun! Tindur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.