Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Side 46
46 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007
Ferðir DV
Keypt fyrir jólin Björg
segir marga fara I innkaupa-
feröirtil Bandaríkjanna.
Spægipylsa er hituð en
ekkisoðin Þvfmáekki
koma með hana til landsins.
U FERÐINNI
Umsjón: Baldur Guðmundsson. Netfang: batdur@dv.is
Flugstöð Leifs Eiríkssonar Björg
Valtýsdóttir, deildarstjóri tollgæslunnar,
segir að tollgæslumenn verði að treysta á
heiðarleika fólks.
Jólaklifur
Islenski Alpaklúbburinn heldur úti
öflugri starfsemi allt árið um kring.
Desembermánuður er engin
undantekning en 15. desember
stendur hann fyrir svokölluðu
jólaklifri. Klifrað verður i nágrenni
borgarinnar þar sem (s-aðstæður
leyfa. Ef snjór og áhugi er nægur
verður einnig farið á skíði þar sem
stefnan verður tekin á einhvern topp
í nágrenninu. Að þessu loknu erfólki
stefnt niður (Klifurhús þar sem
klúbburinn býður (glögg og
piparkökur. Nánari upplýsingar á
isalp.is.
Hvers vegna er 13 sögð óhappatala?
Sú skýring sem heyrist Kklega oftast á neikvæðri ímynd tölunnar 13 er að
við síðustu kvöldmáltið Krists hafi verið samtals þrettán menn. Óorðið sem
föstudagurinn þrettándi hefur á sér má svo meðal annars rekja til þess að
krossfesting Krists á að hafa farið fram á föstudegi. Á hinn bóginn er sagt að
sums staðar sé 13 talin heillatala. Þar eru til dæmis nefndir Forn-Egyptar, en
hjá þeim var þrettánda skeið lífshlaupsins dauðinn, eða lífið eftir dauðann,
sem hafði jákvæða merkingu. Þetta segir á Vísindavefnum.
Björg Valtýsdóttir, deildarstjóri toll-
gæslunnar á Keflavíkurflugvelli, segir
farþega frá Bandaríkjunum versla
meira en aðra enda sé dollarinn lágur.
Aðventuferð
íBása
Rétt er að minna á hina óviðjafnan-
legu og árlegu aðventuferö (Bása
helgina 8. til 9. desember. Ferðafélag-
iö Utivist stendur fyrir feröinni en
hún er opin öllum. Þetta er notaleg
ferð þar sem hægt er að slaka á og
njóta aðventunnar langt frá stressi
stórborgarinnar. Farið verður (léttar
göngurog haldin kvöldvaka auk
þess sem þar veröur ein sameiginleg
máltíð þar sem hver og einn kemur
með mat á hlaðborðið. Nánari
upplýsingar á utivist.is.
Skaftafell
í Öræfum
Út er komin
bókin
Skaftafell (
Öræfum -
fslands
þúsund ár.
Hún er eftir
breska
fjallavistfræð-
inginn dr.
Jack D. Ives
en (rannsóknarleiööngrum enskra
háskólanema til fslands kannaði
hann meðal annars Morsárjökul,
Svlnafellsjökul og Skaftafellsjökul.
Bæði masters- og doktorsverkefni
hans fjölluðu um öræfin og
Morsárjökul. Höfundur tekur saman
efni um náttúru og mannlíf í
Öræfum frá landsnámsöld fram á
okkar daga auk þess sem hann fjallar
um þjóðgarðinn ISkaftafelli. I
bókinni segir einnig frá áhrifamikilli
sögu tveggja leiðangursmanna sem
týndust á Hvannadalshnjúk árið
1953. Bókin er einnig fáanleg á
ensku en Ormstunga gefur bókina
út.
Áramót
íBásum
Þó flest ferðafélög liggi I dvala yfir
svartasta skammdegið er það ekki
reyndin hjá Ferðafélaginu Útivist.
Undanfarin ár hefur skapast hefð
fyrir þv( að fara (svokallaða
áramótaferð Bása. Áramót (Básum
eru sérstök upplifun. Það er einstakt
að fagna nýju ári á fjöllum og
strengja ný heit. Nýju ári er heilsað
með áramótabrennu, blysum,
kyndlum og flugeldum en dagarnir
nýttirtil gönguferða. Nánari
upplýsingar má finna á utivist.is en
allir eru velkomnir i þessa ferð.
fólk reyni að ljúga til um uppruna
vara. „Því miður koma alltaf til okk-
ar einstaklingar sem byrja á því að
fullyrða að þeir hafi farið með hlut-
inn héðan. Einn kom til dæmis um
daginn með gítar í tösku til landsins
og hélt því fram að hann hefði far-
ið með gítarinn út til að kaupa utan
um hann tösku. Seinna kom svo á
daginn að hann hafði keypt gítar-
inn úti og því missti hann gripinn,
enda var hann kærður. Þetta kemur
alltaf í ljós fyrr eða síðar og þá getur
fólk verið búið að spila sínum spil-
um þannig að það missi hlutinn.
Það borgar sig ekki að ljúga. Það er
miklu betra að koma hreint fram
heldur en að hætta á það að málið
fari í sektarmeðferð."
Engin spægipylsa
Nokkuð ber á því að fólk reyni
að koma með hluti til landsins sem
ekki má flytja inn. „Það er bannað
að koma með ósoðna matvöru til
landsins. Salamipylsa er bönnuð því
hún er ekki soðin heldur hituð. Það
er ekki nóg til að heimila innflutning.
Svo er snusið (neftóbakið) auðvitað
bannað og hnífar með lengra blaði
en 12 sentímetra eru bannaðir.
Fólk hefur stundum verið að reyna
að koma með sverð eða sveðjur
til landsins. Jafnvel þótt það séu
skrautmunir eru þessir hlutir
bannaðir nema með sérstöku leytí
lögreglustjóra," segir Björg og bætir
við: „Auk þessa er bannað að koma
með meiri matvöru til landsins en
þrjú kíló, nema af henni séu greidd
gjöld. Sælgætið er þar á meðal."
þrjá farþega úr hverri vél," segir hún
en 15 prósent tollur er á fatnaði auk
þess sem tollur er af vörum frá Am-
eríku.
Björg segir að fólk taki allajafna
vel í að greiða af þeim vörum sem
það kemur með til landsins, um-
fram 46 þúsund krónurnar. „Margir
vita af því að þeir hafi verslað meira
en kvótinn segir til um og hafa
meðferðis kvittanir til að flýta fyrir
og auðvelda afgreiðslu. Þetta tekur
ekki langan tíma ef fólk er heiðar-
legt og fúst til samstarfs. Sumir bera
við vanþekkingu og segjast ekki
hafa vitað af því að upphæðin væri
svona lág," segir Björg.
Viljum ekki rukka fólk tvisvar
f haust spratt upp umræða um
að farþegar hefðu lent í vandræð-
um þegar þeir komu með mynda-
vélarnar eða tölvurnar sínar aftur til
landsins. Björg segir ekki hafa borið
mikið á því undanfarið. „Við rukk-
um ekki fólk ef það getur sannar-
lega sýnt að það hefur keypt hlutinn
hér heima. Það er ekki metnaður
okkar að reyna að rukka fólk tvisv-
ar um gjöld á vörum. Þegar við höf-
Stíla inn á heiðarleika
Björg segir ómögulegt að at-
huga föggur allra þeirra sem koma
til landsins. „Við reynum að spyrja
fólk og stíla inn á heiðarleika þess
í staðinn fyrir að athuga í hveija og
eina tösku. Það myndi taka óratíma
og við getum bara athugað tvo til
um verið í vafa um hvort hluturinn
er nýr eða ekki er fólki gefinn kostur
á að senda okkur kvittun eða stað-
festingu frá versluninni um að var-
an hafi verið keypt hérlendis," seg-
ir Björg en bætir við að starfsmenn
tollsins séu klókir að finna út hvað-
an vörurnar koma.
Borgar sig ekki að Ijúga
Björg segir nokkuð bera á því að
Hver einstaklingur má
koma með varning til
landsins fyrir 46 þúsund
krónur. Þar af má einn
hlutur ekki kosta meira
en 23 þúsund krónur,"
segir Bj örg Valtýsdóttir, deildarstjóri
tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli,
en nú flykkist landinn í verslunar-
ferðir til útlanda. „Við náum ekki
til allra, eins og við myndum vilja
gera. Á því væri mest þörf þegar fólk
er að koma úr verslunarferðum frá
Bandaríkjunum. Fólk virðist versla
sérstaklega mikið þar enda dollar-
inn mjög lágur um þessar mundir,"
segir Björg og bætir við: „Fólk virð-
ist ekki fara í stórum stíl til annarra
landa til að versla, eins og marg-
ir halda heldur er þetta langmest
áberandi í Ameríkufluginu."