Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Page 42
42 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 Ættfræöi DV Ættfræði DV Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp frétt- næma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra fslendinga. Lesendur geta sentinntilkynningarum stórafmæli á netfangið kgk@dv.is VIVDUKVIKUNWK Ólafur F. Magnússon LÆKNIR OG FORSETI BORGARSTJÓRNAR ** borgarfulltrúi af F-lista Frjálslyndra og óháðra 2002 og endurkjörinn 2006, var áheyrnarfulltrúi í borgarráði og skipulagsráði Reykjavíkurborgar 2002-2007 og er kjörinn borgarráðs- maður frá 2007. Fjölskylda Ólafur kvæntist 6.4.1974 Guðrúnu Kjartansdóttur, f. 9.3.1953, bókasafns- og upplýsingafræðingi. Hún er dóttir Kjartans Magnússonar, f. 18.1. 1913, d. 23.7. 1994, stórkaupmanns, og Sigríðar Guðmundsdóttur, f. 28.6. 1913, fyrrv. iðrekanda. Börn Ólafs og Guðrúnar eru Anna Sigríður, f. 3.3. 1974, doktor í næringarfræði, gift Alfons Ramel og eiga þau einn son; Magnús Friðrik, f. 25.7.1979, sálfræðing; Kjartan Frið- rik, f. 25.7. 1979, BS í sálfræði og tón- listarmaður; Egill Friðrik, f. 12.8.1992, nemi. Albróðir Ólafs er Stefán Ágúst, f. 15.6.1950, verslunarmaður. Hálfsystir Ólafs, samfeðra, er Nína Valgerður, f. 24.12.1948, kennari. Foreldrar Ólafs: Magnús Ólafsson, f. 1.11. 1926, d. 2.9. 1990, læknir, og Anna G. Stefánsdóttir, f. 13.8. 1930, húsmóðir. Ætt Magnús var sonur Ólafs, stud.med og ritstjóra Víðis í Vestmannaeyjum Magnússonar, formanns á Seyðisfirði og síðar í Vestmannaeyjum Jónssonar, b. á Geldingaá í Leirársveit Jónssonar, b. í DeiJdartungu í Reykholtsdal Jónssonar, dbrm og ættföður Deildartunguættar Þorvaldssonar. Móðir Jóns á Geldingaá var Guðrún, dóttir Böðvars, b. í Skáney Sigurðssonar, ogÞuríðarBjarnadóttur. Móðir Ólafs var Hildur Ólafsdóttir, útvegsb. á Landamótum á Seyðisfirði Péturssonar. Móðir Magnúsar var Ágústa Hansína Petersen, dóttir Aage Lauritz Petersen, símstjóra í Vest- mannaeyjum og síðar skattstofu- fulltrúa í Reykjavfk, og Guðbjargar Jónínu Gísladóttur, kaupmanns og útvegsb. í Hlíðarhúsum í Vestmanna- eyjum Stefánssonar. Anna er dóttir Stefáns Ágústs, forstjóra Sjúkrasamlags Akureyrar Kristjánssonar, b. á Glæsibæ við Eyjafjörð Jónssonar, frá Svðra-Hóli Sigfússonar. Móðir Stefáns Ágústs var Guðrún Oddsdóttir, b. á Dagverðareyri Jónssonar. Móðir Önnu var Sigríður, dóttir Friðriks Daníels, b. í Arnarnesi og síðar á Kambhóli við Eyjafjörð Guðmundssonar. Móðir Sigríðar var Anna Guðmundsdóttir, hreppstjóra frá Hesjuvöllum Árnasonar. T Ólafur Friðrik Magnússon, heimilislæknir og borgar- ráðsmaður, er mættur til ieiks í borgarstjórn en hann var kjörinn forseti borgarstjórnar á borgar- stjórnarfundi síðastliöinn þriðjudag. ' Starfsferill Ólafur fæddist á Akureyri 3.8. 1952 en ólst upp í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MH 1972, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1978, hlaut almennt lækningaleyfi á íslandi 1980 og í Svíþjóð 1982 og sér- fræðiviðurkenningu í heimilislækn- ingum í Svíþjóð 1984 og á íslandi 1985. Ólafur var aðstoðarlæknir á Borg- arspítala, Landspítala og Landa- kotsspítala 1978-81, héraðslæknir á Hvammstanga 1979 og Dalvík 1980, stundaði læknisstörf á sjúkrahúsum ogheilsugæslustöðvum í Svíþjóð sam- hliða sérnámi 1981-84, var heilsu- gæslu- og sjúkrahúslæknir á Blöndu- ósi 1984-86 og hefur verið sjálfstætt starfandi heimilislæknir í Reykjavík frá 1986. Ólafur er formaður Félags sjálf- stætt starfandi heimilislækna frá stofnun 1989, sat í stjórn Lækna- félags Reykjavíkur 1990-94, situr í samninganefnd heimilislækna utan heilsugæslustöðva frá 1987, og formaður hennar frá 1991, sat í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík frá 1974 og í stjórnum hverfafélaga flokksins í Hlíða- og Holtahverfi og í Fossvogs-, Smáíbúða- og Bústaðahverfi um skeið, sat í stjórn heilbrigðis- og tryggingamálanefndar Sjálfstæðisfloklcsins 1991-96, sat í flokksráði Sjálfstæðisflokksins frá 1995, var varaborgarfulltrúi í Reykjavík 1990-98, borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1998-2001, varamaður í borgarráði 1999-2001, skrifari borgarstjórnar 1998-2001, sat í stjórn Heilsuverndarstöðvar Reykjavflcur 1990-94, í stjórn Heilsu- gæslunnar í Reykjavík 1990-2002, var varamaður í umferðarnefnd Reykjavíkur 1990-94 og aðalmaður þar 1994-96, varamaður í skipulags- og umferðamefnd Reykjavíkur 1996- 98, sat í heilbrigðisnefnd Reykjavíkur 1994-98 og í sameinaðri umhverfis- ogheilbrigðisnefndReylcjavflcurl998- 2002, í félagsmálaráði Reykjavflcur 1998-2002, í ffamkvæmdanefnd um reynslusveitarfélög 1998-2002, í svæðisráði Reykjavflcur um málefni fatlaðra 1999-2002 og sat í samstarfs- nefnd Reykjavíkur og Ölfushrepps um umhverfismál 1999-2002. Ólafur var helsti hvatamaður og talsmaður undirskriftasöfnunar Umhverfissinna í árslok 1999 þar sem 45.386 íslendingar kröfðust lögform- legs mats á umhverfisáhrifum Fljóts- dalsvirkjunnar. Hann beitti sér *• gegn þátttöku Reykjavflcurborgar í Kárahnjúkavirkjun og flutti tillögur um það efni í borgarstjórn Reykja- vflcur. Ólafur sagði sig úr Sjálfstæðis- floklcnum 20.12.2001, sagði jafnffamt af sér sem varamaður í borgarráði og skrifari borgarstjórnar. Hann var kjörinn maður ársins 2001 af hlust- endum Rásar 2. Ólafur var óháður borgarfulltrúi ffá árslokum 2001 og til loka kjörtímabilsins, 2002, var kjörinn Finnbogi Bernódusson framkvæmdastjóri og safnvörður í Ósvör Finnbogi fæddist í Bolungarvflc en ólst upp í Þjóðólfstungu við öll almenn sveitastörf. Hann var síðar m.a. nokkrar vertíðir á bátum frá Bolungarvflc. Finnbogi lærði vél- virkjun hjá Vélsmiðjunni Þór á ísafirði, lauk sveins- prófi í þeirri grein við Iðnskólann á Isafirði og öðlaðist meistararéttindi. Finnbogi hóf rekstur Vélsmiðjunnar Mjölnis í Bolungarvflc sem hann er framlcvæmdastjóri fyrir og rak um tíu ára skeið Efnisvinnsluna í Bolungarvflc. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sitt sveitarfélag, m.a. setið í hafnar- nefnd Bolungarvíkur um árabil og starfað innan samtaka málm- iðnaðarins. Þá syngur hann með karlakórnum Erni. Hann er mfldll áhugamaðurum gamla muni, hef- ur gert upp fjölda gamalla véla af ýmsu tagi og hefur t.d. unnið slflc verk fyrir Þjóðminjasafnið. Finnbogi hefur sl. fjögur ár verið safnvörður Ósvararinnar í Bolungarvík sem er afar fjölsóttur ferðamannastaður og heilstæð- asta safn hér á landi um sjósókn á opnum árabámm. Þar er m.a. að finna sexæring, verbúð, hjall, fiskreit, salthús sem og þá muni, sldnnklæði og veiðarfæri sem þá var notast við, ásamt lifandi frá- sögn um þetta þúsund ára tíman- il í íslenslori sjósókn. Finnbogi kvæntist 27.12.1969 Arndísi Hjartardóttur, f. 16.11. 1950, skrifstofumanni oghús- móður. Hún er dóttir Hjartar Sturlaugssonar sem er íátinn og Guðrúnar Guðmundsdóttur, bænda í Fagrahvammi í Skutuls- firði. Börn Finnboga og Arndísar eru Guðrún Benný, f. 2.8. ara a föstudag 1970, bóndi á Hofs- stöðum í Hálsasveit en sambýlismaður hennar er Eyjólfur Gíslason, bóndi þar og eru börn hennar Áslaug Katrín Hálfdánardóttir, f. 16.11. 1989, Finnbogi Arnar Eyjólfsson, f. 30.12.1992 og Svava Kristfríður Eyjólfsdóttir, f. 8.8. 1994;Elísabet Anna, f. 13.9.1972, húsmóðir í Lúxemborg, gift Guð- mundi Harðarsyni og eru börn þeirra Hörður, f. 26.10.1995, Helena, f. 6.6. 1997 og Hjörtur, f. 5.10.2000; Ingibjörg, f. 13.5.1974, nemi í silfursmíði í Kaupmannahöfh og er sonur hennar Guðmundur Atli, f. 2.5.1995; Bernódus Örn, f. 14.4.1975, lést afslysförum 2.11.1991; ArndísAðalbjörg, f. 8.7.1986, háskólanemi og lflcamsræktarþjálfari í Reykjavflc; Sigríður Ágústa, f. 27.1.1992, nemi. Systkini Finnboga eru Sig- ríður Bernódusdóttir, f. 5.9. 1951, hjúkrunarfræðingur í Sví- þjóð;Sveinn Bernódusson, f. 18.6. 1953, jámsmiður í Bolungarvík; Sesselja Bemódusdóttir, f. 9.7. 1956, fiskvinnslukona í Bolung- arvík; Trausti Bernódusson, f. 26.4.1959, vinnuvélastjóri í Bolungarvík; Jón Pálmi Bernód- usson, f. 22.8.1962, rennismiður í Bolungarvflc; Guðlaug Bernód- usdóttir, f. 9.7.1964, húsmóðir í Bolungarvík; Hildur Bernód- usdóttir, f. 7.10.1969, húsmóðir á Akranesi. Foreldrar Finnboga: Bernódus Örn Finnbogason, f. 21.2.1922, d. 17.4.1995, bóndi í Þjóðólfstungu í Bolungarvflc, og k.h. Elísabet Sigurjónsdóttir, f. 14.8.1924, fyrrv. húsffeyja í Þjóðólfstungu, nú búsett í Bolungarvflc. SIGRÍÐUR HAGALÍN f. 7.12.1926, d. 26.12.1992 Sigríður HagaUn leikkona fædd- ist í Voss í Noregi en ólst upp á ísafirði. Hún var dóttir Guðmundar G. Hagalín rithöfundar og f.k.h., Kristínar Jónsdóttur. Sigríður lauk gagnffæðaprófi á ísafirði 1941, stundaði nám við Samvinnuskólann, Leiklist- arskóla Lámsar Pálssonar og Leiklistarskóla Þjóðleikhússins. Sigríður var leikkona hjá Þjóð- leikhúsinu og Leikfélagi Reykja- vflcur á ámnum 1953-1963 og var síðan fastráðin leikari hjá Leik- félagi Reykjavíkur ffá 1964. Hún þótti afar fjölhæf leikkona og var um langt árabil í hópi fremstu leikkvenna hér á landi. Meðal eftirminnilegra hlutverka hennar má nefna Nell í Hitabylgju, 1970; Arkadíu í Mávinum, 1970; Frú Gogan í Plógi og stjörnum, 1971; Fonsíu í Rommí, 1980 og aðal- kvenhlutverkið í kvikmyndinni Börn náttúrunnar, 1991. Sigríður hlaut Sflfurlampann, 1970, var tilnefnd tfl evrópsku Felix-kvikmyndaverðlaunanna sem besta leikkona í aðalhlutverki 1991 fyrir leik sinn í Börnum nátt- úrunnar og var kosin af Alþingi í heiðurslaunafiokk listamanna 1991. Fyrri maður Sigríðar var Ólafúr Ágústs Ólafsson forstjóri en seinni maður Guðmundur Pálsson, leik- ari og framkvæmdastjóri Leikfélags Reykjavíkur. Dætur Sigríðar em Kristín Ólafsdóttir bókasafnsfræðingur og Hrafhhildur Hagalín Guðmundsdóttir leikritahöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.