Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2008 Fréttir DV F FRETTIR & Nvioauooi óíi fB Glæsibílabruni enn óupplýstur Lögreglan á Suðurnesjum hef- ur enn ekki haft hendur í hári þess sem kveikti í tíu glæsibifreiðum við höfnina í Vogum á Vatnsleysu- strönd, árla morguns sunnudag- inn 9. desember. Rannsóknin stendur enn yfir og treysti rann- sóknardeild lögreglunnar sér ekki til þess að gefa nánari upplýsingar um framvinduna. Bflarnir voru í eigu Ragnars Magnússonar veitingamanns sem sagðist hafa ætíað að dekra við bflana tíu með aðstoð vinar síns Annþórs Karlssonar, sem þekktur er fyrir ofbeldisverk. Fimm þúsund tonn þorsks Guðmundur í Nesi og Venus fengu úthlutað hæstu þorsk- aflaheimildunum í norskri og rússneskri lögsögu. Fiskistofa sér um að úthluta heimildun- um og úthlutaði samanlagt rúmum fimm þúsund tonnum, þrjú þúsund tonnum í norskri og tvö þúsund tonnum í rúss- neskri lögsögu. Guðmundur í Nesi fær samanlagt rúmlega 800 tonna aflaheimildir og Venus hátt í 700 tonn. Árni rökstyður ráðningu Arni Mathiesen rökstyður ráðningu Þorsteins Davíðs- sonar í embætti héraðsdóm- ara við Héraðsdóm Norð- urlands eystra, meðal ann- ars með því að Þor- steinn hafi gegnt veigamikl- um nefnd- arstörfum hjáhinu opinbera. Guðmund- ur Kristjánsson og Pétur Dam Leifsson höfðu sótt um starf héraðsdómara. Þorsteini er talið til tekna að hafa setið í dómnefnd bókmenntaverð- iauna Tómasar Guðmunds- sonar. Þá er bent á starf hans sem aðstoðarmaður ráðherra. Rökþrota ráðherra Ragnheiður Jónsdóttir, lögmaður og einn umsækj- enda um starf héraðsdómara, segir að rökstuðningur Árna sýni í hvers konar þrot Árni Mathiesen er kominn. Ragn- heiður hefur sex ára reynslu frá Héraðs- dómi Norð- urlands eystra en hún hef- ur starfað fyrir sýslu- manns- embættið á Húsavík undanfarin ár. Sjálf segist hún hafa átt von á að Guðmundur Kristjánsson hæstaréttarlög- maður yrði fyrir valinu. Hann hefur verið í lögmennsku í 35 ár. Þorsteinn Davíðsson útskrifaðist úr lögfræðí áfið 1999 og hlaut réttindi til mál- flutnings fyrir héraðsdómi árið 2005. Fyrrverandi sambýlismaður og 17 ára fóstursonur erlendrar konu sem býr við Nes- haga í Reykjavík eru báðir grunaðir um að hafa kveikt í ibúð hennar um síðustu helgi. Orðiö er ljóst að um íkveikju er að ræða. "Pj TRAUSTI HAFSTEINSSON bladamadur skrifar: trausti@dv.is ■HL. Ljóst er orðið að kveikt var í íbúð í fjölbýlishúsi á Neshaga aðfaranótt þrettándans. Þar býr kona af er- lendum uppruna og eru fyrrverandi sambýlismaður og 17 ára fóstur- sonur hennar grunaðir um verkn- aðinn. Konan býr í húsinu með tveim- ur sonum sínum en þau voru stödd í heimalandi sínu þegar bruninn varð, laust fyrir klukkan eitt aðfara- nótt sunnudagsins 6. janúar. Fjöl- skyldan hefur leigt íbúð á fyrstu hæð blokkarinnar í rúm tvö ár. Veg- farandi varð eldsins var og gerði Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins viðvart. Eldur skíðlogaði í íbúðinni þegar slökkviliðið kom á staðinn og mildi þykir að hann náði ekki að breiðast út til nærliggjandi fbúða. Grunuð um vændi Konan er ekkja eftir fslending og fóstursonurinn er sonur hins látna eiginmanns. Hún hefur sjálf verið til skoðunar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu, grunuð um vændisstarfsemi og vanrækslu barna sinna. Það var fyrr- verandi sambýlismaður konunnar sem tilkynnti hana til lögreglu og bar því við að hagur barnanna væri í húfi. Hann er nú í þeirri stöðu að vera grunaður um íkveikjuna. Samkvæmt heimildum DV hef- ur tekist að færa sönnur á að konan stundi vændisstarfsemi án þess að frekar verði aðhafst í þeim efnum. Hér á landi telst hvorki refsivert að stunda vændi né kaupa slíka þjón- ustu, aðeins er von á refsingu hafi einstaklingur milligöngu um slík viðskipti í hagnaðarskyni. Hins veg- ar er hugsanlegt að háttalag móð- urinnar brjóti gegn barnaverndar- lögum. Innsigluð íbúð Þetta er ekki í fyrsta sinn sem reynt er að kveikja í þessari íbúð því í ágúst 2006 var bensínsprengju kastað þar inn. Þá var fjölskyldan einnig stödd erlendis og fékk fréttímar í gegnum lögregluna. Lögreglan telur víst að íkveikjumar tengist og eru hinir gmn- uðu, sambýlismaðurinn fyrrverandi og fóstursonurinn, grunaðir um hvort tveggja. Lögregla hefur innsiglað íbúðina á meðan rannsókn stendur yfir. Leigu- sali konunnar hefur ítrekað reynt að ná í hana í útíöndum en fram tíl þessa hefur það ekki borið árangur. Það er því óvíst hvort hún viti nokkuð um brunann, ef sú vimeskja hefúr borist henni er það í gegnum tflraunir lög- reglunnar til að hafa uppi á henni í heimalandi hennar. Aðspurður segir leigusalinn tíklegt að gera þurfi breyt- ingar á leiguhaldinu í ljósi þess að tví- vegis hefur verið kveikt í íbúðinni á innan við tveimur árum. Fór eftir fyrri brunann Sverrir Kristján Einarsson, fyrr- verandi íbúi í fjölbýlishúsinu, bjó þar þegar kveikt var í íbúðinni með bens- ínsprengjunni árið 2006. Hann segist hafa sett íbúðina á sölu í kjölfar fyrri brunans. „Ég var vakandi þegar kveikt var í í fyrra skiptíð og áttí ég ekki von á neinu svona löguðu. Skyndilega fór ég að finna reykjarlykt og þá var kviknað í íbúðinni. Brennuvargurinn kom að blokkinni með stiga og kast- aði bensínsprengjunni inn í íbúðina," segir Sverrir. „Þetta var klárlega íkveikja þeg- ar ég bjó þarna og ég held að löggan hafi verið í hörkueltíngaleik í leit að brennuvarginum. Ég var búinn að vera að hugsa um að flytja þegar að þessu kom. Þegar kveilú var í íbúð- inni með þessum hætti var ekki erf- itt að ákveða sig endanlega því ekki hafði ég áhuga á að vera þarna áfram eigandi á hættu að aftur yrði kveikt í í framtíðinni." Ragnheiður I. Þórarinsdóttir ætlar aö leita til umboðsmanns Alþingis: Osátt við rök ráðherra „Ég kem örugglega til með að fara með málið alla leið," segir Ragnheið- ur I. Þórarinsdóttir aðstoðarorku- málastjóri. Össur Skarphéðinsson iðnaðaráðherra sendi Ragnheiði í gær röksmðning fyrir skipun doktors Guðna A. Jóhannessonar í embætti orkumálastjóra um áramótin. Ragnheiður, sem sótti einnig um starfið, var ósátt við ráðningu Guðna og óskaði eftir rökstuðningi sem barst í gær. Þar segir Össur meðal annars að Guðni hafi ágæta reynslu af stjórnun og rekstri auk þess að hafa birt fjölda vísinda- og fræði- greina í tímarimm tengdum orku- og auðlindamálum. Ragnheiður seg- ist ósátt við röksemdir Össurar og að þær séu ekki fulinægjandi að henn- ar mati. Hún gagnrýnir að svo virðist sem auglýsingin um starfið hafi ekki verið höfð til hliðsjónar við ráðn- inguna. „Hann tilgreinir að hann hafi meiri menntun þó ég til dæm- is hafa aðra gráðu heldur en hann. Það er gert lítíð úr MBA-gráðunni og lítið gert úr þeim þátmm sem koma fram í auglýsingunni um reynslu af stjórnun og rekstri. Það er mjög lítið minnst á stjórnsýsluþættí og þekk- ingu á orkugeiranum hér á landi. Það eru ótal þættir sem ég set spurninga- merki við." Meðal þess sem Guðna var talið til tekna var staða hans sem prófessor í Konunglega verkffæðiháskólanum í Stokkhólmi auk þess að hafa gefið út fjölda fræðigreina. „Ég hef einnig gef- ið út margar ritrýndar greinar á mín- um ferli. Eg hef einnig verið leiðbein- andi í meistara- og doktorsritgerðum og hef góð alþjóðleg tengsl. Það verð- ur ekki tekið af Guðna að hann hefur staðið sig vel sem prófessor. En mað- ur spyr sig hvaða þættir hafi verið lagðir til gmndvallar við ráðninguna." Ragnheiður segist ekki vera farin að hugleiða framtíð sína og segist ætía að taka eitt skref fyrir í einu. Hún ætíar að leita tíl umboðsmanns Alþingis varðandi ráðninguna og segist ætía að fara með málið alla leið. „Ef menn em heilir í sínu fer allt vel að lokum," segir Ragnheiður. Saman í Alþýðubandalaginu Ragnheiður er ósátt við skipun Össurar á Guðna A. Jóhannessyrii. Hún spyr hvaða þættir hafi verið lagðirtil grundvallar viö ráðninguna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.