Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007
Fréttir DV
SAIVDKORIV
Sumum líður illa Þúsundir barna þjást yfir jólin
sökum þess að foreldrar þeirra sinna þeim ekki sem
skyldi eða hafa ekki burði til þess sökum fátæktar.
ALLRA B
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blcidamadur skrifar:
Þúsundir íslenskra barna upplifa
vanlíðan yfir jólahátíðina. Sökum
áfengis- eða vímuefnaneyslu for-
eldra, fátæktar eða langvinnra veik-
inda ná börnin ekki að njóta þessar-
ar hátíðar barnanna sem jólin eru.
Svo dæmi séu tekin áædar Fjöl-
skylduhjálp fslands að á meðal
þeirra sem samtökin aðstoða í jóla-
mánuðinum séu að minnsta kosti
fimm þúsund börn. Allt í allt eru það
í kringum 1.400 barnaíjölskyldur
sem leita aðstoðar samtakanna ár-
lega. Samkvæmt könnun SÁÁ frá því
í fyrra kom í ljós að tæplega 90 pró-
sent svarenda eiga einhvern mjög
nákominn sem glímir við áfengis-
sýki. Þessu til viðbótar dvelur yfir
tugur veikra barna á deildum Barna-
spítala Hringsins yfir hátíðarnar.
Forsvarsmenn Fjölskylduhjálpar
íslands óttast að hópurinn verði íjöl-
mennari í ár heidur en í fyrra og því
hafa samtökin tvöfaldað afgreiðslu-
tíma sinn í jólamánuðnum.
Komast ekki heim til sín
Auður Ragnarsdóttir, deildarstjóri
á Barnaspítala Hringsins, segir fjölda
barna sem dvelji yfir jólin mismun-
andi milli ára. Hún hefur á síðustu
þremur áratugum margoft haldið
jólin hátíðleg með sjúklingum sín-
um. „Á vökudeild eru ungbörn yfir
jólin og það er alltaf erfitt fyrir fjöl-
skyldur þeirra. Almennt leyfum við
öllum þeim börnum sem mögulega
geta farið heim að gera það. Það eru
hins vegar alltaf börn sem ekki geta
farið heim og þá leyfum við fjölskyld-
um þeirra að koma til þeirra yfir há-
tíðirnar," segir Auður.
Ásgerður J. Flosadóttir, formaður
Fjölskylduhjálpar fslands, undirbýr
sig nú undir verulega aukna eftir-
spurn sem hún óttast að verði meðal
þeirra sem leiti sér aðstoðar á næst-
unni. „Ég áætla að í fyrra hafi þetta
verið nærri 16 þúsund munnar sem
við gáfum að borða. Nú höfum við
aukið afgreiðslutímann mjög mik-
ið því við eigum von á því að eftir-
spurnin verði mun meiri í ár. Við vilj-
um vera tilbúin undir það því það er
alltaf sárt að þurfa að vísa einhverj-
um frá," segir Ásgerður.
Vanlíðan víða
Guðrún Brynjólfsdóttir sinnir
ráðgjöf í áfengisfræðum, meðal ann-
ars inni á vefsvæði femin.is, og hef-
ur orðið vör við vaxandi vanda barna
inni á heimilum vegna áfengisneyslu
foreldra. Henni verður mikið hugsað
til barna inni á heimilum drykkju-
sjúklinga yfir jólahátíðina. „Gleði
á jólum er ekki sjálfgefin og virkur
alkóhólismi kemur allt of oft í veg
fyrir gleði barna. Það er mjög sárt
og erfitt fyrir alla þá, ekki
síst börn, sem búa með
einstaklingi sem er undir
áhrifum yfir jólin. Bæði
getur þetta birst þannig
að ekki sé hreinlega
hugsað fyrir neinu
eða boðið sé upp á
jólahefðimar ef for-
eldri er of dmkkið
til að sinna börn-
unum," segir Guð-
rún.
„Jólin eru hátíð
barnanna en allt
of mörg þeirra ná
„Þadereinsog það
megi ekki ræða þetta
og það er látið líðast að
þúsundir fjölskyldna
séu látnar lifa í skugga
fátæktar ár eftir ár"
ekki að njóta þeirra. Þetta er að mínu
mati algengara en margur heldur
og í dag er þetta ennþá einn stærsti
felusjúkdómur landsins. Mér finnst
svo sárt að hugsa tíl barnanna sem
hnipra sig saman af því að pabbi eða
mamma eru ekki að virka um jólin."
Gleyma erfiðleikunum
Aðspurð segir Auður starfsfólk
Barnaspítalans leggja sig fram við að
gera jólalegt og hátíðlegt hjá þeim
börnum sem ekki komast heim til
sín yfir hátíðirnar. „Við bjóðum upp
á hefðbundinn jólamat og gerum allt
mjög jólalegt í kringum okkur. Spít-
alinn gefur að sjálfsögðu jólagjafir
og jólasveinn- inn líka.
Við gerum
alltaf
okkar
Ásgerður J.
Flosadóttir
Formaður Fjölskyldu-
hjálparinnartelurað
samtökin þurfi að
hjálpa mun fleirum í
ár miðað við í fyrra.
Hún segir allt of
mörg börn líða skort
um jólin.
Barnaspítali Hringsins Tugur barna
dvelur á deildum Barnaspítala
Hringsins yfir jólin.
besta til að börnunum líði vel yfir
hátíðirnar og aðstandendur og ætt-
ingjar koma líka færandi hendi. Mín
upplifun er sú að hjá okkur náum við
miklum hátíðleika fram þannig að
börnin gleymi sínum erfiðleikum og
veikindum rétt á meðan," segir Auð-
ur.
Ásgerður segir nauðsynlegt að
ræða vanlíðan barna hér á landi og
undrast hina miklu stéttaskiptingu
sem orðin sé staðreynd á fslandi.
„Ég upplifi mikla þöggun í samfélag-
inu um fátæktina. Það er eins og það
megi ekki ræða þetta og það er lát-
ið líðast að þúsundir fjölskyldna séu
látnar lifa í skugga fátæktar ár eft-
ir ár. Allt þetta yfirríka fólk á íslandi
er búið að gleyma rótum sínum
og getur varla séð af pening-
um til fátækra sem þurfa að
velta fyrir sér hverri krónu.
Því miður eru núna allt of
mörg börn sem eiga um
I sárt að binda fyrir jólin,"
' segir Ásgerður.
AFGRElÐSLUTlMI fjölskyldu-
HJÁLPARINNAR f DESEMBER:
■ Mánu-, þriðju- og miðvikudagar kl. 13-17
■ Úthlutanir Fjölskylduhjálparinnar:
12., 19.og20.desember
■ Reikningsnúmer Fjölskylduhjálparinnar:
101-26-66090
Kt. 660903-2590
O
■ Egill Gillzenegger yfirhnakki
náði að skrifa þannig á intemet-
inu í vikunni að kært var til lög-
reglu. Egill
hefur átt
marga góða
vini í gegn-
um tíðina,
ar á meðal
ssur Skarp-
héðinsson
iðnaðarráð-
herra. Össur
fór fögrum orðum um Gillzinn í
mars í fyrra og sagði hann vera
bæði sólbrúnan og flottan. Ráð-
herrann lýsti þó áhyggjum sín-
um af viðhorfiim hnakkans til
kvenna og taldi þau sambærileg
viðhorfum Geirs Haarde, þegar
forsætisráðherrann sagði: „Mað-
ur getur ekki alltaf farið með sæt-
ustu stelpuna heim af ballinu en
stundum kcinnski eitthvað sem
gerir sama gagn."
■ Nafni Gillza, Egill Helgason,
hefur einnig verið sakaður um
karlrembuviðhorf. Hann var
nýlega klag-
aður fyrir
að velja ekki
nógu marg-
ar konur til
þess að ræða
máliníþætti
sínum Silfri
Egils. f kjölfar
þessa höfn-
uðu nokkrar konur boði um að
stija fyrir svörum hjá Agli. Nú
eru sættir í sjónmáli, því undir
vikuloldn sást til Egils á kaffihúsi
ásamt þeim Katrínu Önnu Guð-
mundsdóttur, Drífu Snædal og
Sóleyju Tómasdóttur. Þetta þótti
benda sterklega til þess að kon-
um myndi fjölga í þætti Egils svo
um munar. í gær sagði svo Egill á
vefnum að sér ofbyði sá óhróður
og ónefni sem femínistum eru
valin í bloggheimum.
■ Vinsældir rjúpna á íslenskum
veisluborðum um hátíðarnar
hafa ekld dvínað þótt veiðin hafi
verið dræm.
Þráttfyrir ^
tveggja ára
sölubann á
innlendum
rjúpnaaf-
urðum eru
þeir til, bæði
veiðimenn
og mat-
gæðingar, sem vilja kaupa og
selja rjúpur. Með takmörkuðu
framboði er verðið á fjallarjúp-
unni komið í hæstu hæðir, eða
fimm til sjö þúsund krónur fyrir
stykkið. f hópi veiðimanna hafa
heyrst þau tíðindi að fjármála-
stofnun ein hafi lýst sig tilbúna
til þess að greiða eina milljón
króna fyrir tvö hundruð rjúpur.
Ætíunin var sögð vera að skaffa
jólaglaðning fyriryfirmenn og
millistjórnendur.
sigtryggur@dv.is
Hrolivekjandi
spennusaga
um fegurðar-
dýrkun nútímans.
Allir skulu fara
í skurðaðgerð!
í fyrra kom
Ljót (Uglies).
Nú kemur
framhaldið
Lagleg (Pretties).
Hrikaleg spenna.
Tindur
Bókaúlfláfo
www.tindur.is
tindur@tindur.is
Jólahátíðin er gjarnan nefnd hátíð barn-
anna. Ljóst er að sökum neyslu foreldra,
veikinda eða fátæktar liður þúsundum
barna hér á landi illa yfir jólin. Ásgerð-
ur J. Flosadóttir, formaður Fjölskyldu-
hjálpar íslands, óttast að þeim sem leita
sér aðstoðar hjá samtökunum um jólin
fjölgi frá því i fyrra.