Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2008 Fréttir DV asann á forsetanum sem er kominn í hjónabandshugleiöingar aðeins þrem ur mánuðum eftir skilnað við eigin- konu sina til margra ára. Vinsældir og væntingar Stuðnings- maður Sarkozy smellir á hann kossi! kosningaslagnum á síðasta ári. FV^ 1 -T ■ámsM ■■ . WE Forsetinn og fyrirsætan fyrrverandi Ásamt syni Cörlu í fríi (Egyptalandi um jólin. KOLBEINN ÞORSTEINSSON bladomodur skrifar: kolbeinmvdv.is Eins og fram hefur komið í frétt- um undanfama daga bera Frakkar blendnar tilfinningar til forseta síns, Nicolas Sarkozy. Þyldr mörgum nóg komið af gjálffl, lúxusferðalögum hans til annarra landa og ástamál- um. Franska þjóðin horfir nú til þeirra háleitu og fögru fyrirheita sem Sar- kozy stóð fyrir í kosningabaráttunni um forsetastólinn á síðasta ári. Hann lofaði þá að bæta efiiahag frönsku þjóðarinnar, en efridir hafa ekki ver- ið í samræmi við væntingar kjósenda. Það má til sanns vegar færa að engin lognmolla hefúr ríkt í kringum Sar- kozy síðan hann tók við embætti for- seta Frakklands þann 16. maí 2007. Harður í horn að taka Þrátt fyrir að hafa lent uppi á kant við Jacques Chirac árið 1995 þegar * Cécilia Sarkozy Fyrrverandi feiginkona Sarkozys, þau : I skildu í október. Sarkozy studdi andstæðing Chiracs í forsetakosningunum, skipaði Chirac hann innanríkisráðherra árið 2002 eftir að hafa verið endurkjörinn sem forsetí landsins. í lok síns fyrsta tí'mabils í embættí innanríkisráðherra státaði Sarkozy af því að vera hvort tveggja í senn vin- sælastí og óvinsælastí stjómmála- maður íhaldsins. Margir hrifust af hörkunni sem hann auðsýndi í bar- áttunni gegn glæpum, sem kom meðal annars ffarn í því að lögregl- an varð sýrtílegri á götunum og birt- ar vom mánaðarlegar tölur yfir tíðni glæpa. Aðrir voru ekki eins hrifriir. Óeirðir í París Eftír stutta dvöl í fjármálaráðu- neytinu varð Sarkozy innanríkisráð- herra á ný og haustíð 2005 komust málefni löggæslunnar í sviðsljósið. Sarkozy var sakaður um að hafa orð- ið valdur að óeirðum eftír að hann kaUaði ungt fólk í félagslegum fbúð- um mslaralýð. Tvö ungmenni dóu í undanfara óeirðanna og varpaði Sar- kozy sökinni á glæpalýð og óþokka. Meðan á óeirðunum stóð líktust sum hverfi Parísar meira vígveUi en höf- uðborg Parísar á friðam'ma. Svipað- ar óeirðir urðu á síðasta ári, er tveir unglingar létust eftír árekstur við lög- reglubíl. Þá loguðu sum hverfi París- ar í fullri merldngu þess orðs. Árið 2005 varð Sarkozy æ ómyrk- ari í máU þegar umræðan snérist um þjóðfélagsmál og sagði að róttækra breytínga væri þörf í efnahags- og þjóðfélagsmálum. Forsetaembættið Á síðasta ári tók Nicolas Sarkozy við embættí forseta Frakklands. Einn helstí keppinautur hans var Ségol- éne Royale og í fyrstu umferð kosn- inganna náði hann ekki meirihluta atkvæða, en í annarri umferð fékk hann rúmlega fimmtíu og þrjú pró- sent atkvæða og stóð uppi sem sig- urvegari. Frakkar eru ekki búnir að gleyma kosningaloforðum hans, en þeim finnst Utíð bera á efndum. 1 kjölfar sigursins ávarpaði hann Á fréttafundi í gær sagði hann að sam- bandhans og Cörlu Bruni væri alvarlegt, en hvort og hvenær þau gengju í hjóna- bandyrði ekki ákveð- ið afJournal du Di- manche eða nokkru öðru dagblaði. þjóðina og hvattí tíl einingar henn- ar, en ítrekaði einnig nauðsyn þess að auka á nútímavæðingu. I ræðu sinni sagði hann að Frakkar hefðu kosið að rjúfa tengsUn við hugmyndir, venj- ur og hegðun fortí'ðarinnar. „Ég mun endurreisa gUdi vinnu, yfirvalda, verðleika og virðingar þjóðarinnar," sagði Sarkozy. Annt um ímynd sína Engum blöðum er um það að fletta að Nicolas Sarkozy gerir sitt ítrasta tíl að hafa stjóm á því hver ímynd hans er gagnvart frönsku þjóðinni. Hann komst á Usta hundrað best klædda fólksins hjá tímaritinu Vanity Fair og var þar í sextugasta og áttunda sætí og ekki var félagsskapurinn af verri endanum; Brad Pitt og David Beck- ham. Sögur herma að Sarkozy hafi neytt forstjóra blaðsins Paris Match til að segja af sér eftír umfjöllun blaðsins um samband CécUiu, þáverandi eig- inkonu Sarkozys, við Richard Attías, forstjóra auglýsinga- og markaðsfyr- irtækisins PubUcis. Síðar áttí eftír að birtast í Paris Match mynd af Frakklandsforseta þar sem af Ukama hans var búið að fjarlægja það sem gjaman hefur ver- ið kaUað björgunarhringur. Stuðningur við Bandaríkin Enginn hefúr þurft að velkjast í vafa um stuðning Sarkozys við V NSÆLDIR FORSETA^ Það verður seint sagt að lognmolla fylgi Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands. Þykir mörgum Frakkanum nóg um

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.