Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007
Sport
Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari
kvenna í handbolta, á að baki langan
og glæsilegan feril sem leikmaður og
þjálfari. Júlíus, sem er 43 ára, lék í tíu
ár sem atvinnumaður í Frakklandi,
Spáni, Þýskalandi og Sviss, spilaði
288 landsleiki fyrir ísland og skoraði í
þeim 703 mörk.
Júlíus er uppalinn Valsari og er
hluti af kynslóð Valsmanna sem telur
marga af bestu handboltamönnum
þjóðarinnar.
„Ég ólst upp í Hlíðunum og fór
ungur á Hlíðarenda. Ég byrjaði reynd-
ar ekki fyrr en ellefu eða tólf ára að
æfa handbolta og lenti í '64 og '65
kynslóðinni. Við vorum mjög sigur-
sælir alla yngri flokka og svo í meist-
araflokki áður en við tvístruðumst
um heiminn. Þeir helstu í hópnum
voru Valdi Gríms, Geiri Sveins, Jak-
ob Sig, Jón Kristjáns og Guðni Bergs
var með okkur líka. Stebbi Hilmars
var með okkur fyrsm árin, svo snéri
hann sér að öðru og er mjög góður í
því sem hann gerir. Þessi hópur plús
fleiri Valsarar, fyrir utan Stebba Hilm-
ars, hittist vikulega í hádegismat," seg-
ir Júlíus, sem æfði einnig knattspyrnu
sem strákur en ákvað að velja hand-
boltann á endanum.
„Ég tók ákvörðun nokkuð snemma
um að taka handboltann ff am yfir fót-
boltann. Ég veit ekki hvort ég hafi
skynjað það að ég myndi ná lengra í
handboltanum eða skynjað að ég væri
hrikalega lélegur í fótbolta. Hand-
boltinn heillaði mig meira og ég hætti
fljótlega að æfa fótbolta í Val. Ég flutti
reyndar út á Seltjamames og stund-
aði fótboltann þar meira sem hobbí
en að ætla mér eitthvað," segir Júlíus.
Hjá Val æfði Júlíus handbolta
undir stjórn Borisar Akbaschev, sem
þjálfað hefur marga af bestu hand-
boltamönnum landsins. Júlíus segir
að margt hafi breyst til hins betra með
tilkomu Borisar til Vals.
„Ég var í raun ekkert afgerandi í
yngri flokkum. Ég var ekkert sérstak-
lega stór en stækkaði mikið þegar ég
var fjórtán og fimmtán ára. Það var á
svipuðum tíma og Boris kom til Vals
og hann breytti svolítið stöðunum hjá
okkur. Hann setti mig í skyttustöðuna,
þrátt fyrir að ég væri kannski ekki al-
veg búinn að taka út fullan vöxt. En
hann sá hvernig ég var vaxinn, ég var
með langar hendur og langa leggi og
hann sá foreldra mína og hann veðj-
aði á það að ég yrði stór. Þetta gerði
hann við alla leikmenn. Það var ekki
fyrr en ég varð sautján eða átján ára
að ég fór að verða meiri handbolta-
maður en áður," segir Júlíus og bætir
við að hann hafi verið mjög heppinn
með þjálfara hjá Val.
„Boris nánast ól okkur upp. Tobbi
Jens tók svo við honum og var með
okkur síðar í meistaraflokki. Hilmar
Bjöms var líka með okkur. Þannig að
ég hef verið mjög lánsamur með þjálf-
ara. Boris kenndi okkur langmest og
kenndi okkur gmnninn. Við lærðum
mikið og fómm meðal annars með
honum til Sovétríkjanna á æfingamót
á hans heimaslóðir. Hann ætlaði sér
að yngja liðið þegar við kæmum upp
í meistaraflokkinn og hann gerði það.
Við fengum snemma stór hlutverk í
meistaraflokknum, þó að við höfum
þurft að bíða aðeins með að verða
meistarar. En við gerðum það með
glæsibrag þegar að því kom," segir
Júlíus.
Hann var íslands- og bikarmeist-
ari með Val árið 1988 og aftur Islands-
meistari með liðinu ári síðar. „Eftir
það tvístraðist hópurinn aðeins, alla-
vega fómm við Geiri í burtu þá. Við
ætluðum okkur að ná þessu áður en
við fæmm að hugsa um eitthvað ann-
að."
Fyrstur íslendinga til
Frakklands
Eftir íslandsmeistaratitilinn 1989
hélt Júlíus í atvinnumennsku, á 25.
aldursári. Fyrsti viðkomustaður hans
Handboltakappinn Júlíus Jónasson hefur víöa komið við á löngum ferli sem leik-
maður og þjálfari. Hann vann tvo íslandsmeistaratitla með Valsmönnum og einn
bikarmeistaratitil með félaginu, bikarmeistaratitil sem þjálfari ÍR og varð Evr-
ópumeistari árið 1994 með spænska liðinu CBM Alzira Avidesa, skömmu áður en
liðiö varð gjaldþrota. Hann stýrir nú íslenska kvennalandsliðinu í handbolta sem
náði á dögunum frábærum árangri í undankeppni EM. Dagur Sveinn Dagbjarts-
son settist í vikunni niður með Júlíusi og fór yfir litríkan feril kappans.
var Frakkland og liðið var Paris-Asni-
eres, þar sem hann lék meðal annars
með ungum og efnilegum handbolta-
manni að nafni Jackson Richardson.
Júlíus lék samtals í þrjú ár í París en á
síðasta tímabili hans hjá félaginu var
nafni félagsins breytt í Paris St. Ger-
main. „Ég taldi þetta vera rétta tím-
ann og áttí möguleika á að fara fyrr
út, tveimur árum fyrr. Jú, jú, mann
langaði, en ég taldi að það væri ekld
rétta augnablikið og vildi verða meist-
ari með Val áður. Eftír að við urðum
meistarar fyrra árið opnaðist mögu-
leiki en ég ákvað að vera eitt ár í við-
bót. Ég sé ekkert eftir því og ég held að
ég hafi alveg gert rétt, því maður var
hálfgerður kjúklingur.
Á þessum tíma var umhverfið
öðruvísi en núna. I fyrsta lagi var bara
leyft að einn útlendingur væri hjá
hverju liði og ég var því eini útlend-
ingurinn. Mesti peningurinn var lagð-
ur í útlendinginn og mesta pressan og
það hefði ekki verið neitt grín að fara
tvítugur eða rétt rúmlega tvítugur út.
Þú þurftir að geta þolað álagið. Miðað
við aldur, þá fór ég á góðum tíma.
Ég fór kannski óhefðbundna leið.
Ég áttí möguleika á að fara á árun-
um áður tíl Þýskalands. Ég tók þessa
ákvörðun, að vera fyrsti íslendingur-