Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Side 70

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Side 70
70 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 Síðast en ekki síst DV » VIKUNNAR Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra faer fullt hús stjarna fyrir að beita sérötullega (málefnum aldraðra og öryrkja. Ríkisstjórnin kynnti á dögunum löngu tímabæra aðgerðaá- ætlun til að bæta stöðu þeirra með því að verja 5 milljörðum í málaflokkinn á komandi árum. I þessu sambandi verður skerðing tryggingabóta vegna tekna maka loksins afnumin og frítekjumark vegna atvinnu- tekna ellilífeyris- þega hækkað. Freyja Haraldsdóttir fær þrjár stjörnur fyrir að hafa vakið fólk til umhugsunar um stöðu fatlaðra í samfélaginu. Hún fékk á dögunum Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins og var vel að þeim komin. Freyja hefur sýnt og sannað að fatiaðir eru fullgildir samfélagsþegnar. Meðal afreka hennar er að þræða framhaldsskólana og fræða nemendur undir yfirskrift- inni: Það eru forréttindi að lifa með fötlun. Hope Knútsdóttir, formaður Siðmenntar, læturekki deigan síga þrátt fyrir ofstækisfullar persónuárásir að undanförnu og fær hún því eina stjörnu. Fólk sem er ósátt við þaráttu Siðmennt- ar gegn trúboði (skólum hefur hringt ( Hope með skömmum dag og nótt. ( samtali við DV sagðist hún hafa verið kölluð bæði anarkisti og nasisti af fólki sem vill halda kristnu trúboði í grunnskólum. fslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur sannarlega staðið sig vel að undanförnu og fær heilar tvær stjörnur. Liðið lenti (öðru sæti síns riðils í undankeppni Evrópumeistaramótsins og tryggði sér rétt til umspils um laust sæti í lokakeppninni. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, línumaður úr Gróttu, fór þar fremst í flokki en hún var valin í úrvalslið mótsins. LANGAÐIAÐEINSAÐ HEYRAÍ KARLINUM Vífíll AtlaSOn, ungur hrekkjalómur, hringdi í ritara sjáfs George W. Bush Banda- ríkjaforseta, kynnti sig sem Ólaf Ragnar Gríms- son og óskaði eftir samtali við Bush. Ritari for- setans bókaði símafund milli„Ólafs" og Bush síðasliðinn mánudag. Eins og dv.is greindi frá fékk Vífill aftur á móti heimsókn frá íslenskum löggæsluyfirvöldum í staðinn. Hafði þá banda- ríska leyniþjónustan CIA verið í sambandi við lögregluna um að maðkur væri í mysunni. Hver er maðurinn? „Víflll Atlason hrekkjalómur." Hvað gerir þú? „Ég er nemi í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi." Hver eru þín áhugamál? „Ég kann að meta góðan mat, góða tónlist og svo auðvitað vini mína." Stundar þú einhverjar íþróttir? „Neibb, ég er samt ekki feitur." Hefur þú búið erlendis? „Nei, því miður, en mig dreymir um að búa í Finnlandi." Uppáhaldsstaður? „Finnland." Besti matur? „12" bræðingur frá Subway í ít- ölsku brauði með aukabeikoni, káii, gúrkum, lauk, ólífum, léttmajónesi, barbeque-sósu og ostasósu." Uppáhaldshljómsveitin þín? „Ríó tríó." Neyðarlegasta atvikið sem þú hefur lent í? „Einu sinni var tekið smá viðtal við mig í fréttunum á sjómannadag- inn og ég rann til og datt alveg hrika- lega klaufalega og þeir sýndu það í sjónvarpinu." Hvernig kom það til að þú ákvaðst að hringja í Bush? „Mig langaði bara aðeins að heyra í karlinum." Hvað hefðir þú sagt við Bush? „Ég ætlaði að bjóða honum til fs- lands, spjalla svolítið og fara jafnvel með honum til Finnlands ef það væri hægt." Sérð þú ekkert eftir þessu? „Nei, það er eitthvað lítið." Óttast þú afleiðingar hrekksins? „Nei, alls ekki, lögreglan kom og sótti mig og fór með mig niður á stöð en þeir höfðu nú bara lúmskt gaman afþessu." Hver er þín fyrirmynd? „Tarja Hcdonen, forseti Finn- lands." Hver er draumurinn? „Fara til Finnlands, fara í gufu og hafa það gott.“ SANDKORN ■ Fjöldi fólks mætti á Gauk á Stöng á föstudaginn þar sem rapptónleikar áttu að fara fram. Því miður varð her- singinnað snúa við á punktinum þar sem tón- leikahaldari hafði ekki til- skilin leyfi til skemmtana- halds. Meðal þeirra sem áttu að spila á tónleikunum voru rappar- inn Dabbi T sem gaf út plötuna Óheflað málfar í haust, Skábræð- ur, Óskar Axel og Stebbi HD. Sá síðastnefndi er æfur út af málinu og segist hafa æft sig í fleiri vikur fyrir giggið og íhugar að lögsækja tónieikahaldarann. Það verður víst hægara sagt en gert þar sem sá er aðeins 15 ára. ■ Bardagakappinn Gunnar Nel- son komst nýlega á síður blaðsins þegar hann gerði sér lítið fyrir og lagði hinn þrautreynda i ^ Hollending Niek Tromp í keppni á ír- landi. Gunn- arkemur heim til ís- lands fyrir jól, en hann hef- ur dvalið á Bretlandseyjum við æf- ingar frá því í haust. Tókst Gunn- ari að fá einn bardaga til viðbótar áður en haldið verður heim á leið. Gunnar keppir næstkomandi sunnudag í keppni sem ber heitir Angerrr management. Andstæð- ingurinn að þessu sinni er breskur að nafni Barry Mairs. Er það hald manna að Gunnar fari létt með drenginn, en taka verður þó ffarn að enginn bardagi í blönduðum bardagalistum er auðveldur. ■ Hljómsveitin Hjaltalín var í við- tali hjá þeim Capone-bræðrum í gærmorgun. Þar barst umræðan að plötu- dómum og gagnrýnií íslenskum dagblöð- umogvoru menn á einu máliumþað að íslenskir gagnrýnend- ur væru gríðarlega mjúkir. Meðal annars höfðú menn orð á því að varla væri hægt að opna dagblöð- in án þess að reka augun í fjögurra og fimm stjömu dóma um geisla- diska eða tónleika. Andri minntist meira að segja á það að það væri eins og íslenskar hijómsveitir fengju strax eina stjömu bara fyrir ómaJdð að nenna að búa til tónlist á íslandi. Þess má geta að Hjalta- lín fékk einmitt fimm stjömu dóm í Fréttablaðinu fyrir plötu sína Sleepdrunk Seasons. dori@dv.is Vinalega vetrarveðrátta „Það kom að því að veðrið róaðist og það kom líka að því að lægðunum var beint í áttina til Bretlandseyja.Tími til kominn segja sumir," segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.„Hér uppi á Islandi þýðir þessi breyting að kaldara loft úr norðri og vestri á greiðari aðgang. Um helgina kólnar heldur, en vart hægt að tala um annað en að vægt frost verði á landinu. Vindur víðast hvar mjög hægur, sums staðar einhver él eða minniháttar snjókoma um tíma, einkum nærri sjávarsiðunni en að öðru leyti fremur lítið um ský og það sem sumir mundu kalla fallegt vetrarveður og aðrir draumajólaveður, (í það minnsta þar sem snjór er yfir!). Hið aðgerðarlitla ástand mun að öllum líkindum var fram á mánudag, en á þriðjudag má vænta suðaustanáttar með blota, en sú þýða lítur núna út í fyrir að verða minniháttar, hvað svo sem síðar verður. 1' Einar Sveinujörnsson, vedurfræðingur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.