Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Blaðsíða 19
MkVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2008 15 Miðvikudagur 9. janúar 2008 SAJIHSUl\> nob SUNG mobíle JOLEON LESCOTT SKORAÐI SIGURMARK CHELSEA I ENSKA DEILDARBIKARNUM EN ÞVI MIÐUR FYRIR HANN VAR ÞAÐ í EIGIÐ NET. LESCOTT FÉKK DAUÐAFÆRISKÖMMU SÍÐAR EN KLIKKAÐI. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, valdi Maríu Björgu Ágústsdóttur sem hefur ekki leikið knattspyrnu í tvö ár í æfingahóp: ÞURFTUM AÐ SENDA UT SKILABOÐ Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, valdi á mánudag 25 leikmenn til að koma saman yfir helgina í æfingabúðir. Æfingarnar eru undirbúningur fyrir mót á Algarve 3,- 13. mars. Þar spilar landsliðið fjóra leiki á aðeins 10 dögum. Sigurður kemur til með að velja síðan annan hóp í byrjun febrúar og enn annan undir lok þess mánaðar. Hópurinn sem fer til Algarve verður síðan valinn skömmu síðar. Sigurður valdi markvörðinn Maríu Björgu Ágústsdóttur í þennan fyrsta æfingahóp en hún sneri aftur í KR fyrr í vetur eftir tveggja ára fjarveru. „Hún á að baki sjö landsleiki með A- liðinu og hún fellur inn í þann hóp sem við Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari höfum verið að vinna að. Við teljum að við eigum tvo sterka markmenn og síðan vorum við í vandræðum að finna hver er þriðji sterkasti markmaðurinn og okkur fannst fleiri þurfa að stefna markvisst að því að koma í A-landsliðið. Þannig að María er tíundi markvörðurinn sem ég vel á landsliðsæfingu og það er einfaldlega til að senda út skilaboð til allra markmanna um að það sé möguleiki á að komast í landsliðið og það sé ekki fjarlægur draumur. Þetta er bara spurning um hvað þær eru tilbúnar að leggja á sig til að skara fram úr og tryggja sér sæti inn." Ef íslenska landsliðið kemst á EM fer Sigurður með þrjá markmenn. Það er því ljóst að fjölmargar stelpur eru nær landsliðssæti en þær grunar. „Við stefnum á EM, leynt og ljóst, og þangað myndum við fara með þrjá markmenn. Svo er alltaf brothætt ástand, það þarf ekki mikið til að annar markvörðurinn meiðist þá er þriðji sterkasti markvörðurinn kom- inn inn í A-landsliðið. Þannig okkur fannst við þurfa að senda þessi skila- boð með valinu á Maríu og svo gef- ur þetta Guðmundi tækifæri á að sjá markmennina á æfingu, kostina og gallana og svo framvegis." Besti markvörður íslands, Þóra B. Helgadóttir, spilar með Anderlecht í Belgíu. Sigurður segir að hann hafi ekki farið út til að sjá Þóru í leik en hann fór til Svíþjóðar ekki alls fyrir löngu og kíkti á aðstæður hjá Malmö. Liðinu sem Ásthildur Helgadóttir lék með og Dóra Stefánsdóttir leikur með. „Ég hef ekki farið út og séð leik- mennina sem leika með erlendu lið- unum nema til Svíþjóðar. Þar ræddi ég við þjálfara Malmö og átti gott mrjwT§ igp I ;•' ‘i KwíiíaalaKm spjall við hann, kíkti á aðstæður og hitti Dóru." benni@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.