Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 Helgarblað DV Framtíð íslenskra áhættufiárfesta, svo sem Hannesar Smárasonar, Magnúsar Ármanns og Þorsteins M. Jónssonar, er að matifjármálasérfæð- inga sem DV ræddi við töluvert óljós og hætta á að illa geti farið hjá þeim á næstu misserum sökum gífurlegrar niðursveiflu á fjármálamarkaði. Að mati sérfræðinga gæti sú framtíð ver- ið að verulegu leyti undir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni komin og hversu vel- viljaður hann verði þeim. Verði staða þeirra það erfið að þeir gætu þurft að selja bréf sín, gæti það verið í hönd- um hans að rétta þeim hjálparhönd. Sú staðreynd að þremenningarn- ir tóku ekki þátt í hlutafjáraukningu FL Group gefur vísbendingar um að fjárhagsstaða þeirra sé afar erfið. „Það er ekkert leyndarmál að síðustu misseri hafa sum fyrirtækjanna fjár- fest mikið fyrir lánsfé og hafa skuld- sett sig að miklu leyti. Það segir sig síðan sjálft að þegar markaður fer í niðursveiflu og virði bréfa lækkar geta menn lent í slæmum málum," segir Gunnar Haraldsson, forstöðu- maður Hagffæðistofnunar Háskóla íslands. Djúpirvasar VilhjálmurBjarnason, aðjúnktvið viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands, gefur íslenskum áhættu- fjárfestum falleinkunn fyrir síðustu misseri. Það gerir hann í ljósi þeirra gífurlegu fjármuna sem virði fyrir- tækja þeirra hafa hrunið um. „Við skulum tala mannamál. Þá, sem tap- að hafa gífurlega miklum pening- um, er óhætt að kalla lúsera. Ég get ekki ímyndað mér að erlendir eða ís- lenskir fjárfestar leiti að samstarfi við slíka lúsera," segir Vilhjálmur. Gunnar segir að á næstu mánuð- um reyni verulega á íslensku fjárfest- ana og þá komi í ljós hversu sterkir þeir í raun eru. „f svona niðursveiflu er hætta á að veðsetning og skuld- ir félaga eða hluthafa fari yfir virði bréfanna. Fyrir vikið þurfa hlut- hafar að seilast ofan í djúpa vasa sína til að auka veð á móti mismuninum og þá kemur í ljós hversu djúpir vasarnir eru. Þetta er í raun barnslega ein- falt," segir Gunnar. gífurlega hátt veðsetningarhiutfall þeirra. Að svo stöddu telur hann erf- itt að dæma um það hvort einhverj- ir fjárfestingakónganna séu á niður- leið. „Nú er til að mynda útíit fyrir að Baugur, aðaleigandi FL Group, sé að grípa inn í atburðarásina til að halda skútunni áfram á sæmilegu skriði. Mér finnst trúlegt að það sé sökum þess að staðan þar sé ekkert allt of góð og greinilegt að þar eru einhver vandræði í gangi. Menn hafa greini- lega áhyggjur af þessari stöðu sem nú er uppi," segir Gunnar. Fékklítið f Iq'ölfar gríðarlegs taps FL Group á undanförnum mánuðum var kafl- að til neyðarfundar stærstu eigenda félagsins og var fundurinn haldinn í höfuðstöðvum Baugs við Túngötu. Þar var ákveðið að Baugur stórauki hlutdeild sína í félaginu og hafi for- ystu um endurskipulagningu þess. Niðurstaðan varð jafnframt sú að Hannes Smárason hætti sem for- stjóri FL Group og Jón Sigurðsson aðstoðarforstjóri tæki við. Ef marka má vísi.is fær Hannes 60 milljóna króna starfslokasamning frá FL Group þegar hann lætur af störf- um sem forstjóri félagsins. Upphæð- in er sem nemur greiðslu mánaðar- launa næstu 15 mánuði en hann var með 4 milljónir á mánuði. Forveri Hannesar í forstjórastarfinu, Ragn- hildur Geirsdóttir, fékk mun hærri starfslokasamning er hún hætti í lok árs 2005. Þá hafði hún aðeins starfað hjá fyrirtækinu í tæpt hálft ár en fékk engu að síður 130 milljóna starfs- lokasamning. Hannes fær því rúm- lega helmingi minna fyrir þau tvö ár sem hann sat í forstjórastólnum. Þeir stóru standa þetta af sér Stærstu og burðugustu fjárfest- ar landsins, á borð við •: ^ Baug Group og Exista, finna fyrir stöðunni sem nú er komin upp á fjármála- markaði. Hins vegar var það mat þeirra sem DV ræddi við að stærstu félögin myndu standa af sér þessa V „■.v, t| Grípa inn í Á síðustu fimm árum hefur íslenski hlutabréfamarkaðurinn vaxið gríðarlega og í niðursveiflu markaðarins síðustu mánuði hafa verðmætin gengið til baka. Að vissu leyti vilja sumir viðmæl- jijm, endur DV meina H að markaðurinn mm hafi verið orðinn J|flNpÉH yfuverðmetinn HHénHMMM og telja að nú sé að birtast raun- verulegra virði I fyrirtækjanna. U Þorsteinn M. Jonsson Ef horft er til gengishruns bréfa í FL Group hefur hann tapað miklum fjármunum. Rætt er um að komandi vet- M ur gæti orðið nokkurs kon- ar leiðrétt- H ingavetur á H ísienskum H hlutabréfa- H markaði. H Gunn- H ar hefur heyrt ■ ýmsar sög- 1 ur af auknum tryggingum við- sldptabankanna, lánastoppum á einstaklinga og Hannes Smárason Hætti nýverlð sem forstjóri FL Group og þrálátur orðrómurer um að hann standi afar höllum fæti þessa dagana. íslenskir áhættufjárfestar hafa orðið fyrir miklum skakkaföllum síðustu mán- uði og markaðsvirði stærstu fyrirtækja Kauphallar ís- lands hefur rýrnað um nærri 1000 milljarða á árinu. Á næstunni segja fjármálasér- fræðingar að reyni mjög á hversu djúpa vasa fjárfest- , arnir hafa og sumir þeirra skuldsettustu gætu lent í töluverðum vandræðum. „Þetta eru lúserar,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, að- júnkt við viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.