Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007
Helgarblað PV
*
„Þótt staða íslenskra kvenna
sé sterk á ýmsum sviðum er
kynbundið ofbeldi alvarlegt
vandamál hér á landi
„Miðað við mína reynslu og
óformlega könnun sem gerð
var á fundi fagfólks get ég fullyrt
að fórnarlömb mansals er að
finna á íslandi," segir Margrét
Steinarsdóttir, lögfræðingur
Alþjóðahúss. Sjálf hefiir Margrét
hitt átta fórnarlömb mansals - tvö
þeirra voru reyndar giftar konur
af erlendum uppruna, sem gerðar
voru út í vændi af eiginmönnum
sínum. „Þeir nektardansarar sem
stoppa stutt héma em allajafna
algerlega einangraðir. Þær stúlk-
ur sem þó hafa leitað sér hjálpar
hafa borið að þær þurfi að byrja á
að vinna upp í skuld við milliliði,
þær búi allar saman og borgi
hlutfallslega allt of háa húsaleigu og
fleira. Það eru ffekar þeir dansarar
sem ílendast hérna sem gætu leitað
til Alþjóðahúss. Það er erfitt að ráða
niðurlögum mansals þar sem kaup
á vændi em refsilaus eins og hér og
frjálsu félagasamtökin hafa verið að
benda á hættuna á að mansal skjóti
rótum hérna, allar götur síðan
nektarstaðirnir spmttu upp," segir
Margrét, sem telur stjómvöld þurfa
að setja sér aðgerðaáædun gegn
mansali, en frjálsu félagasamtökin
og landamæralögregla standi sig
vel í baráttunni við þrælasalana.
Stærsti glæpaiðnaður heims
Líklega er hver sú kona sem seld
er í vændi með fimm til tíu kúnna á
dag. Til þess að hámarka gróða sinn
þvinga eigendur kvennanna þær
daglega til þess að taka eins marga
kúnna og hægt er. Fórnarlömb
mansals fá litlar sem engar tekjur
- þess vegna er þvingað vændi svo
arðbært. í hollenskri rannsókn
á 826 fórnarlömbum mansals,
sagðist helmingur þeirra ekki
fá neinar greiðslur fyrir að veita
kynlífsþjónustu, aðrar sögðust fá
greitt öðm hverju.
Á hnattvísu eru tekjur af mansali
til kynh'fs taldar vera 27,8 milljarðar
bandaríkjadala, andvirði tæpra
2.000 milljarða króna. Tæpur
helmingur gróðans er fyrir fólk sem
selt er mansali í iðnaðarlöndunum,
næsthæstur er hagnaðurinn í Asíu,
um 600 milljarðar króna.
í iðnaðarlöndunum er talið að
tekjurnar af hverju fórnarlambi
mansals séu um 6,2 milljónir
króna á ári, þar af hagnaður um 4,2
milljónir á ári.
I Interpol-skýrslu ffá Finnlandi,
þar sem lögreglan náði bókhaldi
melludólga, kom í ljós að fimm til
átta vændiskonur veittu þjónustu
fyrir um 4,6 miUjónir króna á
mánuði. Á ári var þannig velta
hverrar konu á bilinu 6,9 tU 9,2
mUljónir króna.
I nýlegu máli í Bretlandi
(Plakici-málinu), þénuðu seljend-
ur sem samsvarar tæpum níu
milljónum króna á ári með því að
þvinga 16 ára stúlku út í vændi yfir
tveggja ára tímabU. I Taflandi er
stúlka á hóruhúsi með 14 kúnna á
dag, 30 daga í mánuði. Hver kúnni
greiðir rúmar 300 krónur. Stúlkan
þénar þannig 130 þúsund krónur
á mánuði eða 1.600 þúsund krónur
á ári. Eftir að búið er að taka af því
fyrir húsnæði og mat er ffamlegðin
um það bil 1.100 þúsund krónur á
ári.
Kallað eftir aðgerðum
„Þótt staða íslenskra kvenna sé
sterkáýmsum sviðum er kynbundið
ofbeldi alvarlegt vandamál hér á
landi. Um þrjú þúsund konur hafa
leitað sér hjálpar í Kvennaathvarfi
frá stofnun þess og til Stígamóta
hafa komið 4.500 konur, eða um
2,8 prósent íslensku þjóðarinnar.
Ofbeldismennirnir voru rúmlega
fimm þúsund en sláandi tölur
um tíðni kynbundins ofbeldis
hér á landi endurspeglast ekki í
dómskerfinu; kærur eru fáar og
sakfellingar ofbeldismanna hverf-
andi.
Fyrir ári kynnti ríkisstjórn
Islandsaðgerðaáætlungegnofbeldi
á heimilum og kynferðislegu of-
beldi. Brýnt er að staðið verði við
stóru orðin og nægilegt fjármagn
tryggt til að áætlunin komist í
framkvæmd. I aðgerðaáætlunina
vantar þó tilfinnanlega aðgerðir til
að koma í veg fyrir mansal," segir
Guðrún Dögg Guðmundsdóttir,
framkvæmdastjóri Mannréttinda-
skrifstofu íslands. Hún bætir við
að undanfarið hafi komið fram
vísbendingar um að mansal sé að
skjóta rótum á íslandi. „Ein kona
hefur fengið hér dvalarleyfi af
mannúðarástæðum vegna man-
sals. Nýlega varvændi gert refsilaust
og því er enn brýnna en áður að
grípa tíl aðgerða til að koma í veg
fyrir að þeir sem standa að mansali
nái fótfestu hér á landi og tryggja
að engin kona á lslandi búi við
kynlífsþrælkun, kúgun og ofbeldi.
íslensk stj órnvöld verða að taka við
sér og grípa til alhliða aðgerða sem
grundvallast á forvörnum, verndun
mannréttinda fómarlambanna
og saksókn þeirra sem standa að
mansali. Eins og staðan er í dag er
ísland eina landið sem ekki hefur
gripið til heildstæðra aðgerða
til að berjast gegn mansali.
Stjórnvöld verða að beita sér af
alhug gegn mansali og samþykkja
þverfaglega aðgerðaáætlun til
að berjast gegn því. Einnig er
mikilvægt að stjórnvöld full-
gildi Evrópuráðssamning um
aðgerðir gegn mansali og samn-
ing Sameinuðu þjóðanna gegn
fjölþjóðlegri, skipulagðri brota-
starfsemi og bókun við hann um
mansal."
Rík lönd segull fyrir mansal
Auðugu Evrópulöndin em sem
segullfyrirmansal.Iþessumlöndum
Fórnarlömb hér Lögfræðingur
Alþjóðahúss hefur tekið á móti átta
fórnarlömbum mansals.
er auðvelt að halda konunum
innilokuðum á vændishúsunum
eða þá að „eigendur" aka þeim
á milli kúnna. Þær em gjaman
fluttar ört á milli landa og staða til
að tryggja að þær geti ekki myndað
tengsl við vændiskúnnana. Þær
em varaðar við að leita til lögreglu,
heilbrigðisyfirvalda eða samtaka
sem aðstoða fólk sem orðið hefur
fyrir ofbeldi. Reyni þær slfkt kallar
það á grófar líkamlegar refsingar,
barsmíðar og nauðganir eða hótanir
um að eitthvað komi fyrirfjölskyldur
þeirra í heimalöndunum. Allt gerir
þetta yfirvöldum erfitt fyrir að ná
til fómarlamba mansals. Konum,
sem seldar em sem kynlífsþrælar,
er jafnvel nauðgað hvað eftir
annað áður en sala frá einum
aðila til annars á sér stað og ekki er
óalgengt að þær séu látnar þjóna
vændiskúnnum upp í 18 tíma á
dag, alla daga vikunnar. Þær em í
flestum tilfellum algerlega háðar
kúgumm sínum, em oftast án
vegabréfs í landi sem þær vita ef
til vill ekki hvað heitir og neyddar
til að láta af hendi stærstan hluta
þeirra peninga sem kúnnarnir
greiða fyrir vændið, enda þurfa þær
að endurgreiða háar fúlgur fyrir
fargjald, húsaleigu og fæði. Mörg
hundmð þúsundir kvenna og barna
em seld í vændi árlega. Samkvæmt
tölum Evrópusambandsins em um
120.000 konur og börn seld mansali
frá Mið- og Austur-Evrópu til vestur-
evrópskra landa ár hvert. Alþjóða-
vinnumálastofnunin áætlaði 2005
að fómarlömb mansals væm 2,4
milljónir. Árið 2003 áætlaði sænska
lögreglan að 200 til 500 mansalsmál
kæmu upp þar árlega, en telur þó
að umfangið sé meira, það er að
meirihluti málanna komi ekki til
kasta lögreglu.
Þrælahald án hlekkja
Mannréttindi þess fólks sem
lendir í klóm nútímaþrælasala
hafa verið brotin, það hefur verið
Erfitt að bregðast við Friðhelgi
einkalífs gerir yfirvöldum erfitt fyrir að
rannsaka málamyndahjónabönd.
niðurlægt og oftast beitt grófu
ofbeldi. Með samvinnufórnarlamba
við yfirvöld má auka líkur á að
lögreglu takist að koma upp um þá
glæpamenn sem stunda ólöglegan
innflutning eða sölu á fólld. Það er
þó mat lögreglu víða um heim að
brotaþolarmansalsreynistsjaldnast
góð vitni þegar á hólminn er komið.
Til að auðveldayfirvöldum að ná til
fórnarlambanna er samstarf við
fijáls félagasamtök sem starfa að
mannúðarmálum nauðsynlegt.
Ekki er ólíklegt að vitneskja um
veru fórnarlamba mansals í landinu
berist fyrst til slíkra samtaka, en
allir viðmælendur DV ítreka að ekki
megi líta ffamhjá vísbendingum
um að nektarstaðir á fslandi kaupi
til landsins stúlkur af alþjóðlegum
mansalssamtökum.
„I víðasta skilningi byggist
klámiðnaðurinn á fslandi á man-
sali," segir Guðrún Jónsdóttir hjá
Stígamótum. „Blómstrandi klám-
iðnaður er gróðrarstía fyrir mansal,
án kláms og vændis þrífst mansal
til kynferðislegrar misnotkunar
ekki. Kaupendur kláms hafa engin
tök á að greina á milli fómarlamba
mansals og annarra kvenna. Það er
því útilokað að fyrirbyggja mansal án
þess að vinna bug á ldámiðnaðinum
eins og hann leggur sig og koma í
veg fyrir að honum sé haldið uppi af
óábyrgum kaupendum.
Islenskir klámstaðir, sem segjast
raka saman fé, selja kynferðislegan
aðgang að ungum erlendum stúlk-
um sem margar koma ffá fátæk-
um ríkjum. Samkvæmt Palermo-
samþykkt Sameinuðu þjóðanna
er það eitt af einkennum man-
sals. Það getur verið mansal þó
konur hafi þegar verið farnar að
starfa í klámiðnaði í heimalöndum
sínum og viti að þeirra bíði störf í
klámiðnaði á áfangastað ef þeir sem
hafa milligöngu um starfsemina
nýta sér bágar aðstæður kvennanna.
Undir bágar aðstæður má flokka
gífurlegan mun á lífskjörum á
fslandi annars vegar og fátækusm
löndum Ausmr-Evrópu hins
vegar. Konurnar þurfa heldur ekki
að starfa við vændi í þrengstu
merkingu orðsins, undir alþjóðlega
skilgreiningu mansals getur líka
fallið annars konar kynlífsþjónusta.
Á íslandi höfum við þar að auki
rekist á ýmis önnur einkenni
mansals og þurfum að bregðast við
samkvæmt því. Nútímamansal er
þrælahald án hleklqa og konurnar
eru sjaldnast lokaðar inni, þó hér
séu þekkt dæmi um skerðingu á
ferðafrelsi þeirra.
Stígamót taka virkan þátt í
norrænum, evrópskum og alþjóð-
legum samtökum gegn mansali og
hlum nýlega viðurkenningu alþjóða-
samtakanna Equality now! fyrir bar-
áttu gegn mansali. Við höfum því
ágætis yfirsýn yfir málaflokkinn.
Sérffæðingum ber saman um að
þróunin hafi orðið sú, eins og í þræla-
haldi gamla tímans, að heldur betur
sé farið með fómarlömbin. Þau njóti
meira frelsis og fái aðeins meira
fyrir sinn snúð en fyrir nokkmm
árum. Hugmyndin sem að baki býr
er sú að þannig sé hægt að græða
enn meira fé á að selja aðgang
að þeim. Það sem gerir mansal æ
eftirsóknarverðara fyrir glæpagengi
er meðal annars það hversu auðvelt
er að fela það í ídámiðnaðinum og
að hægt er að selja konumar aftur
og aftur" segir Guðrún, en Stígamót
starfa nú með Norðurlöndunum
og Eystrasaltsríkjunum varðandi
mansal á konum í kynlífsiðnaðinum
og Guðrún hefur haft umsjón með
verkefninu hér á landi: „Mansal
er kynbundið ofbeldi og ber að
bregðast við því eins og öðm ofbeldi.
Til grundvallar skal leggja Palermo-
sáttmála Sameinuðu þjóðanna og
nýsamþykktan Evrópuráðssáttmála
varðandi mansal. Stuðningur við
konur sem seldar hafa verið mansali
þarf ávallt að vera á forsendum
þeirra kvenna sem hann þiggja. Þá
þarf að fræða lögreglu, tollayfirvöld,
innflytjendayfirvöld og fleiri aðila
um einkenni, birtingarmyndir og
afleiðingar mansals. Þegar hugað
er að heimferð kvenna sem seldar
hafa verið mansali þarf öryggi þeirra
að vera í fyrirrúmi og allt gert til að
koma í veg fyrir að þær lendi aftur í
klóm þeirra sem ginntu þær og seldu
upphaflega. Miða skal að því að vísa
konum ekki úr landi nauðugum,
heldur veita þeim hæli óski þær eftir
því."
Ofbeldi gegn konum er blettur
á menningu okkar og því er við
hæfi að staldra við og horfast í
augu við þær konur sem hafa
lifað við kerfisbundna beitingu
ofbeldis. Vændi og mansal verða
við lýði á meðan eftirspurnin er til.
Því er nauðsynlegt að senda skýr
skilaboð um hver beri ábyrgðina
og hverjir hafi það í hendi sér að
stöðva ofbeldið.