Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Page 45

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Page 45
PV Helgarblað FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 45 Riesling í Eyjaálfu ■ JB fllliam McArthur plant- ■ M\ M aði Riesling-þrúgunni \ M \ M fyrstur í Ástralíu árið \M \M 1838, nálaegt Penrith í W W fylkinu Nýja Suður-Wal- es í suðausturhluta landsins. Riesling var mest raektaða þrúgan í Ástralíu þartil á lokaáratug síðustu aldar þegar Chard- onnay skaust upp vinsældalistann. Hit- inn í Ástralíu er slíkur að hýðið á Riesl- ing-berjunum er allt að sjö sinnum þykkara en í Þýskalandi. Bragðið er oft nokkuð ristað með hunangi, límónu, sítrus og olíukeim. Riesling var fyrst plantað í Nýja-Sjálandi á áttunda áratug síðustu aldar en þrúgan hefur komið vel út í frekar svölu loftslagi Marlbor- ough. Riesling-vín frá Nýja-Sjá- landi eru yfirleitt léttari en þau áströlsku og fíngerðari. íngúrúinn Hugh Johnson segir að Riesling sé vanmetn- asta þrúga veraldar. Riesling-vín- PALMI JÓNASSON vínsérfræöingur DV um sé frábær blanda sýru og sætleika, þau geti verið þurr eða sæt, blómleg í upphafi en þroskist í olíukenndan vökva. Sagt er að Riesling sé helsta fram- lag Þýskalands til vínmenningarinnar. Þetta er forn þýsk þrúga, líklega afkom- andi villtra vínviða úr Rínardalnum. Lengst af var hún aðallega ræktuð í Þýskalandi, Alsace, Austurríki og í norð- anverðri ftalíu. Á síðustu misserum hef- ur hún náð eftirtektarverðum árangri í Nýja-Sjálandi og svalari svæðum Ástral- Riesling kemur fyrst fyrir árið 1435 ( skrám hjá greifanum af Katzeneln- bogen við Rín. Riesling- vín eru sýrurík með sterk- um blómailmi. Oft má greina græn epli, límónu, ferskjur, rúsínur og hunang en með aldrinum verður olíukeimur ríkjandi. Dýrustu vínin eru úr síðlesnum berjum með eð- almyglu eða svokölluð Eis- wein í Þýskalandi. Fá hvítvín geymast bet- ur. _ Saint Clair Vicar's Choice Riesling 2005 Saint Clair Estate Wines er í eigu lijónanna Neal og Judy Ibbotson. Þau hafa unnið við vínrækt í Marlborough frá 1978 og gert eigin vín frá árinu 1994. Allt frá fyrsta ári hafa þau fengið fjölda viðurkenninga. Þetta er enn fjölskyldufyrirtæki en Matt Thomson er yfir víngerðinni. Góð fresíulykt með þroskuðum perum, ferskjum, sítrus, apríkósum og hindberjum. Meiri sítrus, greip og hindber í munni. Fjölbreytt vín í lykt og bragði. Mjög góð kaup. 1.390 krónur. m Stoneleigh Marlborough Riesling 2003 Nafnið er dregið af steinunum í Maríborough sem skipta miklu í vínræktun þar. Fyrirtækið hefur framleitt vín frá 1986. Mark Hocquard er víngerðarmaðurinn en allar flöskur eru með skrúftappa. Þetta vín lyktar af blómum, sítrónu, ferskjum, apríkósum og kókoshnetu. Bragð af sítrónu, greip og appelsínu. Ágætt vín en ekki mjög tilþrifamikið. 1.490 krónur. m Willowglen Riesling 2004 De Bortoli Wines er fjölskyldufyrirtæki þar sem þriðja kynslóð víngerðarmanna ræður ríkjum, Darren De Bortoli og mágur hans Steve Webber. Sítrusávextir eru ráðandi í þessu víni. Blómalykt í nefi, perur, ananas, sítróna, hunang og banani. Greip, epli, perur og sítróna i munni. Vantar eiginlega herslu- muninn. 1.390 krónur. Einkunn í v'ínglösunt: IIIII Stórkostlegt IIII Mjög gott III Gott II Sæmilegt I Slakt „Eitt sem fylgir því að búa erlendis er að verða þess aðnjótandi að kynn- ast fólki af ólíkum uppruna og með annan bakgrunn en maður sjálftrr. Og þegar ég hugsa um það, þá virðist ég laðast mest að fólki sem nýtur mat- ar og menningar" segir Dóróthea Jó- hannsdóttir, matgæðingur vikunnar, sem býður upp á þríréttaðan matseð- U. Dóróthea bjó á Englandi í nokk- ur ár og hafði sú dvöl ýmislegt með það að gera hvað hún valdi. „Eitt af því skemmtilegasta sem við hjónin gerum er að eiga notalegan tíma með vinum og ættingjum við að elda sam- an góðan mat og njóta hans yfir um- ræðum líðandi stundar. Þegar ég fór að huga að hvaða uppskriftír ég ættí að birta ákvað ég að taka eitthvað gott frá góðum vinum okkar í Bretlandi. Það er léttur pinnamatur með vel völdu kampavíni. Þetta vinafólk okk- ar, sem er frá Torquay á Suður-Eng- landi, kom okkur upp á þennan rétt. Mig grunar að margir af þeim gesmm sem lögðu leið sína tíl okkarí Bris- tol hafi fengið að bragða þennan rétt . Hann er ótrúlega fljótlegur og himn- eskur á bragðið!" Aðalrétturinn er svokallað spari- spaghettí með humri eða rækju. Og ítalskra áhrifa gætír einnig í því sem Dóróthea er með á boðstólum í eft- irrétt. „Ein af mínum bestu vinkon- um í Bristol er ítölsk og er alin upp við mikfa matarást. Ég var ekki lengi að draga upp úr henni fjölskylduupp- skriftína af tíramisu þar sem sá eftír- réttur hefur alla tíð verið í uppáhaldi hjá mér. Hér er algjört lykilatriði að vera með úrvals gott espressokaffi." Kampavínsmeðlaeti • 1 krukka Peppadew-mild • 250 gr. rjómaostur Þetta eru heilir Piouante Peppers sem ég fylli með ijómaosti. Best að þerra þá aðeins áður en maður setur rjómaostínn í. Auðveldasta leiðin er að nota borðhmf við verkið. Svolítíl handavinna en alveg þess virði. Bo- rið fram á fallegu fatí sem handunn- ið verk! Spari-spaghetti með humri eða rækju • 1 pk spaghetti, heilhveiti eða spelt • 1 ferskur rauður chilli, saxaður mjög smátt • Olía • 500 gr. ferskur humar eða rækja (tekin úr skelinni) • 1 poki rukolakál Spagettí er soðið eftír settum regl- um. Þegar það er tílbúið er rauður chilli svissaður á wok-pönnu, hum- arinn settur út í þar á eftir. Passa að steikja hann ekki ofmikið. Spaghettí- ið er sett á pönnuna og hrært létt sam- an. Einum poka af rukola bætt út í og framreitt strax á borðið. Borið fram með góðu brauði að eigin vali (ekki verra ef það er heima- bakað). Tiramisu frá Suður-ltalíu • 150gr.sykur • 4 eggjarauður • 500gr.mascarpone-ostur • V4 tsk. vanillu-extra eða vanilludropar • 1 V4 pakki Ladyfingers • 300 ml espressokaffi (ca.8 bollar espresso) • Kakó til að sáldra yfir Sykur og eggjarauður hrærðar vel saman í hrærivél. Ostinum er bland- að varlega út í. Ladyfingers er dýft í kaffið og raðað ofan í fat sem er ca. 25 sm x 25 sm, helmingurinn af osta- hrærunni er settur ofan á, annað lag af ladyfingers sett ofan og hinn helm- ingurinn af ostahrærunni. Að lok- um er kakói sáldrað yfir. Geymt í kæli fram að framreiðslu. Verði ykkur að góðu! „Ég vil skora á fón Raftisson, bassaleikara með meiru, að vera næsti matgœðingur.Þar er mikill mataráhugamaður á ferð og ein- staklega góður kokkur!" Humarhúsið • Amtmannstíg i • 101 Reykjavik • Sími: 561 3303 • humarhusid.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.