Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007
Menning DV
m
MENNING
Friðartímabilinu lýkur
Á morgun lýkur því tveggja mánaða tímabili ár hvert sem kveikt er á
Friðarsúlunni í Viðey. Ljósið logar frá fæðingardegi Johns Lennon
9. október til og með dánardegi hans 8. desember. Fjölbreytt dagskrá
verður í eyjunni af þessu tilefni, Bítalög spiluð, kyndlaganga og
friðarstund svo eitthvað sé nefnt. Dagskráin hefst klukkan 14.
Forsala hafin
á Superstar
Forsala er hafin á rokkóper-
una Jesus Christ Superstar sem
frumsýnd verður á Stóra sviði
Borgarleikhússins 28. desem-
ber. Verkið var íyrst sýnt árið
1970 og segir frá síðustu vikun-
um í lífi Jesú Krists og varpar
ljósi á samband hans og Júdas-
ar. Þeir sem ganga frá pöntun
fyrir jól fá miðann á 2.900 krón-
ur í stað 3.600 króna. 1 aðalhlut-
verkum eru Krummi í Mínus,
Lára Sveinsdóttir, Jens „Brain
Police" Ólafsson og Ingvar E.
Sigurðsson. Aukþess tekur 17
manna kór þátt í uppfærslunni.
Leikstjóri er Björn Hlynur Har-
aldsson.
U f
Fræðst um
Hvítasunnudag
Það ríkti mikil eftirvænting
í loftinu þegar sýningin Falinn
fjársjóður var opnuð á Kjarvals-
stöðum um síðustu helgi að
viðstöddu fjölmenni. Þar var í
fýrsta sinn sýnt verk Kjarvals,
Hvítasunnudagur, sem er dýr-
asta verk íslenskrar myndlistar-
sögu, keypt á 25 milljónir króna
af Landsbankanum fyrr á árinu.
Aðalsteinn Ingólfsson listfræð-
ingur verður með leiðsögn um
sýninguna á sunnudag klukkan
15 þar sem einnig gefur meðal
annars að líta verk eftir lista-
mennina Finn Jónsson, Ásgrím
Jónsson, Gunnlaug Scheving og
Nínu Tryggvadóttur.
Elías Mar er rithöfundur sem margir hafa heyrt um en fáir
hafa lesið. Hann er frægastur fyrir skáldsögurnar Vögguvisa
og Sóleyjarsaga sem komu út á sjötta áratug síðustu aldar en
hann skrifaði ekki fleiri skáldsögur eftir það. Hjálmar
Sveinsson kynntist Elíasi fyrir nokkrum árum og heillaðist
svo af höfundinum og persónunni að hann réðst í að skrifa
bók um Elías. Kristján Hrafn Guðmundsson ræddi við
Hjálmar á Hressó í vikunni.
' '.*í'~V■ ■'!*’
.. tv - . ..
Elías Mar
Myndin er tekin í
október í fyrra.
Rúmu liálfu ári
seinna var
höfundurinn allur.
Mynd: Kristinn
Ingvarsson
HEILA BÓK UM MIG?"
„Það sem gerði það að verkum
að ég skrifaði þessa bók var ósköp
einfaldlega það að ég kynntist Elíasi
persónulega í gegnum aðra bók sem
ég hef gert, bók um Dag Sigurðarson
sem ég gerði með Geir Svanssyni
fyrir nokkrum árum. Elías og Dag-
ur voru mjög góðir vinir. Mér fannst
hann mjög áhugaverður maður og
ég uppgötvaði að þetta var nafn sem
maður þekkti en ég hafði ekki les-
ið neitt eftir hann. Þegar ég kynnist
honum fór ég að lesa bækurnar hans
og fannst þær margar hverjar mjög
áhugaverðar og góðar. Og þótt nafn
hans sé þekkt eru hans verk algjör-
lega gleymd."
Þetta segir Hjálmar Sveinsson,
heimspekingur og dagskrárgerðar-
maður á Ríkisútvarpinu, en á dög-
unum kom út bók hans Nýr penni
í nýju lýðveldi: Elías Mar, þar sem
hann fjallar um Elías og hans verk.
Rithöfundurinn, sem lést fyrr á ár-
inu, er þekktastur fyrir skáldsög-
urnar Vögguvísa og Sóleyjarsaga.
Sú fyrrnefnda kom út 1950. Sóleyj-
arsaga kom út í tveimur hlutum, sá
fyrri 1954 og hinn fimm árum seinna.
Síðan þá hefur lítið komið út eftir El-
ías; einungis þijár ljóðabækur og eitt
smásagnasafh. En engin skáldsaga.
Ósáttur við að vera gleymdur
Að sögn Hjálmars leist Elíasi
mjög vel á hugmyndina um að gera
þessa bók. Fyrst hafi hann reyndar
sagt: „Heldurðu að nokkur vilji lesa
heila bók um mig?" „Hann upp-
lifði sig sem gleymdan rithöfund og
var ósáttur við það, án þess að vera
óskaplega bitur eða eitthvað svoleið-
is,“ segir Hjálmar. „En hann var mjög
til í þetta. Svo fannst honum bara
gaman að fá félagsskap," segir Hjálm-
ar og bætir við að Elías hafi prófar-
kalesið hluta af bókinni, enda talinn
einn besti prófarkalesari landsins.
Bókin var mjög langt komin þegar
Elías dó 23. maí síðasdiðinn en hann
var fæddur árið 1924. Hjálmar segir
andlátið þess vegna lítið hafa breytt
því hvemig bókin er, nema að bók-
in endi í rauninni á því að Elías deyr.
„Það var ekki meiningin að bókin
kæmi út að honum látnum. Við ætí-
uðum að fagna útkomunni saman.
Bókin er heldur ekki skrifuð þannig
að ég leití álits annarra á Elíasi. Þetta
er bara okkar tveggja manna tal,
okkar samband. En þetta er ekki al-
veg venjuleg samtalsbók því þetta
em líka mínar hugleiðingar um hans
verk og hans líf."
Skrifaði fyrstu nútímasögu
lýðveldisins
Á einum stað í bókinni segir
Hjálmar að fyrsta bók Elíasar, Eftir
örstuttan leik, sem kom út árið 1946
eða einu ári eftir að síðari heims-
styrjöldinni lauk og tveimur ámm
eftir að fsland varð lýðveldi, sé ekki
bara ein fyrsta alreykvíska skáldsag-
an heldur líka fyrsta nútímasaga lýð-
veldisins. „Það hefur enginn verið að
hugsa um þessa sögu, ef þeir hafa
yfirleitt lesið hana. Hún vakti svo-
litia athygli og þótti efnileg. Að mínu
mati er þetta mjög merkileg saga og
mjög vel skrifuð. Hún fjallar um til-
vistarkreppu ungs manns í Reykja-
vík sem hefur eiginlega allt til alls
þannig að hún er í takt við ákveðna
strauma í hinu alþjóðlega samhengi
á þeim tíma, tilvistarstefnuna og það
allt, og er að mínu vití fýrsta íslenska
sagan sem fjallar um vitund ungs
fólks. En það hefur í rauninni ekkert
verið fjallað um þessa sögu. Það var
ekki fyrr en í haust að ritgerð birtíst
eftir Jón Karl Helgason bókmennta-
fræðing þar sem hann í rauninni tek-
ur undir það að þetta sé merkileg og
mikilvæg saga."
Munaðarlaus með samkennd
Ástæðuna fyrir því að Elías ákveð-
ur að skrifa um unglinga og erfið-
leika þeirra í Reykjavík síns tíma seg-
ir Hjáimar að megi líklega helst finna
í því að rithöfundinum hafi fund-
ist þetta vera sinn veruleiki. „Það
kemur ekki beinlínis fram í bókinni
en það er mín skoðun að hann hafi
í rauninni verið munaðarlaus piltur
í Reykjavík, elst ekki endilega upp
við mikla fátækt en samt dálítið erf-
iðar aðstæður. Elías hafði því mikla
samkennd með því unga fólki sem
var munaðarlaust í öðrum skilningi
í borginni, fann ekld fótfestu í þessu
nýja samfélagi, og hann komst ein-
faldlega í skáldlegt stuð þegar hann
settí sig í spor villuráfandi unglinga.
Þetta hefur örugglega líka með það
að gera að hann var sósíalistí og
taldi það hlutverk rithöfundarins að
greina sitt samfélag."
Sumir vilja meina að slæmur
dómur sem Sóleyjarsaga fékk í Þjóð-
viljanum hafi orðið til þess að Elías
hætti að skrifa skáldsögur. Hjálm-
ar spyr hann að þessu í bókinni og
Elías neitar. „Ég held að einn svona
íturvaxin
grýla
Unga Grýla, gamla Grýla,
íturvaxna Grýla og fleira er á
meðal þess sem hægt er að
berja augum á sýningu Sunnu
Emanúelsdóttur sem opnuð var
í Kaffi Bergi í Gerðubergi í gær.
Sunna byrjaði á að búa til jóla-
sveina árið 1993 og hefur síðan
gert fjölmarga jólasveina og
grýlur. Það býr mikil nákvæmn-
isvinna að baki hverri brúðu og
allur fatoaður er handprjónað-
ur í íslensku sauðalitunum og
skeggið er unnið úr gæru. Sýn-
ingin stendur til 13. janúar.
Aukasýning á Ökutímum:
Kynbundið ofbeldi rætt
Leikfélag Akureyrar og Jafnrétt-
isstofa efna til umræðna að lokinni
sérstakri aukasýningu á Ökutím-
um á sunnudaginn. Atburðurinn er
hluti af sextán daga átaki gegn kyn-
bundnu ofbeldi.
Þátttakendur eru
sérfræðingar, leik-
húsfólk og að sjálfsögðu áhorfendur.
Sýningar á Ókutímum hafa staðið
frá því í byrjun nóvember fýrir fullu
húsi og hafa vakið mikla athygli og
sterk viðbrögð. Leiklistargagnrýn-
LEIKLIST
andi DV sagði það bæði fyndið og
óhugnanlegt og að það ætti fullt er-
indi við okkur. Leikritíð, sem er eftir
Paulu Vogel, lýsir ævi konu sem varð
fyrir misnotkun á unga aldri. Leik-
stjóri sýningarinnar er María Reyndal
og á meðal leikara eru Kristín Þóra
Haraldsdóttir, Þröstur Leó Gunnars-
son og Guðjón Davíð Karlsson.
Um árabil hafa Sameinuðu þjóð-
imar efnt tíl átaks víða um heim til
að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi
gegn konum og bömum. Frá 25. nóv-
ember, sem er baráttudagur gegn
kynbundnu ofbeldi, tíl 10. desember
sem er mannréttindadags Samein-
uðu þjóðanna er rætt um ofbeldið,
umfang þess og inntak með margvís-
legum hætti og fjallað um alvarlegar
afleiðingar þess fyrir einstaklinga og
samfélag. Sjónir beinast meðal ann-
ars að ofbeldi á átakasvæðum, vændi
og mansali, misnotkun á börnum og
ofbeldi innan veggja heimilanna.
Þröstur Leó Gunnarsson og Kristín
Þóra Haraldsdóttir Þröstur og Kristín
leika aðalhlutverkin í leikritinu
Ökutímum eftir Paulu Vogler.